Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.02.2013, Síða 19

Fréttatíminn - 08.02.2013, Síða 19
KOMDU ÞÉR Í TOPPFORM Fyrir konur og karla, CLUB FIT, 6-vikna námskeið 50 mínútur 3x í viku Club Fit MTL (mótun, tónun, lenging) Rólegri tímar - unnið með eigin líkamsþyngd og gengið eða skokkað á göngubretti Club Fit 50+ Fyrir konur og karla, 50 ára og eldri Club Fit Extreme Fyrir þá sem vilja enn meira. Meiri keyrsla, erfiðari æfingar. Club Fit hefur slegið rækilega í gegn! Tímarnir byggjast á að lyfta lóðum og hlaupa á hlaupabretti. Hraði og þyngdir sem henta hverjum og einum. ÞJálfari stýrir hópnum, leiðbeinir og hvetur áfram. Frábær stemning! Þú kemst í flott form áður en þú veist af og hefur gaman af. Allar nánari upplýsingar um verð og tímasetningar á www.hreyfing.is Pantaðu frían prufutíma á www.hreyfing.is Innifalið: • Þjálfun 3x í viku • Club Fit æfingakerfið sem miðar að því að „ögra“ líkamanum að komast út úr stöðnun og tryggja að þú komist í þitt allra besta form • Þátttakendur hafa aðgang að lokuðu svæði með fræðslu, upplýsingum og uppskriftum frá Hreyfingu • Þol- og styrktarmælingar – fyrir og eftir • Ótakmarkaður aðgangur að tækjasal og opnum tímum • Aðgangur að glæsilegri útiaðstöðu – jarðsjávarpotti og gufuböðum NÝTT deyr, það er staðreynd málsins. Ef þú hættir ekki innan ákveðins tíma þá deyrðu, það er ekkert flóknara en það,“ segir Hörður. Beitt hrottalegu ofbeldi Þær stúlkur sem Fréttatíminn talaði við og eru hættar í neyslu eru á milli tvítugs og þrítugs. „Allt í einu fékk ég ógeð,“ segir ein rúmlega tvítug sem hætti neyslu fyrr í vetur og er flutt heim til for- eldra sinna eftir fimm ára neyslu kannabis og áfengis. Hún hefur slitið á öll tengsl við neyslufélaga sína og hefur leitað aftur í gamla vin kvenna hópinn sinn. „Mér fannst þetta líf alveg eðlilegt. Við reyktum kannabis daglega og djömmuðum allar helgar, jafnvel í marga sólarhringa án þess að borða eða sofa. Ég horfi öðrum augum á þetta núna en þá fannst mér þetta ekki vandamál. Þetta var bara djamm,“ segir hún. Önnur er komin nálægt þrítugu og hefur ekki neytt ólöglegra vímuefna í átta ár. Hún hefur sömu sögu að segja og ungu stúlkurnar sem eru að hefja neyslugöngu sína. Hún þóknaðist þeim sem sköffuðu henni efni með því að sofa hjá þeim og lokaði augunum fyrir nauðgunum sem hún varð fyrir. „Ég vaknaði oftar en einu sinni úr „black-outi“ við það að ein- hver strákur var að hafa samfarir við mig. Ég kippti mér ekkert upp við það heldur sneri mér bara á hina hliðina og hélt áfram að sofa þegar hann hafði lokið sér af,“ segir hún. „Það var ekki fyrr en mörgum árum síðar sem ég gerði mér grein fyrir því hvaða áhrif þetta hafði haft á mig og ég fór að díla við þetta,“ segir hún. Hún varð fyrir alvarlegu, lífs- hættulegu líkamlegu ofbeldi 18 ára þegar maður sem hún deildi húsi með réðst á hana og reyndi að drepa hana. Hann beitti hana hrottalegu ofbeldi klukkustund- um saman og nauðgaði henni að lokum. Það varð henni til lífs að félagi hennar kom að þeim þegar hún var orðin blá í framan því ofbeldismaðurinn var að kyrkja hana. Aldrei hvarflaði að henni að kæra manninn. Ekkert neyðarathvarf Mummi bendir á að Ísland sé eina landið í hinum vestræna heimi sem ekki er með neyðarathvarf fyrir börn og unglinga á götunni. „Við viljum frekar að þau sofi uppi í rúmi hjá einhverjum bláókunn- ugum manni heldur en að bjóða þeim upp á lítið athvarf þar sem þau geta komið og fengið húsa- skjól,“ segir hann. „Það er vont að vera á götunni. Maður velur það ekki sjálfur. Oft eru þetta krakkar sem eru að flýja heimili sín til að mynda vegna heimilisofbeldis. Börnin þurfa að geta komið að opnum dyrum ein- hvers staðar,“ segir hann. Viðtöl við stúlkur undir lögaldri voru tekin með vitund og samþykki forráðamanns. Ég pæli aldrei í því hvað magnið er mikið. Ef það er of mikið er það bara seinni tíma vandamál. Lj ós m yn d/ N or di s Ph ot os /G et ty Im ag es úttekt 19 Helgin 8.-10. febrúar 2013

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.