Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.02.2013, Page 2

Fréttatíminn - 08.02.2013, Page 2
Bíttu í Þorragráðaostinn, áður en hann bítur í þig. Sterkur, bragðmikill og sómir sér vel á þorrahlaðborðinu. Þorragráðaosturinn er konungur gráðaostanna og fæst núna tímabundið í verslunum. Þorragráðaostur H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA  Milljarður rís alþjóðleg bylting e inn sjúklingur af fjórtán sem liggja á blóðlækningadeild Landspítalans hefur verið greindur með spítala- bakteríu sem er ónæm fyrir flestum sýkla- lyfjum og hefur deildinni verið lokað. Hinir 13 sjúklingarnir hafa einnig gengið undir rannsókn en ekki er gert ráð fyrir að niður- stöður úr þeim liggi fyrir fyrr en á mánu- dag. Samkvæmt heimildum Fréttatímans hefur sjúklingurinn verið veikur af þessari bakteríu í rúmar tvær vikur. Bakterían nefnist VRE (Vancomycin-res- istant Enterococcus) en í fyrradag sýndu niðurstöður rannsókna fram á að þessi til- tekni stofn VRE er næmur fyrir einni teg- und sýklalyfja og hefur meðferð með þeim því hafist. Hlíf Steingrímsdóttir, yfirlæknir á blóðsjúkdómadeild, er bjartsýn á að tak- ast muni að ráða niðurlögum bakteríunnar. Að sögn Björns Zoëga, forstjóra Land- spítalans, koma spítalasýkingar sjaldnar upp hér á landi en á spítölum erlendis en þegar þær greinist sé gripið til ákveðinna viðbragða: deildinni er lokað og sjúklingar settir í einangrun, allt er þrifið og tekin yfirborðssýni af deildinni og einnig frá öllum sjúklingum. Bakterían er ekki skaðleg heilbrigðu fólki, einungis fólki með bælt ónæmis- kerfi og er á miklum sýklalyfjum, líkt og þeim sjúklingum sem liggja á blóðlækn- ingadeild og eru í meðferð við sjúkdómum á borð við hvítblæði og eitlakrabbamein. „Sýking af völdum þessarar tegundar bakteríu hefur komið upp tvisvar á deild- um á Landspítalanum en okkur tókst að ná tökum á henni svo hún breiddist ekki út,“ segir Hlíf. Björn segir að Landspítalinn hafi ekki nákvæmar tölur yfir fjölda sjúklinga sem veikst hafa af völdum spítalasýkinga und- anfarin ár þar sem erfitt sé oft að segja til um hvort sýkingin hafi átt sér stað á spítalanum eða hvort sjúklingarnir hafi fengið þær annars staðar frá og komið með þá inn á spítalann. Síðastliðið haust greindust spítalasýkingar í rúmum 6 af hverjum 100 sjúklingum en á öðrum há- skólasjúkrahúsum á Norðurlöndunum er tíðnin oft í kringum 9-10 prósent, að sögn Björns. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@frettatiminn.is  HeilbrigðisMál blóðlækningadeild lokuð vegna vre spítalasýkingar Einn með alvarlega spítalasýkingu Eitt af þeim úrræðum sem beita má til að draga enn frekar úr spítalasýkingum er að fjölga einbýlum og salernum þannig að einungis sé einn sjúklingur um hvert salerni en í nýjum spítala er gert ráð fyrir því. Einn sjúklingur á blóðsjúkdómadeild Landspítalans er nú í meðhöndlun vegna alvarlegrar spítala- bakteríu sem upp er komin á deildinni. 13 aðrir sjúklingar bíða niðurstaðna rannsókna en þar til þær liggja fyrir, á mánudag, verður deildin lokuð. Sýking af völdum þess- arar tegundar bakteríu hefur komið upp tvisvar á deildum á Landspítal- anum en okkur tókst að ná tökum á henni svo hún breiddist ekki út. Eftirfarandi flugfélög munu annast áætlunar- og leiguflug á Keflavík- urflugvelli í sumar: Air Berlin Air Greenland Austrian Airlines Avion Express (WOW Air) Delta Air Lines Deutsche Lufthansa easyJet Edelweiss Air Germanwings Icelandair Niki Luftfahrt Norwegian Air Shuttle Primera Air Scandinavian Airlines System Thomas Cook Airlines Transavia.com  FerðaMál FraMkvæMdir í leiFsstöð vegna áFraMHaldandi Fjölgunar Farþega Sextán flugfélög fljúga hingað næsta sumar Alls munu 16 flugfélög annast áætlunar- og leiguflug á Keflavíkurflugvelli næsta sumar og er gert ráð fyrir 10 prósenta aukningu í umsvifum á flugvellinum milli ára. Farþegafjöldi í janúar jókst um rúm 20 prósent enda eru tvöfalt fleiri flugfélög með starfsemi í vetraráætlun til og frá landinu en í fyrra, alls