Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.02.2013, Qupperneq 31

Fréttatíminn - 08.02.2013, Qupperneq 31
rjómabolludagurinn H V ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA Allir hafa skoðun á hvernig fylling á að vera í bollum en öll erum við þó sammála um að rjóminn er ómissandi. Þú færð góða bolluuppskrift á gottimatinn.is og séu á fullu í undirbúningnum. „Maður er heillengi að undirbúa svona ferð. Við erum búin að vera að hugsa um þetta í svona sjö eða átta ár en tókum ákvörðun síðast- liðið vor. Þá sagði ég upp í leikhús- inu eða fékk öllu heldur að fara í launalaust leyfi sem er opið í hinn endann vegna þess að ég veit ekki hvenær ég kem til baka.“ Þetta byrjaði með því að raða vetrinum þannig saman að ég gæti farið og svo datt Ormstunga inn og það er alger guðsgjöf vegna þess að við vonumst náttúrlega til að geta leikið hana mikið.“ Ormstunga verður síðasta stóra verkefnið hjá Dóru áður en þau halda af stað. „Ég tek ekki meira að mér nema ég fái rosalega vel borgað fyrir það þannig að ég geti verið lengur í burtu,“ segir Dóra og hlær. „Ég er enn að leika í Gullregni eftir Ragn- ar Braga, síðan bætist Ormstunga við og kannski einhver smáverk- efni. Ég er líka að fara að kenna í Leiklistarskólanum og finnst það rosalega spennandi.“ Dóra segist hafa alla tíð síðan í æsku verið mjög upptekin af fjár- Ormstunga Gunnlaugs saga er saga um ástir og afbrýði. Fyrsti og langfrægasti ást- arþríhyrningur heimsbókmenntanna. Þar er rakin saga skáldsins Gunnlaugs Ormstungu frá Hvítársíðu, Helgu fögru úr Borgarnesi og Hrafns Önundar- sonar úr Mosfellssveit. Blóðugur harmleikur þar sem tvinnast saman mikið ofbeldi, mikil ást og vísnagerð. Leiksýningin er nákvæm endursögn Gunnlaugs sögu Ormstungu og þó um leið ærslafull yfirreið um menningar- heim Norðurlanda að fornu og nýju. hagslegu öryggi og sjálfstæði í fjár- málum þannig að stóra skrefið fyrir hana var ekki að panta heimsreisu heldur að sleppa vinnunni sem hún hefur haft í á sautjánda ár. Hún hafi því fyrst sagt starfi sínu lausu og keypti síðan heimsreisuna en ekki öfugt eins og ætla mætti. „Mér fannst ég vera rosalega hugrökk að gera þetta eftir að hafa verið fastráðin í sextán ár. Þetta var stóra skrefið mitt og eftir það hugsaði ég með mér að nú gæti ég farið í heimsreisu. Ég þurfti fyrst að sleppa öryggissúlunni minni. Mín áskorun var að komast yfir að hafa áhyggjur af þessu fjárhagslega. Að treysta því að þetta verði í lagi. Við eigum líka hús sem við getum þá alltaf selt,“ segir Dóra sem getur nú haldið næstum óttalaus út í hinn stóra heim. Saknar bara stóru barnanna Dóra segist alls ekki kvíða því að skilja allt og alla eftir að baki sér og halda í langa heimsreisuna. „Nei. Það er sko alls enginn kvíði. Við fórum til Frakklands í hálft ár fyrir fjórum árum og ég saknaði einskis. Það var bara haft örlítið samband, bara svona eins og í gamla daga. Það var ofsalega gott og póstar og símtöl urðu miklu þykkari fyrir vik- ið. Þá fundum við líka hvað okkur fannst gott að vera saman og þetta var svona eins og æfing fyrir lengri ferð. Okkur fannst þetta gott. Að vísu verða stóru börnin eftir. Þau eru orðin fullorðin og gætu aldrei verið svona lengi með okkur og þau eru eiginlega það eina sem ég mun sakna. Þau myndu alveg fríka út á okkur en litlu börnin vilja ennþá vera með okkur. Við erum ennþá kóngurinn og drottningin í ríki þeirra. En við erum fallin hjá eldri börnunum okkar sem eru öll komin yfir tvítugt og eru að byggja upp sín eigin konungsríki.“ Hjónin fundu ferðaskrifstofu í London sem setti ferðina saman fyrir þau eftir að þau höfðu valið áfangastaðina. „Við treystum þeim alveg fyrir þessu. Fljúgum bara út á sólstöðum og verðum að vera komin heim innan eins árs. En megum breyta dagsetningunum á millilandaflugi. Við byrjum í Ekva- dor, síðan eru það Perú, Páskaeyjar, Tahíti, Nýja-Sjáland, Ástralía og loks Taíland. Við settum Taíland á endann þannig að ef peningarnir eru alveg að verða búnir þá er í það minnsta ódýrt að lifa þar. Við verðum svo bara að vera opin fyrir því að kannski virkar þetta bara ekki og við komum heim eftir hálft ár. En ég held ekki. Ég held við komum í fyrsta lagi heim eftir átta mánuði,“ segir Dóra sem segir að þetta verði „sko hættulegt en spennandi.“ Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Halldóra Geirharðsdóttir er orðinn 45 ára og segir tímabært að stökkva af hringekjunni. Hún ætlar því að taka sér ár í heimsreisu með eiginmanni sínum og yngstu börnunum tveimur. Ljósmynd/Hari viðtal 31 Helgin 8.-10. febrúar 2013
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.