Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.01.2015, Blaðsíða 19

Fréttatíminn - 30.01.2015, Blaðsíða 19
Það eru svo mikil forréttindi að alast hér upp. Hér er gott skólakerfi, börnin okkar læra tungu- mál og eru örugg. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 4- 24 46 ASKJA · Krókhálsi 11 · 110 Reykjavík · Sími 590 2100 · askja.is Viðurkenndur sölu- og þjónustuaðili Mercedes-Benz á Íslandi Þú finnur „Mercedes-Benz Ísland“ á Facebook Vetrarríkið er þitt Mercedes-Benz GLA sportjeppinn nýtur sín ekki síður í hálku og sköflum vetrarríkisins en á auðu og þurru malbiki. Þar kemur 4MATIC aldrifskerfið sterkt inn og skilar þér þangað sem þú ætlar. Mercedes-Benz GLA er búinn öllum nýjasta öryggis- og akstursbúnaði sem Mercedes-Benz hefur kynnt undanfarið auk þess sem öll hönnun bílsins er til fyrirmyndar. Komdu og reynsluaktu GLA-Class og upplifðu íslenskt vetrarríki á nýjan hátt Mercedes-Benz GLA-Class 4MATIC kemur þér þangað sem þú vilt GLA 200 CDI, 4MATIC aldrifsbúnaður, 7 þrepa sjálfskipting, 136 hö., dráttargeta 1.800 kg. Eyðsla frá 4,9 l/100 km í blönduðum akstri. Verð frá 6.420.000 kr. hafa endað með eigin búð vegna þess. Hann bjóst samt aldrei við að það yrði á Íslandi. Selja allt sem þau sakna mest „Við tókum eftir því að því að eftir því sem úrvalið var meira því fleiri fóru að koma og betur fór að seljast. Svo við ákváðum að stækka þegar okkur bauðst þetta pláss hérna,“ segir Yusuf en þau opnuðu nýja rýmið í síðustu viku. „Í fyrstu voru þetta allar þær vörur sem ég saknaði alltaf mest, svartar ólífur, búlgur, feta-ostur, grísk jógúrt, þurrkaðir ávextir, krydd og tyrkneskt kaffi,“ segir Yusuf. „Og svo bætum við smátt og smátt við. Kúnnarnir okkar benda okkur líka á hvað þá langar í.“ „Flestar vörurnar hér eru frá Balkanskaganum og Tyrkalandi en matarmenning okkar er mjög lík. Mig langaði til að selja tyrkneskt sætabrauð sem kallast Baklava hér í versluninni, en það er svo flókið því það þarf þá að merkja og setja í sérstakar umbúðir,“ segir Necla sem eldar smárétti fyrir tyrkneska veitingahúsið Meze þegar hún er ekki að vinna í búðinni. Yusuf segir hana vera frábæran kokk. „Já, því þú ert svo latur í eldhúsinu,“ segir hún þá og bæði skellihlæja. Feginn að synirnir þurfa ekki að sinna herskyldu „Við pöntuðum allar hillurnar frá Tyrklandi því það var meira en helmingi ódýrara en að kaupa þær hér,“ segir Necla. „Svo gerðum við bara allt sjálf, máluðum og settum allt upp. Yusuf getur gert flest allt og er mjög vanur því að vinna mikið.“ „Já ég er vanur því að vinna allt að tólf tímum að er svo gott að vinna inni að mér er alveg sama þó tím- arnir séu stundum margir. Þegar maður hefur unnið í útivinnu á Ís- landi þá er maður bara feginn að vera inni,“ segir hann og hlær. „Það er svo gott að búa á Íslandi. Við söknum auðvitað stundum fjöl- skyldunnar en það er samt eiginlega bara nóg að hitta þau einu sinni á ári,“ segir Necla og þau hlæja bæði. „Það eru svo mikil forréttindi að alast hér upp. Hér er gott skólakerfi, börnin okkar læra tungumál og eru örugg.“ „Í þorpinu mínu eru núna milljón flóttamenn frá Sýrlandi, ástandið er óöruggt og ég væri hræddur um strákana mína þar,“ segir Yusuf. „Hér er heldur enginn her og ég þakka fyrir það að synir mínir þurfi ekki að sinna herskyldu. Ég þurfti að vera í hernum í tvö ár og það var bara tómt rugl. Í byrjun hugsaði ég bara um að vera hér til að safna peningum en í dag hugsa ég ekkert um að safna. Í dag hugsa ég aðallega um að veita börnunum mínum gott líf, hér og nú,“ segir Yusuf. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is Mehmet Kaan og Mert Ali á hlaupum um búðina. Ljósmyndir/Hari viðtal 19 Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.