Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.01.2015, Qupperneq 34

Fréttatíminn - 30.01.2015, Qupperneq 34
Íslenska geitin Kipptu liðunum í lag með Omega 3 liðamíni • Omega 3 liðamín vinnur gegn stífum liðum og viðheldur heilbrigði þeirra. • Liðamín inniheldur Hyal-Joint® sem einnig má finna í liðvökva, seigfljótandi vökva sem smyr og viðheldur mýkt í liðamótum. • Það hjálpar líkamanum einnig að fyrirbyggja stirða liði, sem getur skipt höfuðmáli í þjálfun og líkamsrækt. SKJÓTARI EN SKUGGINN www.lidamin.is PI PA R \ TB W A • S ÍA U pphafsmaður hreyfingar-innar er lífsnautnamaðurinn Carlo Petrini, en hann starf- aði sem blaðamaður og matargagn- rýnandi áður en hann helgaði líf sitt Slow Food. Í blaðaviðtölum rifjar hann gjarnan upp æskuminningar úr ítölsku sveitinni og þá aðallega úr eld- húsi ömmu sinnar og mömmu. Þar komu vinir og fjölskylda saman til að elda alvöru mat úr héraðinu sem var svo setið yfir langt fram eftir degi und- ir spjalli og jafnvel gítarspili og söng. Á Ítalíu hefur hjarta menningarinnar alltaf slegið í eldhúsinu og skyndibita- menningin kom seint til landsins. Þeg- ar fyrsti McDonalds staður landsins opnaði við spænsku tröppurnar í Róm árið 1986 mætti Petrini þangað ásamt matarelskandi föruneyti og eldaði heimagert pasta við tröppurnar frægu í mótmælaskyni. Slow Food hreyfing- in varð til upp úr þessum sama hópi fólks árið 1989 með það að markmiði að vernda ítalska matararfleifð fyrir útbreiðslu iðnaðarframleidds matar og bragðlauss skyndibita. Endurvakning bragðlaukanna McDonalds er ekki bara dæmi um vondan og næringarsnauðan mat að mati Petrini, heldur lifandi sönnun þess hversu firrtur nútímamaðurinn, sem hefur ekki tíma fyrir heima- gerða máltíð, er orðinn. Samtökin vilja minna fólk á hversu gott það er að borða góðan mat. Endurlífgun bragðlaukanna ætti þó ekki bara að kenna okkur að slaka á og njóta góðs matar heldur gera okkur á sama tíma meðvituð um framleiðsluaðferðir og uppruna. Á bak við hugmyndafræði Slow Food samtökin urðu til eftir að hópur Ítala, með ástríðu fyrir matarmenningu, mótmælti opnun fyrsta McDonalds veitingahússins á Ítalíu. Hugmyndafræði samtakanna snýst ekki bara um mat og bragð heldur miðar fyrst og fremst að því að breyta heiminum með því að breyta viðhorfi fólks til matar. Í dag berjast samtökin fyrir því að góður og líffræðilega fjölbreyttur matur hverfi ekki af yfirborði jarðar vegna offramboðs af fjöldaframleiddum og genabreyttum mat. stefna slow food n Að bjarga tegundum og afurðum í útrýmingarhættu og vernda hefð- bundnar matreiðslu-og framleiðslu aðferðir. n Að kenna fólki að njóta góðs, hreins og sanngjarns matar. Góðum í þeim skilningi að hann sé í senn bragðgóður og næringarríkur, hreinn á þann hátt að framleiðsla hans skaði náttúru og dýr sem minnst og sanngjarn er hann ef tekið er tillit til alls fólksins sem stendur að framleiðslu hans. n Að fagna matarhefðum og mat hinna ýmsu landa með því að standa fyrir mörkuðum og ráðstefnum. n Auka meðvitund um náttúruvernd og dýravelferð. n Að tengja saman fólk sem hefur ástríðu fyrir matarmenningu. Íslenska landnámshænan. Slow-food samtökin á Íslandi vinna nú að því að fá íslensku landnámshænuna í Bragðörkina. Auk þess er unnið að því að fá hverabrauð, laufabrauð, rúllupylsu, magál, siginn fisk og reyktan rauðmaga í verndarflokk Slow Food. samtakanna er þannig ekki bara sú hugsun að matgæðingar geti fengið sem ljúffengastan mat heldur sú að með því að halda lífi í gömlum matar- og framleiðsluhefðum höldum við lífi í menningunni og fólkinu sem byggir afkomu sína á þessum hefðum. Að breyta heiminum