Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.01.2015, Síða 20

Fréttatíminn - 30.01.2015, Síða 20
E ggert Benedikt Guð­mundsson, forstjóri N1, hélt í vikunni erindi á ráð­stefnu sem bar yfirskrift­ ina Árangur og ábyrg fyrirtæki: Samfélagsábyrgð hjá íslenskum fyrirtækjum. Það lá því beinast við að spyrja hann út í samfélagslega ábyrgð olíufélaga á Íslandi. „Stjórn­ endur olíufélaga þurfa ekki síst að hugsa um samfélagslega ábyrgð,“ segir Eggert. „Við erum í geira sem tengist mengun, og þótt við séum ekki sjálf að menga þá seljum við eldsneyti sem á endanum mengar. Þannig að það mæðir á okkur að vega á móti. Hvernig vegur olíu­ félag á móti mengunarhættu? Það er margt sem við getum gert,“ segir Eggert. „Við bjóðum upp á endur­ nýjanlega orkugjafa og vorum miklir tilraunamenn þegar við byrjuðum með metan, til dæmis. Fórum þar í samstarf með Sorpu og Orkuveitunni,“ segir Eggert. Heimahagarnir toga alltaf Eggert er 51 árs, menntaður raf­ magnsverkfræðingur, og hefur verið forstjóri N1 í tvö og hálft ár. Áður en hann gekk til liðs við N1 hafði hann unnið hjá HB Granda en hann byrjaði sinn starfsferil 15 ára við það að dæla bensíni á bíla. „Ég er gamall bensíntittur,“ segir Eggert. „Það var mín sumar­ vinna þegar ég var 15­19 ára að dæla bensíni og ég var að telja það saman um daginn að í þessu 600 manna félagi eru 12 starfsmenn sem byrjuðu á undan mér,“ segir Eggert. „Ég er þó tiltölulega nýr í annarri umferð. Áður var ég hjá HB Granda í ein 8 ár og þar áður hjá Philips Electronics í Belgíu og Kaliforníu. Það hefur loðað við mig að fara reglulega í eitthvað nýtt umhverfi og ég tek öllum skemmti­ legum áskorunum með ánægju. Það var mjög gaman í sjávarútveg­ inum hjá HB Granda, og mér finnst það heillandi atvinnugrein,“ segir Eggert. Er ekki alger vitleysa að flytja heim frá Kaliforníu? „Það er svolítið klikkað. Það fór mjög vel um okkur í þessi fjögur ár. Við vorum í San José í Kísil­ dalnum og þar er vor allt árið. Ef maður mundi búa til skilgreiningu á því hvað maður vill hafa í borg þá mundi maður enda með þennan stað ofarlega á blaði,“ segir Eggert. Togar samt alltaf í mann að koma í heimahagana? „Það er nefnilega svo magnað,“ segir Eggert. „Þegar við vorum í Kaliforníu umgengumst við mikið Íslendinga og það var gegnum­ gangandi umræðuefni hvenær fólk ætlaði að fara heim, alltaf. Í dag er eiginlega allur hópurinn kominn heim og við hittumst reglulega á þakkargjörðarhátíðinni og höldum hópinn. Þetta tengist oftast börnunum, það togar í fólk að ala börnin sín upp heima,“ segir Eggert. „Reyndar er dóttir mín núna flutt til Bandaríkjanna til að læra leiklist, svo þetta snýst við, segir Eggert en dóttir hans er söng­ og leikkonan Unnur Egg­ erts sem hefur um árabil verið í gervi Sollu stirðu í Latabæ og tók þátt í Söngvakeppni sjónvarpsins við miklar vinsældir. Eggert er kvæntur Jónínu Lýðsdóttur og auk Unnar eiga þau synina Jakob og Hallgrím. Fær að troða upp með dóttur- inni Eggert er mikill tónlistaráhuga­ maður og þykir lunkinn gítar­ leikari. Hann segir gítaráhugann hafa byrjað á unglingsárum og Rokkstjörnu- draumurinn deyr aldrei Eggert Benedikt Guðmundsson er söngelskur gítarsafnari sem stýrir stærsta olíufyrirtæki landsins, N1. Hann segir starfið mjög skemmtilegt og um leið mikla áskorun. Hann hefur fengið að gutla á gítar með dóttur sinni, söngkonunni Unni Eggerts, og segir drauminn um rokkstjörnuna aldrei deyja. sé baktería sem ekki sé hægt að venja sig af. „Ég hef alltaf hlustað mikið á músík,“ segir Eggert. „Ég hef þó ekki verið nógu duglegur að hlusta á nýja músík og dett alltaf í gömlu klassíkina eins og Queen, Stones, Pink Floyd og slíkt. Ég gutla á gítarinn og svo syng ég í Karlakór Reykjavíkur. Ég hef alltaf verið viðloða þetta gítargutl en aldrei af neinu viti, bara til þess að hafa gaman af.