Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.01.2015, Qupperneq 42

Fréttatíminn - 30.01.2015, Qupperneq 42
Þ að þarf ekki að rölta lengi eftir Strikinu til að heyra ís-lensku og sennilega er óhætt að fullyrða að ávallt sitji að minnsta kosti tveir fulltrúar þjóðarinnar við borð í Nýhöfn. Á sama tíma heyrist okkar ástkæra ylhýra miklu sjaldnar á matsölustöðunum í Gamla stan, á Skansen eða við verslanirnar á Biblioteksgatan. Það er alla vega reynsla þess sem hér skrifar eftir að hafa búið um árabil í þessum tveim- ur borgum. Það eitt og sér er kostur í huga margra. Benny, Vasaskipið og karde- mommubollur Tölurnar sýna líka að það hallar verulega á hlut Stokkhólms þó Ice- landair fljúgi þangað allt að tvisvar á dag. Á síðasta ári voru íslenskir hótelgestir í Kaupmannahöfn til að mynda nærri fjórfalt fleiri en í Stokkhólmi. Það eru því sennilega margir hér á landi sem eiga eftir að heimsækja Vasasafnið, fá sér kardemommubollu með kaffinu, rölta milli safna og skemmtigarða á Djurgården eða sigla út í hinn rómaða skerjagarð. Einhverjir gætu líka viljað kynna sér Söder- malm sem skríbentar Vogue segja svalasta hverfi í Evrópu, Drottn- ingholm þar sem konungshjónin halda til eða bara fá sér pylsu við Karlaplan í von um að Benny úr Abba eigi leið framhjá með hvíta hundinn sinn. Sú sænska gefur eftir Það eru því nægar ástæður til að gefa Stokkhólmi tækifæri og ekki skemmir fyrir að í dag fæst nærri fimmtungi meira fyrir íslensku krónurnar í Svíþjóð en í fyrra og hittifyrra. Danska króna hefur lækkað minna og samkvæmt laus- legri könnun munar stundum allt að tíund á verðinu í verslunum H&M í heimalandinu og í Danmörku þegar reiknað er yfir í íslenskar krónur. Verðskrár hótela og veitingastaða eru hins vegar á mjög svipuðu róli höfuðborgunum tveimur. 42 ferðalög Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015  Nægar ástæður til að heimsækja höfuðborg svíÞjóðar Kominn tími á að rétta hlut Stokkhólms Kristján Sigurjónsson kristjan@turisti.is H V ÍT A H Ú S ÍÐ / S ÍA 1 5- 00 82 Að lifa í jafnvægi Holl fæða hjálpar okkur að skapa stöðugleika í líkamanum og lífinu. Ab vörurnar stuðla að lifandi jafnvægi. Nú líka í1 lítraumbúðum Íslenskir ferðamenn eru miklu fjölmennari í Kaupmannahöfn en Stokkhólmi. Þörfin fyrir tilbreytingu og lækkandi gengi sænsku krónunnar gæti hins vegar lokkað fleiri til „Feneyja norðursins“ á kostnað heimsóknar til gömlu höfuðborgarinnar. Stundum er hægt að skauta við ráðhúsið í Stokkhólmi líkt og í Reykjavík. Miðborg Stokkhólms er mjög glæsileg og sérstaklega húsin sem standa við vatnið og upp á hæðunum. Það er nauðsynlegt að koma við í Gamla stan þegar farið er um Stokkhólm. l yon er miðstöð matar og vín-gerðar í Frakklandi og ómót-stæðileg borg fyrir sælkera. Það er nóg að sjá, skoða og upplifa í borginni blómlegu hvort sem það er vínsmökkun, rölt um sjarmer- andi stræti, búðaráp, heimsókn á safn eða notaleg kvöldstund í leik- húsinu. Urmull af glæsilegum og fallega skreyttum byggingum bíða eftir listunnendum og öðrum áhugasöm- um í Lyon. Musée des Beaux - Arts de Lyon er aðalsafn borgarinnar en þar má sjá verk eftir heilan haug af frægum listamönnum, svo sem Rubens, Monet, Picasso og fleiri. Áhugafólk um kvikmyndir má alls ekki láta Institute Lumiére framhjá sér fara, en safnið geymir sögu Lu- miére bræðranna sem tóku upp fyrstu kvikmynd sögunnar. Matargerðin í Lyon þykir á sér- lega háu stigi, jafnvel á franskan mælikvarða. Orðstírinn á sér ef til vill ekki síst rætur í þeirri staðreynd að í grenndinni eru tvö af þekktustu vínræktarhéruðum landsins, Beau- jolais í norðri og Côtes du Rhône í suðri. Fyrir þá sem hafa áhyggjur af því að passa ekki í buxurnar við heimkomu eftir heimsókn til þess- arar miklu matarborgar þá er tilval- ið að ferðast um Lyon á kanó. Það er frábær valmöguleiki að fljúga til Lyon og keyra um Evrópu meðan á dvölinni stendur. Það eru til dæmis 470 km Parísar og 280 km til Torínó. WOW air flýgur til Lyon frá 13. júní og út ágúst, tvisvar í viku í allt sumar. Verð frá 24.999 kr. Unnið í samstarfi við WOW air Ljúfa Lyon
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.