Fréttatíminn - 08.02.2013, Side 10
Sætúni 8, 105 Reykjavík. Sími: 531 3300.
ritstjórn@frettatiminn.is Ritstjórar: Jónas Haraldsson jonas@frettatiminn.is og
Mikael Torfason mikaeltorfason@frettatiminn.is. Framkvæmda- og auglýsinga-
stjóri: Valdimar Birgisson valdimar@frettatiminn.is. Útgáfustjóri: Teitur Jónasson
teitur@frettatiminn.is . Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prent-
aður í 82.000 eintökum í Landsprenti.
R
Lýsa má viðbrögðum stuðningsmanna Samfylk-
ingarinnar sem létti eftir að nýr formaður tók við af
Jóhönnu Sigurðardóttur. Flokksformennska hennar
kom til við sérstakar aðstæður. Á þeim tíma átti
flokkurinn fáa kosti aðra í erfiðri stöðu en valdatími
hennar, hvort heldur er sem flokksformaður eða for-
sætisráðherra, hefur að mörgu leyti einkennst af
harðlínustefnu og takmörkuðum sáttavilja. Stríðsyfir-
lýsingar, óbilgirni og átök hafa þreytt þjóðina. Það má
ráða af langvarandi óvinsældum ríkis-
stjórnarinnar og fylgishruni flokkanna
sem að henni standa. Skoðanakann-
anir sem birtar voru á meðan lands-
fundur Samfylkingarinnar stóð sýndu
fylgi flokksins í sögulegu lágmarki.
Sigur Árna Páls Árnasonar í for-
mannskosningunni var afgerandi.
Guðbjartur Hannesson velferðarráð-
herra, mótframbjóðandi hans, galt þess
að vera talinn standa nærri Jóhönnu.
Að sama skapi naut Árni Páll þess að
Jóhanna hafði rekið hann úr ríkisstjórn-
inni. Það veitti honum fjarlægð frá óvinsælli ríkis-
stjórn. Niðurstaða formannskosningarinnar sýndi að
afgerandi meirihluti samfylkingarfólks vill breytta
ásýnd flokksforystunnar. Ekki stríð eða yfirgang
heldur samningalipurð. Ekki útilokun heldur sam-
vinnu. Svo vitnað sé til fleygra orða Jóhönnu Sigurð-
ardóttur sjálfrar, þá er hennar tími liðinn.
Það mat á liðnum tíma kom glögglega í ljós í ræðu
Árna Páls Árnasonar. Þótt hann þakkaði forvera
sínum störf í þágu flokks og þjóðar sagði hann skor-
inort skilið við stíl Jóhönnu Sigurðardóttur. Árni Páll
hafnaði stríðsyfirlýsingu Jóhönnu í setningarræðu
sama landsfundar. „Við erum á tímamótum og það er
erfitt að sjá að frekari stríðsrekstur verði Samfylking-
unni til árangurs eða virðingarauka. Við höfum háð
of mörg stríð án árangurs þetta kjörtímabil og við
verðum að læra af þeirri reynslu.“ Í stefnuræðu sinni
sagði hinn nýi formaður að enginn vildi halda áfram
ónýtri stjórnmálahefð. Öll þráum við nýja sýn fram á
veginn. „Á heimilinu verðum við að hafa frið. Frið til
að hugsa, frið til að vinna, frið til að vera við sjálf. Við
getum verið ósammála um aðferðir og leiðir, en við
ræðum okkur að niðurstöðu. Hugmyndafræðilegar
borgarastyrjaldir þar sem krafist er skilyrðislausrar
hlýðni og að menn hlaupi hratt ofan í skotgrafirnar
þegar kallið kemur, eiga ekki við á þjóðarheimili jafn-
aðarmanna.“
Með þessum orðum sagði nýr formaður Samfylk-
ingarinnar afdráttarlaust skilið við stjórnunarstíl for-
verans. Að þessu sögðu hefði mátt ætla að hinn hann
stigi skrefið til fulls – en Jóhanna Sigurðardóttir
hefur sett það skýrt fram að það sem eftir lifir kjör-
tímabilsins ætli hún, í miklum ágreiningi, að þvinga í
gegn stórmál sem enn eru ófrágengin og þurfa meiri
tíma og almennari sátt, innan þings og utan.
Árni Páll minnti á það strax að það væri í valdi for-
manns að leggja fram tillögu fyrir þingflokkinn um
ráðherraskipan. Því hefði mátt ætla að hann legði
til að hann tæki sæti Jóhönnu í ríkisstjórninni, fyrst
hún tók ekki þá ákvörðun sjálf að gefa Árna Páli það
rými sem meirihluti flokksmanna kallar eftir, að
leiða flokkinn í einu og öllu. Með þeirri breytingu
hefði nýr formaður getað vikið frá stríðsyfirlýsingum
og fetað sig í átt að friðsamari og farsælli stefnu í
þjóðarþágu.
