Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.01.2015, Page 46

Fréttatíminn - 30.01.2015, Page 46
46 matur & vín Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015 É g held að nú sé rétti tíminn til að kynna Íslendingum hvað handverksbjór (e. craft beer) er og leyfa þeim að bragða á þeim bestu í heimi,“ segir Mikkel Borg Bjergsø, stofnandi og eigandi brugg- hússins Mikkeller í Danmörku. Ekki hugsaður fyrir ferðamenn Mikkel opnar nýjan bar, Mikkeller & Friends, í Reykjavík í lok næsta mánaðar. Barinn verður á þriðju hæð að Hverfisgötu 12, fyrir ofan nafnlausa pítsustaðinn. Mikkeller & Friends er samstarfsverkefni Mikk- els, vina hans í danska brugghúsinu To Øl og rekstraraðila Kex Hostels, áðurnefnds pítsustaðar og Dills. Tuttugu bjórdælur verða á staðnum með veigum frá Mikkeller, To Øl og fleiri míkró-brugghúsum. „Við ætlum að koma með eitthvað nýtt til Íslands. Við erum með bari í nokkrum löndum og þekkjum það vel að kynna þessa nýju menningu. Handverks-bjórmenningin er frekar ung á Íslandi en ég hef fylgst með henni frá upphafi. Fyrst voru bara bjórar eins og Lava en það hefur mikið gerst síðustu ár,“ segir Mikkel. Heldurðu að Íslendingar séu til- búnir fyrir þetta? „Já, algjörlega. Það eru allir til- búnir, ef þetta er vel gert er mark- aður fyrir svona bar. Fólk er forvitið og ef það kemur einu sinni, þá kem- ur það aftur.“ Ferðamönnum á Íslandi hefur fjölgað mikið síðustu misseri og út- lit er fyrir enn meiri fjölgun. Spilar það ekki inn í? „Nei, alls ekki. Þetta er ekki bar fyrir túrista, hann er fyrir heima-  Bjór Mikkel Borg Bjergsø spenntur fyrir opnun Mikkeller & friends í reykjavík Íslendingar tilbúnir að drekka besta bjór í heimi Danski farandbruggarinn Mikkel Borg Bjergsø opnar bar í miðborg Reykjavíkur í næsta mánuði þar sem í boði verða 20 tegundir af besta handverksbjór heims á krana. Hann segir að bjórmenningin hér hafi þróast í rétta átt og landsmenn séu nú tilbúnir fyrir alvöru veigar. Mikkel vonast til að Björk verði fastagestur á barnum og ætlar að stofna útibú frá hlaupa- klúbbnum sínum hér á landi. Brugga húsbjór Dill Dönsku farandbruggararnir í To Øl hafa bruggað nýjan húsbjór á veit- ingastaðinn Dill. Bjórinn var kynntur í vikunni. Annar eigandi To Øl, Tobias Emil Jensen, kom hingað til lands af þessu tilefni. Dill-bjórinn er af Saison-gerð og inniheldur meðal annars íslenskt birki. „Ég er ekki hrifinn af sætum bjórum, við viljum gera þurra bjóra. Þessi Dill-bjór er því þurr en með smá ávaxtakeim,“ segir Tobias. „Við notum þýska humla og birkisíróp úr íslensku birki. Bjórinn er núna aðeins tíu daga gamall en ef fólk kemur aftur á Dill eftir ár eða fimm ár verður þessi bjór ennþá frábær,“ sagði Tobias á kynningu í vikunni. „Humlarnir munu kannski dofna með tímanum en þá verður bara meira pláss fyrir birkið.“ -hdm menn. Það er auðvitað gott að ferða- mennirnir komi líka en þetta er hugs- að fyrir heimamenn. Við opnuðum til dæmis bar í Bangkok sem er alls ekki hugsaður fyrir túrista. Ég væri vonsvikinn ef ég kæmi þar inn og þar væru bara vestrænir gestir. Mark- miðið er að kynna handverksbjór (e. craft beer) fyrir heimamönnum.