Fréttatíminn


Fréttatíminn - 30.01.2015, Qupperneq 58

Fréttatíminn - 30.01.2015, Qupperneq 58
Listamaður á söguslóðum Sýning á pennateikningum eftir danska málarann Johannes Larsen, sem hann gerði á ferðum sínum um Ísland árin 1927 og 1930, verður opn- uð á morgun, laugardaginn 31. janú- ar, klukkan 15, í Listasafni Sigurjóns Ólafssonar. Árið 1926 stóðu rithöfundarnir Gunnar Gunnarsson og Johannes V. Jensen fyrir því að gefa út danska þýðingu Íslendingasagna í tilefni þess að árið 1930 voru eitt þúsund ár liðin frá stofnun Alþingis á Þingvöll- um. Danski listmálarann Johannes Larsen (1867-1961) var fenginn til að fara til Íslands og festa á teikniblokk sína helstu sögustaði landsins. Hann kom tvisvar til Íslands í þessum til- gangi, 1927 og 1930 og ferðaðist á hesti, oft við erfið skilyrði. Á þessum ferðum sínum teiknaði Johannes Larsen um þrjú hundruð tússteikningar. 188 þeirra birtust í bókunum. Á sýningunni verða um 30 teikningar sem eru í eigu afkomenda listamannsins. Jafnhliða sýningunni kemur út bók- in Listamaður á söguslóðum eftir Vi- beke Nørgaard Nielsen. Þar rekur hún ferðir Larsen um Ísland. Í bókinni er einnig að finna 72 af myndum Johann- esar Larsen, sem birtust í Íslendinga- sögunum. Sigurlín Sveinbjarnardóttir þýddi. Ugla gefur út. Sýningunni lýkur 22. mars. Knafahólar, Eyjafjallajökull og Þrí- hyrningur. Teikning frá árinu 1927 eftir Johannes Larsen.  LeikList HaLaLeikHópurinn frumsýnir tíu LitLa strandagLópa Spenna fram á síðustu mínútu á sviðinu Halaleikhópurinn hefur verið starfandi í 23 ár innan Sjálfsbjargar og í kvöld, föstudagskvöld, frumsýnir hópurinn leikritið Tíu litlir strandaglópar eftir Agöthu Christie í leikstjórn Guðjóns Sigvaldasonar. Einn leikaranna, sem jafnframt er framkvæmdastjóri sýningarinnar, er Guð- ríður Ólafsdóttir og hefur hún verið viðriðin leikhópinn frá upphafi. Hún segir spennu ríkja fyrir kvöldinu. Þ etta hefur gengið vel og allir voða spenntir og til-hlökkunin fyrir frumsýn- ingunni er mikil,“ segir Guðríður Ólafsdóttir frá Halaleikhópnum. Leikverkið Tíu litlir strandaglóp- ar byggði Agatha á eigin metsölu- bók sem seld hefur verið í yfir 100 milljónum eintaka. „Tíu litlir strandaglópar“ eða morð á morð ofan segir söguna af 10 einstak- lingum sem er boðið af dularfull- um hjónum í helgarferð á kletta- eyju. Gestirnir eru ekki fyrr búnir að koma sér fyrir þegar einn þeirra deyr grunsamlega. Öll eru þau strand og komast ekkert. Gestgjaf- inn, sem sést hvergi, ásakar hvert og eitt þeirra í hljóðupptöku, um að hafa sloppið undan réttvísinni vegna morðs sem þau eiga að hafa framið. „Það eru 11 leikarar í sýn- ingunni, bæði fatlaðir og ófatlaðir. Við byrjuðum æfingar í nóvember, tókum svo frí yfir jólin og í janúar höfum við æft nánast daglega,“ segir Guðríður. Halaleikhópurinn var stofnaður árið 1992 og byrjaði sem áhuga- hópur innan Sjálfsbjargar og hef- ur Guðríður verið með frá byrjun. „Við höfum sýnt öll árin, og stund- um tvær sýningar á ári,“ segir Guðríður. „Það vinna allir saman og allir vesenast í öllu, sem er mjög skemmtilegt. Við höfum oft reynt að gera eitthvað aðeins öðruvísi og við höfum tekið marga höfunda fyrir. Eitt árið settum við upp Fíla- manninn, þar sem allir leikararnir voru fatlaðir, nema sá sem lék aðal- hlutverkið,“ segir Guðríður. „Það vakti mikla athygli og þótti klókt hjá okkur. Í verkinu í ár hlökkum við til að halda spennunni í áhorf- andanum fram á síðustu mínútu,“ segir Guðríður Ólafsdóttir frá Halaleikhópnum. Frumsýning er í kvöld og allar upplýsingar um næstu sýningar er að finna á Fa- cebook síðu Halaleikhópsins. Hannes Friðbjarnarson hannes@frettatiminn.is Halaleikhópurinn hefur æft stíft undanfarna mánuði og frumsýnir í kvöld Tíu litla strandaglópa eftir Agöthu Christie. Tölvutek • Reykjavík • Hallarmúla 2 • 563 6900 • Akureyri • Undirhlíð 2 • 430 6900 • www.tolvutek.is SNJALLÚRMest selda snjallúr í heimi er nú loksins fáanlegt á Íslandi. Pebble úrið er með baklýstum LED 1.26” e-paper skjá, BT 4.0 og allt að 7 daga rafhlöðu :)16.900 HELGAR A Ð EI NS ÞESSA HELG I VERÐ ÁÐUR 1 9. 