Árni Páll lýsti því hins vegar yfir á miðvikudag-
inn, eftir mat á stöðunni, að hann gerði ekki tillögu
um breytingu á ríkisstjórn. Þótt hann bætti því við
að hann bæri, sem pólitískur talsmaður flokksins,
ábyrgð á starfi hans í ríkisstjórn veikir þessi ákvörð-
un stöðu hins nýkjörna formans þegar kemur að
starfi þings og ríkisstjórnar fram að kosningum.
Samkvæmt orðum formannsins hefði skotgrafa-
hernaðurinn nú átt að heyra til liðinni tíð því það er
rétt að menn eiga að ræða sig til niðurstöðu, hvort
heldur er hann eða forystumenn annarra flokka.
Það verður erfitt fyrir nýjan formann að breyta
stefnunni úr aftursætinu þegar bílstjórinn situr
áfram í sæti sínu og beygir í aðra átt en formaðurinn
kýs.
Skýr krafa meirihluta samfylkingarfólks um breyttar áherslur og stjórnunarstíl
Breytingakröfunni ekki fylgt eftir
Jónas Haraldsson
jonas@frettatiminn.is
En að skila bara
lyklunum?
Ég er að velta fyrir mér
hvort ég eigi að
lýsa yfir gjald-
þroti á næsta
ári.
Alþingis-
maðurinn Lilja
Mósesdóttir
ræddi fjármál
sín við Financial
Times og segist sjá fram á
gjaldþrot.
Í bláum skugga
Ég reyki tvisvar af einhverri
jónu og það mælist í mér
fimm vikum seinna.
Sjómaður sem missti plássið
þar sem hann féll á lyfjaprófi
Vinnslustöðvarinnar í
Vestmannaeyjum sagði farir
sínar ekki sléttar í DV.
Hennar vitjunartími
ekki kominn
Niðurstaða mín er
sú að gera ekki
við þessar að-
stæður tillögu
um breytingu
á ríkisstjórn.
Fáar vikur eru
eftir til kosninga...
Árni Páll Árnason, formaður
Samfylkingarinnar og nýr
stefnumótandi flokksins,
ætlar ekki að hrófla við
Jóhönnu Sigurðardóttur á
endasprettinum.
Vont er þeirra réttlæti
Við lýsum yfir vantrausti
á Hæstarétt Íslands. Við
höfum fengið nóg.
Femíníska vefritið Knúz.is
fordæmir á niðurstöðu að
ruddaleg innrás í helgustu
vé konu hafi ekki talist
nauðgun.
Öfgaliðið á
netinu
Gaman
væri að
þið ágætu
kommenta-
skrifarar
myndu nú
hlusta á allt
viðtalið áður en þið látið
gamminn geisa, svona til
tilbreytingar.
Lögmaðurinn Brynjar
Níelsson tók afstöðu
með hæstarétti í hinum
umdeilda líkamsárásardómi
og uppskar miklar reiði í
netheimum og víðar.
Vikan sem VaR
EcoFuel-tæknin nýtir bensín og metangas og sparar þannig allt að 46% af eldsneytis-
kostnaði. Metanbílar eru umhverfisvænir og bera því engin aðflutningsgjöld. Þeir sem
kaupa verksmiðjuframleiddan Volkswagen Passat metanbíl í febrúar fá frítt metangas
í eitt ár*. Að auki fá eigendur Passat EcoFuel frítt í stæði í Reykjavík ásamt því að njóta
hagstæðari kjara á lánum hjá fjármögnunarfyrirtækjum.
Passat Variant kostar aðeins frá
4.690.000 kr.
Passat Variant EcoFuel Comfortline Plus, 150 hestafla, beinskiptur.
www.volkswagen.is
Lækkaðu eldsneytiskostnaðinn
um allt að 46%
Metan 9.843 kr.
Dísil 13.801 kr.
Bensín 18.242 kr.
**Miðast við eldsneytisverð eins og skráð er hjá Olís og Metan
31. janúar 2013.
Eldsneytiskostnaður
Volkswagen Passat
á hverja 1.000 km**
Söluaðilar: HEKLA Reykjavík · Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · HEKLA Reykjanesbæ · Heklusalurinn Ísafirði
*Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu var meðalakstur fólksbíla
12.255 km árið 2011. Miðað við 6,6 m3 meðaleyðslu Passat EcoFuel er árlegur
eldsneytiskostnaður því 120.000 kr. miðað við verð á metani 31. janúar 2013.
Tilboð í febrúar.
Frítt metan í eitt ár!
10 viðhorf Helgin 8.-10. febrúar 2013