Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.02.2013, Page 28

Fréttatíminn - 08.02.2013, Page 28
O rmstunga er hugarfóstur Benedikts Erlingssonar. Verkið byggir hann á Gunnlaugs sögu Ormstungu og fléttar samtímanum saman við hina fornu ástarsögu. Halldóra segist hafa kjaftað sig inn í sýninguna sem hljóðfæraleikari árið 1996 þegar hún var atvinnulaus leikari. Sýningin sló í gegn og henni telst til að þau Benedikt hafi sýnt hana ekki sjaldnar en 130 sinnum. „Þannig að við þurfum nú ekki að æfa mikið. Bara aðeins að rifja upp. Þetta er svolítið í skrokknum á okkur. Þetta er eins og dans sem maður hefur lært einhvern tímann. Hreyfingarnar eru þarna allar einhvers staðar. Ég held bara að við höfum bara sett Ormstungu á svið í fyrsta skipti daginn eftir að Ólafur Ragnar var fyrst kjörinn forseti. Það er orðið svo langt síðan,“ segir Dóra. „Ólafur Ragnar var meira að segja í fyrstu sýningunni en þá notuðum við fram- boðsræður nokkurra frambjóðenda. En við erum búin að taka þær út núna. Formið á verkinu býður upp á það að vera annars vegar með gamla sögu, sem eins og allar góðar sögur lifa endalaust, og svo stingum við henni í samband við nútímann og vekjum þannig áhorfandann þegar við ýtum honum fram og til baka í tíma.“ Dóra segir þau hafa þurft að uppfæra sýninguna merkilega lítið eftir þessi tæpu sautján ár en áður nefndar framboðsræður og fleira hafi samt vikið fyrir öðru. Og tilfinningin sem fylgir því að koma aftur að Ormstungu eftir allan þennan tíma er góð. „Ég var eiginlega bara hissa á því hvað ég var enn ánægð með leikritið og var bara svolítið stolt af okkur og hugsaði með mér að við höfum bara verið ung og dugleg. Það var dugur í okkur.“ Breyttir tímar Dóra hefur verið fastráðinn leikari öll þessi ár sem liðin eru frá frumsýningu Ormstungu og vita- skuld hefur margt breyst á þeim tíma. Hún sjálf og samfélagið allt. „Þegar við komum svona aftur að verkinu er líka gaman að sjá hvernig tíðarandinn hefur breyst. Í gamla handritinu eru til dæmis strax komnir þrír hommabrandarar á fyrstu tíu blaðsíð- unum. Og á þeim tíma vorum við bara ofsalega hugrökk að gera þetta. Að segja þetta bara. „Hann er argur. Hann er hommi.“ Í dag eru allt aðrir hlutir sem maður þarf að vera hugrakkur til að segja. Hugrekkið felst í raun í því að nota ekki einfalt grín. Reyna að vera ekki á yfirborðinu, þannig lagað. Ég sé samt eftir sumum bröndurunum enda voru þeir skrambi fyndnir. Prump og rop er alltaf fyndnast. Grunnþarfirnar og grunnhvatirnar. Við fórum líka út í að fínstilla ýmislegt, til dæmis þar sem okkur fannst halla of mikið á konur og svo- leiðis. Við erum náttúrlega orðin meiri femínistar í millitíðinni. Við erum annað fólk, búin að eignast margar dætur síðan þá. Öll umræðan og samfélagið allt er líka á öðrum stað og það er svolítið gaman að sjá það og finna hvernig maður maður skoðar hlutina öðruvísi núna en 1996. Og bara hvernig allt samfélagið skoðar hlutina öðruvísi. Það eru ekki bara við sem erum sautján árum eldri. Samfélagið er líka sautján árum eldra og það er mjög augljós munur á því núna og þá.“ Dóra segir þó söguna sjálfa, Ormstungu, enn standa. „Hún er alveg um sömu gildin og hvernig ung manneskja sem er full af þörf fyrir viðurkenn- ingu finnur sig knúna til að sigra heiminn og fórna ástinni og öllu í þeim tilgangi. Eða er hann að fórna ástinni eða finnst honum hann kannski ekki vera verðugur nema hann sigri heiminn fyrst og eigi þá ástina skilið? Hvað er aðalatriði og hvað er aukaatriði? Og hetjurnar deyja í verkinu en sá sem var bara rólegur og góður búmaður á Snæ- fellsnesi fékk Helgu fögru og við erum afkomend- ur þeirra en ekki Gunnlaugs ormstungu sem var svona ofboðslega æstur og bráður.