með nautnum „Að breyta heiminum með nautnum“ var frá upphafi takmark Petrini og það lítur út fyrir að samtökunum sé að takast það á sinn hátt, hægt og ró- lega. Þau horfa ekki til hraðra skyndi- lausna því samkvæmt þeim eru þær ekki til. Í dag starfa samtökin í 150 löndum og þeirra meginmarkmið er að vernda líffræðilegan fjölbreyti- leika, matarhefðir og framleiðsluað- ferðir í útrýmingarhættu, auk þess að upplýsa almenning. Þetta er gert með alþjóðlegu samstarfi, með því að styrkja litla framleiðendur og með því að halda matarhátíðir víðsvegar um heiminn þar sem fólk kemur saman til að kynnast, fræðast og örva bragð- laukana. Stærsta hátíðin er Salone del Gusto & Terra Madre sem haldin er annað hvert ár í Tórínó. Slow Food á Íslandi Í ár var þema hátíðarinnar í Tórínó fjölskyldubúskapur, en árið 2014 var yfirlýst ár fjölskyldubúskapar hjá Matvæla-og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, og það sem kallast „Bragðörkin“. Í Bragðörk- ina er safnað saman dýra- og jurta- tegundum og afurðum víðsvegar úr heiminum sem eru í útrýminga- hættu eða þykja menningarlega verðmætar. Til að komast um borð í örkina verður afurðin að vera unnin af smáframleiðenda, vera bundin við ákveðið svæði eða land og að vera gerð eftir hugmyndafræði Slow Food. Um 2200 afurðir hafa nú kom- ist um borð og þar má finna nokkr- ar íslenskar afurðir; skyr, sólþurrk- aðan saltfisk, salt, kæstan hákarl, hjallaverkaðan harðfisk og hangi- kjöt. Þar að auki er lúra og íslenska geitin í örkinni. Dominique Plédel Jónsson er yfir samtökunum á Ís- landi og segir hún meginstarfsemi hennar snúast í kringum Bragðörk- ina. Nú síðast hafi íslenska geitin komist um borð en unnið sé að því að koma fleiru að, eins og land- námshænunni, hverabrauði, laufa- brauði, rúllupylsum, magál, signum fiski og reyktum rauðmaga. Halla Harðardóttir halla@frettatiminn.is  MatarMenning slow food saMtökin Að breyta heiminum, hægt Í Bragðörkinni, sem er listi yfir menningarlega mikilvægar tegund- ir og afurðir sem sumar hverjar eru í útrýmingahættu, eru sex íslenskar afurðir og tvær dýrategundir. n Hangikjöt, á gamla mátann. n Hefðbundið skyr. n Sólþurrkaður saltfiskur. n Hjallaverkaður harðfiskur. n Kæstur hákarl. n Sjávarsalt, framleitt með jarðvarma. n Íslenska geitin, elsti stofn Evrópu. Til að viðhalda stofninum er mikilvægt að koma afurðum geitarinnar á markað. n Lúra, finnst aðeins í lóninu í Horna- firði. Hefur samkvæmt gömlum heimildum lengi verið búbót heima- manna, oft hjallaþurrkuð, en er varla veidd lengur. að verða hægUr 1. Kauptu ferskt hráefni. Eldaðu það og borðaðu. 2. Forðastu unnar matvörur. Borðaðu alvöru mat. 3. Ræktaðu þinn eigin mat. Þó ekki sé nema eina kryddjurt. 4. Reyndu að komast að sögunni á bak við matinn þinn. 5. Kauptu úr heimabyggð og eftir árstíðum. 6. Eldaðu og borðaðu með öðrum. Það eykur gleði og víðsýni. 7. Taktu þátt í garðyrkju. 8. Taktu í höndina á þeim sem fæðir þig. 9. Hittu fólkið sem ræktar matinn þinn. 10. Lærðu að þekkja þínar matar- hefðir. Slow-food samtökin vilja opna augu fólks fyrir því að matreiðsla snýst ekki bara um mat og uppskriftir. Hún snýst líka um bændur og landbúnað, eðlis- fræði og efnafræði, hefðir og pólitík. Með því að benda á sambandið milli alls þessa vonast samtökin til að breyta sambandi okkar við mat, fólk og um- hverfi. Rautt eggaldin. Fyrir 100 árum var þetta mest ræktaða eggaldinið á Ítalíu en í dag rækta það aðeins 15 bændur. Slow Food berst fyirr líffræðilegum fjölbreytileika. Carlo Petrini upphafsmaður Slow Food samtakanna. 34 matur Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.