“ Það er nú stutt lína þarna á milli samt, ekki satt? „Jú, jú, mér finnst gaman að þessu og starfsfólkið leyfir manni stundum að troða upp á samkom­ um,“ segir Eggert. „Ég sagði ein­ hvern tímann að ef maður ætlaði að fá að spila á böllum eða slíku þá væru tveir kostir í stöðunni. Annaðhvort að vera nógu góður til þess að fólk vilji koma að hlusta á þig, eða komast í þá aðstöðu að ráða því hverjir spila. Ég réð ekki við fyrri kostinn og því hefur seinni kosturinn nýst mér mjög vel,“ segir Eggert brosandi. „Þegar við vorum í Bandaríkj­ unum stofnuðum við hljómsveitina Flóttamenn, við Íslendingarnir. Hún hefur aldrei verið lögð niður þó við hittumst ekki oft,“ segir Eggert. „Þetta er hobbí sem maður losnar ekki við. Ég hef oft hætt að spila golf, en aldrei hætt að spila á gítar. Ég held að það sé ekki hægt,“ segir Eggert. „Rokkstjörnu­ draumurinn deyr aldrei, hann sefur bara.“ „Ég hef fengið að koma fram með Unni nokkrum sinnum með kassagítarinn og það er mjög skemmtilegt,“ segir Eggert. Finnst þér þú vera að fara langt út fyrir rammann, sem forstjóri olíufélags, að koma svona fram á sviði? „Nei, þetta er voða þægilegt fyrir mig,“ segir Eggert. „Hún er svo sjóuð í þessu að ég þarf bara að vera fyrir aftan og gutla eitthvað á gítarinn,“ segir Eggert. Eggert hefur einnig troðið upp með hljómsveit fyrirtækisins, sem ber heitið Heavy Metan. „Hún hef­ ur að vísu verið í smá hléi undan­ farið en það fer nú að koma að því að við tökum upp þráðinn,“ segir Eggert. „Það eru margir frambæri­ legir hljóðfæraleikarar innanborðs hjá N1.“ Fagnar verðlækkun Olíufélögin eru oft á milli tann­ anna hjá landsmönnum og margir sem líta á stjórnendur þeirra sem „vonda karlinn“ í atvinnulífinu. Eggert segir þetta þó vera að breytast, sérstaklega með aukinni samfélagslegri ábyrgð félag­ anna. „Það hafa allir skoðanir á olíufélögunum, það mun aldrei breytast. Fólki finnst bensín alltaf of dýrt,“ segir Eggert. „Það hefur verið þannig alla tíð. Það kaupir enginn eldsneyti vegna áhugans á því. Fólk kaupir elds­ neyti til þess að geta keyrt bíl og þarf að fara eitthvert. Við sjáum núna, þegar eldsneytisverð hefur lækkað, að það hefur jákvæð áhrif út um allt samfélagið,“ segir Egg­ ert. „Við fögnum þessari þróun og finnum fyrir því að fólk áttar sig á því að við erum að reyna að skila þessum lækkunum hratt út í verðlagið. Það hefur tekið tíma að útskýra fyrir fólki hvernig elds­ neytisverð er reiknað og af hverju lækkanirnar skiluðu sér ekki enn hraðar út í verðlag og slíkt, en við teljum okkur hafa staðið okkur í því, sem skilar sér í ánægðum við­ skiptavinum.“ Hver er stærsta áskorun forstjóra olíufélags? „Þetta er býsna stór spurning,“ segir Eggert. „Við rekum félag sem hefur mjög víðtækar teng­ ingar um allt þjóðfélagið. Við erum að þjóna fólki í öllu því sem það tekur sér fyrir hendur. Bæði í einka­ og fyritækjageiranum. Okkar hvatningarorð eru „Höldum samfélaginu á hreyfingu.“ Til að standa við það þurfum við annars vegar að tryggja góða þjónustu og rétt vöruúrval svo að kúnnarnir séu ánægðir og hins vegar að sá að sjá til þess að starfsfólkið sé ánægt og vel þjálfað,“ segir Eggert. 3G Eggert á skemmtilegt safn gítara og hljóðfæra og kaupir yfirleitt nýtt hljóðfæri í þeim löndum sem hann heimsækir. „Þetta er eitthvað sem hefur þróast,“ segir Eggert. „Ég safna yfirleitt ekki dóti í kring­ um mig en tengt gítaráhuganum hef ég sankað að mér hinum ýmsu hljóðfærum. Ég keypti bouzouki á Krít og Charango í Perú. Svo var ég í Pétursborg með Karlakórnum og þar náði ég mér í balalaiku og ég hef náð að gutla á þetta allt,“ segir Eggert. „Ég get ekki sagt að ég spili vel, en það er gaman að fikta í þessu. Ég hef lengi ætlað að kaupa uku­ lele og fór tvisvar til Hawaii þegar við bjuggum í Kaliforníu en klúðr­ aði því í bæði skiptin að kaupa það. Mér finnst gaman að kaupa hljóð­ færin í sínum heimalöndum, svo mér sýnist ég neyðast til þess að fara aftur til Hawaii,“ segir Eggert. „Annars eru áhugamálin einnig golfið og göngurnar. Ég kalla þetta stundum G­in þrjú. Golf, göngur og gítarar,“ segir Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri N1. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Ég get ekki sagt að ég spili vel, en það er gaman að fikta í þessu, segir Eggert Benedikt Guð- mundsson, forstjóri N1, um gítaráhugann. Ljósmynd/Hari 20 viðtal Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.