“ Benedikt og Dóra eru miklir og góðir vinir og saga samvinnu þeirra er orðin býsna löng. Dóra segist þó ekki vilja ræða mikið um vináttu þeirra Stekkur af hringekjunni í heimsreisu Leikkonan Halldóra Geirharðsdóttir stígur á svið í Borgarleikhúsinu með vini sínum Benedikt Erlingssyni á ný í verkinu Orms- tunga. Þau gerðu það gott með leikritinu árið 1996 og ætla nú að endurtaka leikinn. Dóra segist líta á leikárið sem hringekju og eftir sextán ár á sviðinu ætlar hún að stökkva af hringekjunni og láta áralangan draum rætast og skella sér í heimsreisu með fjölskylduna. Gangi allt upp snýr hún ekki aftur fyrr en um mitt næsta ár. og samstarf enda hljóti hún þá að koma út eins og hún sé að berja sér á brjóst og grobba sig af sér og vinum sínum. „Við erum bara góðir vinir og það á mjög vel við okkur að vinna saman og ég hugsa að við bætum bara hvort annað upp.“ Heimurinn verður leiksvið næsta árið Dóra hefur, eins og áður segir, verið á fullu í leiklistinni í um sautján ár en í sumar ætlar hún heldur betur að söðla um þegar hún pakkar sér, eiginmanninum og tveimur yngstu börnunum niður og leggur upp í heimsreisu sem þau áætla að taki heilt ár. „Ég og maðurinn minn erum sko orðin 45 ára og það er kominn tími á okkur að hreyfa okkur aðeins. Þegar ég horfi inn í framtíðina þá sé ég leikárið fyrir mér eins og hringekju. Mér finnst vera kominn tími á að stökkva af hringekjunni svo ég geti komið aftur á hana með eitthvað nýtt. Svona snýr þetta að mér sem leikkonu en fyrir okkur sem foreldra held ég að það sé mjög áríðandi að stíga út með krakk- ana og hægja aðeins á heiminum. Hægja á rekstrinum. Þannig að við ætlum að leggja land undir fót með yngstu krakkana tvo sem eru sex og níu ára. Og ef peningurinn end- ist okkur þá verðum við í heilt ár en ef peningurinn klárast verðum við í tíu mánuði, eða átta. Þannig að þetta verður ekki alveg í okkar höndum hversu lengi við verðum. Þetta er svona reikningsdæmi en við erum búin að kaupa miðana,“ segir Dóra og eftirvæntingin leynir sér ekki í röddinni. Stóra skrefið úr leikhúsinu Fyrsti áfangastaður fjölskyldunnar er Ekvador en síðan tekur hvert spennandi landið við af öðru. „Við leggjum af stað 21. júní, á sól- stöðum. Það er góður dagur til að hefja ferðalag. Við gerum ráð fyrir að geta verið lengi í Ekvador og ég held að það sé rosalega margt að skoða þar. Galapagos, Amazon og ég veit ekki hvað og hvað. Þarna er mikið fjalllendi og mikið hægt að ganga. Ég byrja bara öll að hitna að innan þegar ég tala um þetta,“ segir Dóra og bætir við að nú liggi þau yfir bókum, skoði viðkomustaðina Framhald á næstu opnu Halldóra GeirHarðsdóttir Fædd 1968. Var saxafónleik- ari og söngvari í hljómsveitinni Risaeðlan frá 1985 til 1991. Útskrifaðist úr Leiklistarskól- anum 1995 og fastráðin hjá LR frá 1996. Hefur starfað sem höfundur og leikari á flestum sviðum leiklistar. Mér fannst ég vera rosalega hug- rökk að gera þetta eftir að hafa verið fastráðin í sextán ár. Þetta var stóra skrefið mitt og eftir það hugsaði ég með mér að nú gæti ég farið í heimsreisu. 28 viðtal Helgin 8.-10. febrúar 2013

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.