sex talsins. Á komandi sumri er ráðgert að afgreiða 32 farþegaflug (komur og brottfarir) um háannatíma að morgni og síðdegis flesta daga vikunnar en allmargar flugvélar eru jafnframt afgreiddar um hádegisbil og miðnætti, að sögn Friðþórs Eydal, upplýsingafull- trúa Isavia, rekstrarfélags flug- valla á Íslandi. Búist er við að um 15.500 farþegar fari um Flugstöð Leifs Eiríkssonar daglega þegar mest lætur í júní, júlí og ágúst. Ráðist verður í nokkrar skipu- lagsbreytingar og endurbætur á flugstöðinni til þess að anna þessari miklu umferð og auka þægindi flugfarþega. Í norður- byggingu verður tekið í notkun nýtt brottfararhlið fyrir farþega sem fluttir verða með rútum til og frá flugvélum og umtals- verðar breytingar verða einnig gerðar í suðurbyggingu, meðal annars á svæðum sem áður voru ekki hluti af almennu farþegarúmi. Sjálfsinnritunarstöðvum verður fjölgað enn til muna, en þær hafa sannað gildi sitt og flýta afgreiðslu við innritun, og tekin verður upp sjálfvirk farþegaaf- greiðsla við tvö brottfararhlið til hægðarauka og til þess að draga úr biðraða- myndun. Þá er einnig unnið að uppsetningu á þráðlausu net- kerfi sem nær til allra farþega- svæða í flugstöðinni og verður notkun þess gjaldfrí. Sigríður Dögg Auðunsdóttir sigridur@ frettatiminn.is Þann 14. febrúar kalla UN Women, V–dags- samtökin og Lunch Beat eftir þátttöku Íslendinga í alheimsbyltingu gegn kynbundnu ofbeldi. Þá mun koma saman einn milljarður kvenna, karla og barna um allan heim til þess að dansa til stuðnings konum og stúlkum og krefjast þess að kynbundið ofbeldi heyri sögunni til. „Við á Íslandi erum kannski ekki stór hluti af milljarði en við getum látið fyrir okkur fara. Tökum þátt í því að láta jörðina hristast undan samtakamætti okkar,“ segir í tilkynn- ingu samtakanna. Atburðurinn verður í Hörpu þann 14. febrúar og hefst byltingin stundvíslega klukkan 12.15. Milljarður rís er alþjóðleg bylting með Eve Ensler í fararbroddi. Íslendingum gefst kostur á að vera hluti af því þegar milljarður karla, kvenna og barna kemur og dansar í sam- einingu gegn kynbundnu ofbeldi. Markmiðið er að ná saman einum milljarði jarðarbúa til þess að taka þátt og skapa heim þar sem ofbeldi þrífst ekki. DJ Margeir mun sjá til að dansinn duni. -mlþ Dansað gegn kynbundnu ofbeldi Hjálparsamtök sauma öskupoka Hjálparfélagið Sól í Tógó stend- ur fyrir svokallaðri öskupoka- saumastund í Iðukaffi í Zimsen- húsinu á sunnudaginn. Gestum og gangandi er boðið að setjast við sauma og aðstoða við fram- leiðslu á öskupokum sem seldir verða til styrktar félaginu, sem aðstoðar við rekstur á heimili fyrir munaðarlaus börn í Tógó í Afríku. Tóta og trúðurinn Gjóla leiðbeina börnum og foreldrum við saumaskapinn. Efni, skæri, nál, tvinni og saumavélar eru á staðnum en saumafólki er velkomið að koma með perlur, ösku eða ljóð í pokann. -sda Viðurkenning vegna Skóla- vörðustígs Eggert Jóhannsson feldskeri hlaut í gær Freyjusómann, hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar, fyrir ferskan andblæ í ferðamannaverslun, fyrir mikla félagslega virkni í því að byggja Skólavörðustíginn upp sem skemmti- lega og aðlaðandi verslunargötu. Njarðarskjöldinn, sem ætlað er að hvetja til bættrar og aukinnar verslunarþjónustu fyrir ferðamenn í Reykjavík, hlaut Sigurður Guðmundsson verslunarmaður sem rekur fimm ferðamannaverslanir í Reykjavík og þrjár á Akureyri. -sda Yfirlýsing frá samtökunum: Við neitum að búa í heimi,  Þar sem nauðgunarmenning er normið.  Þar sem konum er kennt að hafa varann á sér þegar þær eru einar úti.  Þar sem ungar stúlkur eru þving aðar og seldar í hjónabönd.  Þar sem konur eru útskúfaðar úr samfélaginu ef brotið er á þeim kynferðislega.  Þar sem konur eru myrtar ef þær eru taldar hafa kastað rýrð á heiður fjölskyldunnar.  Þar sem konum er refsað fyrir að kæra kynferðisbrot.  Þar sem refsileysi ríkir þegar konur eru niðurlægðar í net- heimum. 2 fréttir Helgin 8.-10. febrúar 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.