“ Má búast við að þú bruggir hér á landi? Eigum við von á „íslenskum“ Mikkeller-bjór? „Ég er ekkert farinn að plana það en ég býst við því, auðvitað. Ég mun koma oftar til Íslands en áður svo það verða tækifæri til þess. Við höfum talað um það áður að brugga á Ís- landi.“ Vill að Björk verði fastagestur Mikkel er einhver þekktasti brugg- ari heims, enda hefur hann sent frá sér á milli 6-700 tegundir af bjór á að- eins níu árum. Bjórar hans eru marg- ir hverjir stórfurðulegir og hann er óhræddur við að gera tilraunir. Mikk- el tekur sjálfur ríkan þátt í undirbún- ingnum fyrir opnun Mikkeller & Fri- ends. „Já, mér finnst mikilvægt að vera með á öllum stigum uppbyggingar- innar. Ég hef gert það með alla mína bari. Þegar við opnum bar gerum við það með samstarfsaðila á hverjum stað. Þetta er ekki „franchise“. Við þurfum einhvern til að reka barinn, einhvern sem veit hvað Íslendingar vilja og hvernig þeir hugsa.“ Mun þessum bar svipa til annarra Mikkeller-bara? „Barirnir eru alltaf mismunandi. Ef þú ferð inn á Brew Dog-bar þá líta þeir allir eins út en okkar gera það ekki. Þeir vísa þó allir til hvers annars. En tímarnir breytast líka. Það sem ég vildi fyrir fimm árum finnst mér ekki eins spennandi lengur.“ Talandi um hvað tíminn flýgur. Þú byrjaðir með Mikkeller fyrir níu árum. Hefðirðu getað séð fyrir þér að reka bari í Reykjavík og Bangkok þegar þú byrjaðir? „Alls ekki. Þetta er frekar skrítið allt saman en mjög skemmtilegt. Mér finnst frábært að geta rekið bari á stöðum sem ég elska að heimsækja. Ég vel staðina eftir því. Ég setti það til dæmis sem skilyrði að Kex-strákarnir yrðu að redda því að Björk yrði fasta- gestur hjá okkur,“ segir hann og hlær. Hleypur af sér bjórinn Mikkel kom fyrst til Íslands fyrir fimm árum. „Konan mín vildi fara hingað og við féllum alveg fyrir landinu. Okkur fannst það einstak- lega fallegt – eins og öllum.“ Hann ætlar að taka fjölskylduna með sér hingað í næsta mánuði þeg- ar Mikkeller & Friends verður opn- aður. Verður það í fyrsta sinn sem fjölskyldan fylgir honum á opnun bars utan Danmerkur. En áður en til þess kemur hefur Mikkel nóg að gera heima fyrir. „Við erum líka að undirbúa opnun bruggpöbbs í Kaupmannahöfn í mars. Þar verður bara bruggað fyrir staðinn en, já, það gæti breytt eitthvað verklaginu hjá okkur einn daginn,“ segir hann spurður um hvort hann ætli sér að fara að brugga í eigin brugghúsi – öfugt við það sem hefur verið aðals- merki hans; að leigja aðstöðu um allan heim fyrir framleiðslu sína. Hvernig er líf bruggarans, er þetta ekki bölvaður ólifnaður? „Jú, ég drekk auðvitað mikið því ég verð að smakka marga drykki. En ég verð hins vegar ekki oft full- ur. Vandamál mitt er hins vegar að ég elska fleira en bjór. Ég elska líka mat og vín. Ég er því dugleg- ur að hlaupa, ég verð bara að gera það. Stefnan er að stofna útibú frá hlaupaklúbbnum mínum á Íslandi.“ Höskuldur Daði Magnússon hdm@frettatiminn.is Mikkel Borg Bjergsø stofnaði Mikkeller fyrir níu árum í Kaupmannahöfn. Síðan hefur hann bruggað á milli 6-700 tegundir af bjór og opnað bari í Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, San Francisco og Bangkok. Næst á dagskrá er Reykjavík og verður Mikkeller & Friends opnaður 27. febrúar. Tobias Emil Jensen kynnti nýja Dill-bjórinn í vikunni. Ljósmynd/Hari

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.