Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.01.2015, Side 58

Fréttatíminn - 30.01.2015, Side 58
Listamaður á söguslóðum Sýning á pennateikningum eftir danska málarann Johannes Larsen, sem hann gerði á ferðum sínum um Ísland árin 1927 og 1930, verður opn- uð á morgun, laugardaginn 31. janú- ar, klukkan 15, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Árið 1926 stóðu rithöfundarnir Gunnar Gunnarsson og Johannes V. Jensen fyrir því að gefa út danska þýðingu Íslendingasagna í tilefni þess að árið 1930 voru eitt þúsund ár liðin frá stofnun Alþingis á Þingvöll- um. Danski listmálarann Johannes Larsen (1867-1961) var fenginn til að fara til Íslands og festa á teikniblokk sína helstu sögustaði landsins. Hann kom tvisvar til Íslands í þessum til- gangi, 1927 og 1930 og ferðaðist á hesti, oft við erfið skilyrði. Á þessum ferðum sínum teiknaði Johannes Larsen um þrjú hundruð tússteikningar. 188 þeirra birtust í bókunum. Á sýningunni verða um 30 teikningar sem eru í eigu afkomenda listamannsins. Jafnhliða sýningunni kemur út bók- in Listamaður á söguslóðum eftir Vi- beke Nørgaard Nielsen. Þar rekur hún ferðir Larsen um Ísland. Í bókinni er einnig að finna 72 af myndum Johann- esar Larsen, sem birtust í Íslendinga- sögunum. Sigurlín Sveinbjarnardóttir þýddi. Ugla gefur út. Sýningunni lýkur 22. mars. Knafahólar, Eyjafjallajökull og Þrí- hyrningur. Teikning frá árinu 1927 eftir Johannes Larsen.  LeikList HaLaLeikHópurinn frumsýnir tíu LitLa strandagLópa Spenna fram á síðustu mínútu á sviðinu Halaleikhópurinn hefur verið starfandi í 23 ár innan Sjálfsbjargar og í kvöld, föstudagskvöld, frumsýnir hópurinn leikritið Tíu litlir strandaglópar eftir Agöthu Christie í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Einn leikaranna, sem jafnframt er framkvæmdastjóri sýningarinnar, er Guð- ríður Ólafsdóttir og hefur hún verið viðriðin leikhópinn frá upphafi. Hún segir spennu ríkja fyrir kvöldinu. Þ etta hefur gengið vel og allir voða spenntir og til-hlökkunin fyrir frumsýn- ingunni er mikil,“ segir Guðríður Ólafsdóttir frá Halaleikhópnum. Leikverkið Tíu litlir strandaglóp- ar byggði Agatha á eigin metsölu- bók sem seld hefur verið í yfir 100 milljónum eintaka. „Tíu litlir strandaglópar“ eða morð á morð ofan segir söguna af 10 einstak- lingum sem er boðið af dularfull- um hjónum í helgarferð á kletta- eyju. Gestirnir eru ekki fyrr búnir að koma sér fyrir þegar einn þeirra deyr grunsamlega. Öll eru þau strand og komast ekkert. Gestgjaf- inn, sem sést hvergi, ásakar hvert og eitt þeirra í hljóðupptöku, um að hafa sloppið undan réttvísinni vegna morðs sem þau eiga að hafa framið. „Það eru 11 leikarar í sýn- ingunni, bæði fatlaðir og ófatlaðir. Við byrjuðum æfingar í nóvember, tókum svo frí yfir jólin og í janúar höfum við æft nánast daglega,“ segir Guðríður. Halaleikhópurinn var stofnaður árið 1992 og byrjaði sem áhuga- hópur innan Sjálfsbjargar og hef- ur Guðríður verið með frá byrjun. „Við höfum sýnt öll árin, og stund- um tvær sýningar á ári,“ segir Guðríður. „Það vinna allir saman og allir vesenast í öllu, sem er mjög skemmtilegt. Við höfum oft reynt að gera eitthvað aðeins öðruvísi og við höfum tekið marga höfunda fyrir. Eitt árið settum við upp Fíla- manninn, þar sem allir leikararnir voru fatlaðir, nema sá sem lék aðal- hlutverkið,“ segir Guðríður. „Það vakti mikla athygli og þótti klókt hjá okkur. Í verkinu í ár hlökkum við til að halda spennunni í áhorf- andanum fram á síðustu mínútu,“ segir Guðríður Ólafsdóttir frá Halaleikhópnum. Frumsýning er í kvöld og allar upplýsingar um næstu sýningar er að finna á Fa- cebook síðu Halaleikhópsins. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Halaleikhópurinn hefur æft stíft undanfarna mánuði og frumsýnir í kvöld Tíu litla strandaglópa eftir Agöthu Christie. Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is SNJALLÚRMest selda snjallúr í heimi er nú loksins fáanlegt á Íslandi. Pebble úrið er með baklýstum LED 1.26” e-paper skjá, BT 4.0 og allt að 7 daga rafhlöðu :)16.900 HELGAR A Ð EI NS ÞESSA HELG I VERÐ ÁÐUR 1 9. 9 0 0TILBOÐ FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ:) SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP 58 menning Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015 Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 31/1 kl. 13:00 Lau 21/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 1/2 kl. 13:00 Sun 22/2 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Lau 7/2 kl. 13:00 Lau 28/2 kl. 13:00 Táknmálst. Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 8/2 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 14/2 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 15/2 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Táknmálstúlkuð sýning 28.febrúar kl 13 Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Sun 1/2 kl. 20:00 Fös 6/2 kl. 20:00 Sun 15/2 kl. 20:00 Fim 5/2 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00 Aðeins sýnt út febrúar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 30/1 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 30/1 kl. 20:00 Sun 1/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 17:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 5 stjörnu sýning að mati gagnrýnanda Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 30/1 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Bláskjár (Litla sviðið) Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00 Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi Ekki hætta að anda (Litla sviðið) Lau 31/1 kl. 20:00 Aukas. Mið 11/2 kl. 20:00 aukas. Mið 18/2 kl. 20:00 12.k Sun 1/2 kl. 20:00 7.k. Fim 12/2 kl. 20:00 10.k Fim 19/2 kl. 20:00 Fim 5/2 kl. 20:00 8.k. Lau 14/2 kl. 20:00 Aukas. Fös 6/2 kl. 20:00 9.k Sun 15/2 kl. 20:00 11.k Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur Beint í æð! – HHHH , S.J. F.bl. leikhusid.is Konan við 1000° – HHHH „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Fös 30/1 kl. 19:30 15.sýn Lau 7/2 kl. 19:30 18.sýn Fös 20/2 kl. 19:30 21.sýn Lau 31/1 kl. 19:30 16.sýn Fös 13/2 kl. 19:30 19.sýn Lau 21/2 kl. 19:30 22.sýn Fim 5/2 kl. 15:00 Aukas. Lau 14/2 kl. 19:30 20.sýn Fös 6/2 kl. 19:30 17.sýn Fim 19/2 kl. 19:30 Aukas. Ný sviðsetning frá sömu listamönnum og færðu okkur Engla alheimsins. Konan við 1000° (Kassinn) Sun 1/2 kl. 19:30 44.sýn Sun 8/2 kl. 19:30 46.sýn Sun 15/2 kl. 19:30 lokas. Mið 4/2 kl. 19:30 45.sýn Fim 12/2 kl. 19:30 47.sýn Athugið - síðustu sýningar. 5 stjörnu sýning - einstök leikhúsupplifun. Karitas (Stóra sviðið) Sun 1/2 kl. 19:30 31.sýn Sun 15/2 kl. 19:30 33.sýn Sun 8/2 kl. 19:30 32.sýn Sun 22/2 kl. 19:30 34.sýn Athugið - síðustu sýningar. Seiðandi verk sem hlotið hefur frábærær viðtökur. Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Lau 14/2 kl. 13:00 Frums Lau 21/2 kl. 13:00 5.sýn Lau 28/2 kl. 13:00 9.sýn Lau 14/2 kl. 15:00 2.sýn Lau 21/2 kl. 15:00 6.sýn Lau 28/2 kl. 15:00 10.sýn Sun 15/2 kl. 13:00 3.sýn Sun 22/2 kl. 13:00 7.sýn Sun 1/3 kl. 13:00 11.sýn Sun 15/2 kl. 15:00 4.sýn Sun 22/2 kl. 15:00 8.sýn Sun 1/3 kl. 15:00 12.sýn Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn! Ofsi (Kassinn) Fös 30/1 kl. 19:30 Fös 6/2 kl. 19:30 Lau 14/2 kl. 19:30 Lau 31/1 kl. 19:30 Fös 13/2 kl. 19:30 Allra síðustu sýningar! HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.