Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 08.02.2013, Blaðsíða 34
Dagskrá: Skúli Helgason, alþingismaður Allir stundi nám og vinnu við sitt hæfi. Kynning á skýrslu starfshóps. Svana Helen Björnsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins Bilið sem þarf að brúa. Iðunn Kjartansdóttir, náms- og starfsráðgjafi hjá Iðunni Hvað hefur áhrif á námsval iðn- og verknáms- nemenda? Heiður Agnes Björnsdóttir, Cand Oecon, MBA Aðferðafræði og framkvæmd markaðssetningar iðn-, verk- og tæknináms. Einar Ben, MA í almannatengslum Samfélagsmiðlar - nýjungar í notkun og fræðslu. Umræður í hópum Ráðstefnustjóri: Baldur Gíslason, stjórnar- formaður Iðnmenntar og skólameistari Tækni- skólans Skráning á skrifstofu Iðnmenntar, í síma 517-7200 eða á netfanginu heidar@idnu.is. iðn-, verk- og tæknináms Markaðs- setning Ráðstefna IÐNMENNTAR 2013 Hilton Reykjavík Nordica 8. feb. kl. 13–16 M argt fólk bíður í tíu jafnvel tuttugu ár eftir réttri greiningu. Ég ætla ekki að vera ein af þeim og sé í raun ekki tilganginn með því. Ég nenni ekki að sitja heima og velta mér upp úr því sem gæti verið að. Stundum er það bara gott að ekki vita,“ segir Anna Margrét Gunnarsdótt- ir, sem tók á mót blaðakonu á Hámusvæði Háskólans, en þar nemur hún viðskiptafræði. „Heimur peninganna þar sem allir eru ei- lífir,“ útskýrir hún kímin. MS, sýking eða Munchausen Vorið 2010 byrjaði Anna Margrét að kenna meins í annarri hendinni. „Mér leið svona eins og húðin hefði verið rifin af mér og sveið alveg ótrúlega, það mátti ekki snerta mig og ég átti erfitt með að vera í síðerma bolum. Ég var svona í um mánuð og fór þá loksins til læknis, en það er mjög erfitt að fá tíma hjá sérfræðingum, það er væntanlega nóg að gera hjá þeim. Það kom ekki margt út úr þessari fyrstu heimsókn minni, enda lærði ég það fljótlega að læknar vinna svolítið eftir útilokunaraðferðinni.“ Fljótlega fór meinið að ágerast og Anna missti að endingu alla tilfinn- ingu hægra megin í líkamanum. „Ef ég stakk fingrinum í naflann á mér þá fann ég bara fyrir því vinstra megin.“ Í kjölfar þessa upphófust miklar rannsóknir þar sem allir möguleikar voru skoðaðir. „Ég fékk stundum á tilfinninguna að þeir væru að láta sér detta það allra súrasta í hug, svona til þess að vera vissir. Ég fór í blóð- prufur og línurit og sex sinnum í svona risaskanna sem er eins og geimskip sem veldur mikilli innilok- unarkennd. Allir spurðu allskonar skrít- inna spurninga. Ég fann það af hve mikilli einlægni þá langaði að finna þetta út. En þeir eru samt ekki „húmanískasta“ stétt í heim- inum og stundum leið mér eins og hlut frekar en manneskju með tilfinningar.“ Anna Margrét segir að það hafi hvarflað að sér að hún væri ímyndunarveik og við tók tímabil af sjálfsgreiningum í gegnum inter- netið en hún segir að slíkt sé afar hættulegt sálarlífinu. „Ég „googlaði“ mig í gegnum hinar ýmsu sjúkdómsgreiningar og var að lokum búin að greina sjálfa mig með Munchausen heil- kenni. Loks fyrir einhverja tilviljun var ég send í röntgenmyndatöku og þá loks kom í ljós agnarsmár blettur á mænu, í öðrum hryggjarlið.