Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 32
meirihluti þeirra í gegnum Frakk- land. Sem dæmi má nefna að klass- ískar plötur eru gefnar út í kringum 1000 eintökum hér á landi. Nú er loksins hægt að nálgast plötuna á nýjan leik, en þó er umslagið með örlítið frábrugðnu sniði svo að fyrri útgáfan tapi ekki gildi sínu. Í nægu að snúast heima og ytra Sverrir situr ekki auðum höndum þrátt fyrir að hafa unnið málaferlin en hann vinnur nú að margvís- legum verkefnum utan landstein- anna, en í kjölfar kvikmyndarinnar Walking on Sound, sem var unnin í samstarfi við japanska listamann- inn Stomu Yamash´ta og leikstjór- ann Jacques Debs, er komið að viðamiklu verkefni sem tengist 4 heimildarkvikmyndum sem ferðast í gegnum Líbanon, Armeníu, Eþí- ópíu og Indland. Sverrir flýgur fyrst til Parísar og starfar þar með hinu virta tónskáldi Zad Moultaka og leikstjóranum J. Debs. Einnig vinnur Sverrir að kynn- ingu á verkinu Naddi fyrir stórar listahátíðir, ásamt Huga Guð- mundssyni og Guðmundi Vigni sem einnig er þekktur undir nafn- inu Kippi kaninus. Hann æfir svo nýja óperu John Speight og rithöf- undinn Böðvar Guðmundsson sem byggð er á ævintýrinu um Lísu í Undralandi. „Við erum byrjuð að læra fyrri hlutann og það má segja að við fáum þetta matreitt beint úr ofn- inum frá John. Verkið er ennþá í mótun og slík vinnubrögð eru mjög algeng allt í kringum okkur. Þetta þekkist varla hér, eða að verið sé að frumflytja nýjar óperur. Nýlega fór ég til London og lenti þar á árlegu „óperufestivali“ fyrir tilviljum. Þar voru frumfluttar 25 nýjar óperur af öllum toga.“ Sverrir segir listformið til- valið fyrir Ísland, það vanti bara að kveikja áhugann á því snemma. „Það má gera jafnt í uppeldi sem skólastarfi. Við erum allt of upp- tekin af því að troða efni í hausana á krökkunum og sköpunarþörf þeirra fær því ekki að njóta sín," segir Sverrir og bætir við að með því að virkja sköpunarkraft og ýta undir sjálfstæði hvers og eins með sköp- un megi koma í veg fyrir margt slæmt sem finnist í samfélaginu. „Það er eins og við séum hjarð- dýr og allir eigi fylgja forystusauðn- um.“ Hann nefnir sem dæmi um slæma hjarðhegðun, hrunið. „Hvað gerðist ekki hér í aðdraganda þess og er það ekki það nákvæmlega sama og má greina nú, stuttu fyrir kosningar? Hjólin eru farin að snú- ast upp á nýtt. Það er til að mynda kippur í verslun út af Icesave-dómn- um. Einhverjir fagna því, en í raun situr fullt af fólki eftir með sárt ennið í útlöndum vegna dómsins. Við verðum að gæta þess hvert við erum að þróast.“ Sverrir segir að ekki aðeins útrásavíkingum og stjórnmála- fólki sé um að kenna hvernig fór og saman verðum við sem þjóð að hætta að benda á einhvern sem sökudólg. „Það er endalaus krafa að hinn og þessi segi af sér, en það liggur við að þjóðin ætti að segja af sér. Við þurfum að hugsa allt upp á nýtt. Það er erfitt að stækka sjóndeildar- hringinn og sjá í gegnum þetta stríð sem er háð á hverjum degi með orðum. Við þurfum öll að líta í eigin barm.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is É g frétti af því að platan gengi vel hjá útgefandanum, án þess þó að fylgjast neitt sér- staklega vel með því. Síðan sam- einast sú útgáfa Naive útgáfunni, en hún er mjög stór í sniðum. Ég var þá sjálfur á leiðinni í hljómleika- ferðalag til 15 borga í Japan og mig langaði að kynna plötuna í leiðinni. Ég átti rétt á því að kaupa Epitaph ódýrt af útgefanda og fór því af stað og hugðist kaupa um 100 eintök.“ Það kom hins vegar á daginn að plata Sverris Guðjónssonar söngvara hafði selst upp og aðeins var eitt eintak var eftir. Sjálfur átti hann líka aðeins eitt eintak og reyndi hann því að hafa upp á þeim eintökum sem til voru á netinu og komst þá að því að verð plötunnar hafði rokið upp eða í 300 dollara, um 37 þúsund krónur íslenskar. „Þetta var bæði ánægjulegt og svo erfitt því að þarna hófst langt ferli við að fá höfundarréttinn minn til baka. Það er mikill áhugi fyrir þessari arfleifð og hefur aukist á síðustu árum. Þess vegna finnst mér þessi útgáfa mikilvægt inn- legg í þá bylgju, þrátt fyrir að hafa komið aðeins á undan. Hún hafði samt langan aðdraganda og það má segja að hún sé mitt lífsverkefni,“ segir Sverrir. Hann ráðleggur þeim sem í út- gáfu standa að standa vörð um rétt sinn. „Vegna þess að tónlist af klassískum meiði er erfiðara að markaðssetja þá skil ég vel að fólk láti undan þrýstingi markaðsafl- anna. Á sínum tíma var mikilvægt fyrir mig að komast í þannig útgáfu að plötunni yrði dreift sem víðast. Því skrifaði ég undir samning þar sem gaf eftir rétt minn, en það var farið fram á það í samningi. Svo reiknaði ég ekki með því að platan seldist upp jafn fljótt.“ Alls fóru í kringum 12 þúsund eintök af plötunni á alþjóðavísu, „Það er erfitt að stækka sjóndeildarhringinn og sjá í gegnum þetta stríð sem er háð á hverjum degi með orðum.“ Söngvarinn Sverrir Guðjónsson hefur staðið í ströngu undan- farið en hann hafði á dögunum betur í málaferlum við stórt útgáfufyrirtæki í Frakklandi um framleiðslurétt á plötu sinni Epitaph sem kom út árið 1999. Hann segir mikilvægt að virkja sköpunarkraft í börnum og ýta undir sjálfstæði þeirra. Einnig að þjóðinni beri að líta í eigin barm við uppgjör hruns. Plata Sverris Guðjónssonar hefur loks ratað til síns heima og hefur verið gefin út í öðru upplagi. Hann situr ekki auðum höndum og undirbýr ferðalag vegna samstarfs sem tengist gerð fjögurra heimildarkvikmynda. Ljósmyndir/Hari Mikilvægt að líta í eigin barm 32 viðtal Helgin 8.-10. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.