9 0 0TILBOÐ FYRSTIR KOMA FYRSTIR FÁ:) SMELLTUÁ KÖRFUNANETBÆKLINGUR Á WWW.TOLVUTEK.IS MEÐ GAGNVIRKUM KÖRFUHNAPP 58 menning Helgin 30. janúar-1. febrúar 2015 Lína langsokkur (Stóra sviðið) Lau 31/1 kl. 13:00 Lau 21/2 kl. 13:00 Sun 15/3 kl. 13:00 Sun 1/2 kl. 13:00 Sun 22/2 kl. 13:00 Lau 21/3 kl. 13:00 Lau 7/2 kl. 13:00 Lau 28/2 kl. 13:00 Táknmálst. Sun 22/3 kl. 13:00 Sun 8/2 kl. 13:00 Sun 1/3 kl. 13:00 Lau 28/3 kl. 13:00 Lau 14/2 kl. 13:00 Sun 8/3 kl. 13:00 Sun 29/3 kl. 13:00 Sun 15/2 kl. 13:00 Lau 14/3 kl. 13:00 Táknmálstúlkuð sýning 28.febrúar kl 13 Dúkkuheimili (Stóra sviðið) Sun 1/2 kl. 20:00 Fös 6/2 kl. 20:00 Sun 15/2 kl. 20:00 Fim 5/2 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Sun 22/2 kl. 20:00 Aðeins sýnt út febrúar Kenneth Máni (Litla sviðið) Fös 30/1 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Stærsti smáglæpamaður Íslands stelur senunni Öldin okkar (Nýja sviðið) Fös 30/1 kl. 20:00 Sun 1/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 17:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 Sun 8/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 5 stjörnu sýning að mati gagnrýnanda Beint í æð (Stóra sviðið) Fös 30/1 kl. 20:00 Fös 13/2 kl. 20:00 Lau 21/2 kl. 20:00 Lau 31/1 kl. 20:00 Lau 14/2 kl. 20:00 Fös 27/2 kl. 20:00 Lau 7/2 kl. 20:00 Fös 20/2 kl. 20:00 Sprenghlægilegur farsi Bláskjár (Litla sviðið) Þri 3/2 kl. 20:00 Mið 4/2 kl. 20:00 Fyrsta verðlaunaleikritið sem gerist í Kópavogi Ekki hætta að anda (Litla sviðið) Lau 31/1 kl. 20:00 Aukas. Mið 11/2 kl. 20:00 aukas. Mið 18/2 kl. 20:00 12.k Sun 1/2 kl. 20:00 7.k. Fim 12/2 kl. 20:00 10.k Fim 19/2 kl. 20:00 Fim 5/2 kl. 20:00 8.k. Lau 14/2 kl. 20:00 Aukas. Fös 6/2 kl. 20:00 9.k Sun 15/2 kl. 20:00 11.k Nýtt verk eftir Auði Övu Ólafsdóttur Beint í æð! – HHHH , S.J. F.bl. leikhusid.is Konan við 1000° – HHHH „Í stuttu máli fá töfrar leikhússins að njóta sín“ – Morgunblaðið Sjálfstætt fólk - hetjusaga (Stóra sviðið) Fös 30/1 kl. 19:30 15.sýn Lau 7/2 kl. 19:30 18.sýn Fös 20/2 kl. 19:30 21.sýn Lau 31/1 kl. 19:30 16.sýn Fös 13/2 kl. 19:30 19.sýn Lau 21/2 kl. 19:30 22.sýn Fim 5/2 kl. 15:00 Aukas. Lau 14/2 kl. 19:30 20.sýn Fös 6/2 kl. 19:30 17.sýn Fim 19/2 kl. 19:30 Aukas. Ný sviðsetning frá sömu listamönnum og færðu okkur Engla alheimsins. Konan við 1000° (Kassinn) Sun 1/2 kl. 19:30 44.sýn Sun 8/2 kl. 19:30 46.sýn Sun 15/2 kl. 19:30 lokas. Mið 4/2 kl. 19:30 45.sýn Fim 12/2 kl. 19:30 47.sýn Athugið - síðustu sýningar. 5 stjörnu sýning - einstök leikhúsupplifun. Karitas (Stóra sviðið) Sun 1/2 kl. 19:30 31.sýn Sun 15/2 kl. 19:30 33.sýn Sun 8/2 kl. 19:30 32.sýn Sun 22/2 kl. 19:30 34.sýn Athugið - síðustu sýningar. Seiðandi verk sem hlotið hefur frábærær viðtökur. Kuggur og leikhúsvélin (Kúlan) Lau 14/2 kl. 13:00 Frums Lau 21/2 kl. 13:00 5.sýn Lau 28/2 kl. 13:00 9.sýn Lau 14/2 kl. 15:00 2.sýn Lau 21/2 kl. 15:00 6.sýn Lau 28/2 kl. 15:00 10.sýn Sun 15/2 kl. 13:00 3.sýn Sun 22/2 kl. 13:00 7.sýn Sun 1/3 kl. 13:00 11.sýn Sun 15/2 kl. 15:00 4.sýn Sun 22/2 kl. 15:00 8.sýn Sun 1/3 kl. 15:00 12.sýn Kuggur og félagar geysast nú upp á svið í Þjóðleikhúsinu í fyrsta sinn! Ofsi (Kassinn) Fös 30/1 kl. 19:30 Fös 6/2 kl. 19:30 Lau 14/2 kl. 19:30 Lau 31/1 kl. 19:30 Fös 13/2 kl. 19:30 Allra síðustu sýningar! HVERFISGATA 19 551 1200 LEIKHUSID.IS MIDASALA@LEIKHUSID.IS
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.