“ Anna segir að hún hafi í kjölfarið verið kölluð til fundar lækna sem tilkynntu henni þungir á brún hvers eðlis var. „Þeir sögðu mér að blettur sem þessi gæti verið tilkominn vegna einhverrar óþekktar sýkingar eða jafnvel byrjunin á MS–sjúk- dómi. En til þess að fá MS greint þá þarft þú samt að vera komin með tvo bletti. Eftir þetta var ég enn stærra spurningamerki og hálf miður mín ég pældi mikið og velti mér upp úr þessu,“ segir Anna. Sú tilfinning hafi þó fljótlega horfið og hún farið að hugsa sig um. „Hvaðan kemur þessi þörf okkar að fá að vita allt um annað fólk og ekki síst okkur sjálf. Ég spurði mig hvort við gætum ekki haldið einhverjum hluta framtíðarinnar sveipuðum hulu? Eða þurfum við að rífa hana af undireins og afhjúpa öll okkar mál og svo bara „shareað“ á Facebook. Þannig vildi ég ekki eyða dýrmætum tíma mínum. Sumt fólk bíður og bíður í tugi ára eftir því að fá sjúkdómsgreiningu en gleymir að lifa á meðan og ég ætlaði ekki að vera ein þeirra. Mín „fílósófía“ er sú að ég sé í raun heppin að vita ekki neitt því þá er auðveldara að sleppa tökunum og mig langar að halda því þannig. Mig langar því ekki að vita hvað er að mér því það hefur ekkert upp á sig nema veröld sjálfsvorkunnar. Við erum öll dauðleg og tími okkar mislangur. Það hefur því ekkert upp á sig að telja niður.“ Vil ekki láta vorkenna mér Anna Margrét segist lifa í ágætis samlyndi við mænublettinn, sem minnir þó reglulega á sig með tilfinningaleysi eða miklum og nístandi sársauka. En hún fæst við það af æðruleysi. „Ég fékk smá kast í gær og talaði við vinkonu í kjölfarið sem varð mjög alvarleg og vorkenndi mér voðalega. Það er samt ekki það sem ég vil, að láta vorkenna mér. Ég er dauðleg eins og við öll og það er mikilvægt að sættast bara við það strax. Þá fyrst ferðu að njóta lífsins.“ María Lilja Þrastardóttir marialilja@frettatiminn.is Vill ekki sjúkdómsgreiningu Anna Margrét Gunnarsdóttir er tuttugu og fimm ára háskólastúdína. Hún hefur síðan árið 2010 fundið fyrir dularfullum áhrifum kvilla sem ekki hefur tekist að greina að fullu. Hún byrjaði að missa tilfinningu í vinstri hliðinni og á tímabili fann hún ekkert öðru megin. Upphófust miklar rannsóknir og eftir nokkurra ára leit fannst lítill blettur á mænu hennar, en ástæðan óþekkt. Hún hefur ákveðið að hætta leitinni og halda áfram lífinu í samfloti við blettinn. Ef ég stakk fingrinum í naflann á mér þá fann ég bara fyrir því vinstra megin. Anna Margrét fór í margar rannsóknir áður en bletturinn fannst. Nú vill hún ekkert vita á honum frekari deili, það sé til- gangslaust að bíða eftir greiningu. Ljósmynd/Nordic Photos/Getty Imagges Anna Margrét er með dularfullan blett á mænunni sem gerir það að verkum að hún missir alla tilfinningu í útlimum eða finnur fyrir hræðilegum sársauka. Hún vill ekki sjúkdómsgreiningu og ætlar að lifa með blettinum. Ljósmynd/Hari KjúKlingamáltíð fyrir 4 Grillaður kjúklingur – heill Franskar kartöflur – 500 g Kjúklingasósa – heit, 150 g Coke – 2 lítrar* *Coca-Cola, Coke Light eða Coke Zero 1990,- Verð aðeins + 1 flaska af 2 L H a m r a b o r g – N ó a t ú n 1 7 – H r i n g b r a u t – A u s t u r v e r – G r a f a r h o l t 34 viðtal Helgin 8.-10. febrúar 2013
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.