Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.02.2013, Page 41

Fréttatíminn - 08.02.2013, Page 41
heilsa 41Helgin 8.-10. febrúar 2013 Hvað getur NutriLenk gert fyrir þig? Liður með slitnum brjóskvef Heilbrigður liður NÁTTÚRULEGT FYRIR LIÐINA Brjóskskemmdir urðu til þess að ég hætti að geta gert ýmsa hluti sem ég gat áður eins og að hlaupa og öll almenn leikfimi varð ofraun fyrir hnéð. Ég starfa mikið við kennslu/þjálfun sem kostar miklar stöður, átti hnéð til að bólgna mikið upp. Góður vinur benti mér svo á NutriLenk Gold. Fór strax að geta reynt á hnéð eftir að ég byrjaði á NutriLenk Nánast strax eftir að ég fór að nota NutriLenk fann ég mikinn mun, fór strax að geta reynt meira á hnéð. Nú get ég æft af fullri ákefð eins og mér einum er lagið og er ekkert mál að þola langar stöður þegar ég er að kenna og þjálfa. Það er klárt mál að þetta efni er að virka, því ef ég sleppi að taka það inn þá finn ég aftur fyrir óþægindum í hnénu. Ég mæli eindregið með því að fólk prófi NutriLenk sem er að kljást við liðverki og brjóskskemmdir og finni hvort að það virki. Þetta er toppefni og náttúrulegt í þokkabót. Jón Halldórsson - Dale Carnegie þjálfari / ráðgjafi. 42 ára Brjóskskemmdir í hné hömluðu hreyfingu Fyrir átta árum var ég í veiði - datt og laskaðist á hné. NutriLenk er fáanlegt í flestum apótekum, heilsubúðum, Fræinu Fjarðarkaupum, Hagkaup, Krónunni, Þín verslun Seljabraut og Vöruvali Vestmanneyjum NUTRILENK NÁTTÚRLEGT BYGGINGAREFNI FYRIR BRJÓSKVEFINN Skráðu þig á facebook síðuna Nutrilenk fyrir liðina - því getur fylgt heppni! P R E N T U N .IS Nánari upplýsingar á www.gengurvel.is Við mikið álag og með árunum getur brjósk- vefurinn rýrnað sem veldur því að liðirnir slitna. Þetta er náttúrulegt ferli. Mjög margir finna fyrir miklum óþægindum þegar beinin byrja að núast saman, sérstaklega í liðamótum eins og í mjöðmum, hryggjar og hnjáliðum. Þess vegna er allt til vinnandi að styrkja liðbrjóskið á náttúrulegan hátt. Náttúrulegt byggingarefni fyrir liðbrjóskið og beinin NutriLenk inniheldur náttúrulegt byggingarefni fyrir brjóskvefinn og er mjög góður valkostur fyrir þá sem þjást af minnkuðu liðbrjóski. Unnið úr sérvöldum fiskibeinum úr hafinu sem hefur sýnt fram á að vera fyrsta flokks byggingarefni til að styðja við brjóskvefinn og viðhalda honum. NutriLenk hefur hjálpað fjölmörgu fólki. NutriLenk er 100% náttúruleg vara sem er mjög gagnleg þeim sem þjást af brjóskvefsrýrnun. Prófið sjálf-upplifið breytinguna! Holl súkkulaði- kaka með kúrbít Kúrbítur er mörgum framandi í matargerð en allar gerðir kúrbíta innihalda mikið af steinefnum. Hann er ríkur af kalíum, A og D vítamíni og einnig fólínsýru, sem er nauðsyn- leg konum á meðgöngu. Hátt vatns- innihald, eða um 95 prósent, gerir kúrbítinn tilvalinn í matargerð til dæmis fyrir fólk sem vill grenna sig en í 100 grömmum eru aðeins um 15 hitaeiningar. Í berkinum er einnig mikið af næringarefnum þannig það er nauðsynlegt að þvo kúrbítinn vel, en ekki skræla hann. Í honum er engin fita og ekkert kólesteról. Fá okkar hafa hugmyndaflug í mat- reiðsluaðferðir á þessu framandi grænmeti og fæst vita að hann er kjörinn viðbót í brauð og jafnvel súkkulaðikökur. Hér er uppskrift að gómsætri og hollri súkkulaði köku með kúrbít. Það sem þarf: • 1/2 bolli rifinn kúrbítur • 1 bolli heilhveiti • 1/2 bolli ósætt kakóduft • 1 tsk matarsódi • 1/4 tsk lyftiduft • 1/4 tsk salt • 1/4 tsk kanill • 1 stór banani • 1/4 bolli agave eða 1/2 bolli hrá- sykur (má nota annað sætuefni til dæmis nokkra dropa af Stevia) • 1/2 bolli canola olía, eða önnur sambærileg bragðlítil olía • 1/2 tsk vanilla • 1/2 bolli þurrkuð trönuber, eða önnur ber eftir smekk Aðferð: Hitið ofninn í 180 gráður. Blandið þurrefnunum saman í sér skál. Stappið banana saman við agave, olíu og vanillu. Bætið kúrbítnum saman við og blandið vel inn í maukið. Setjið maukið svo loks í skálina með þurrefnunum og hrærið vel. Bakið í smurðu brauðformi í um 40 mínútur. Magaæfingar í heita pottinum Æfingar í vatni eru mjög áhrifaríkar og þægilegar í fram- kvæmd þar sem vatnið gerir allar hreyfingar mun auðveld- ari. Æfingarnar geta verið margvíslegar. Þessar auðveldu magaæfingar er bæði hægt að gera í pottinum sem og lauginni. Stattu með bakið upp að bakkanum á lauginni/pottinum og tylltu olnbogunum á bakkann. Lyftu fótunum, beinum hægt og rólega upp í níutíu gráður og haltu þeim þannig í tíu sekúndur. Beygðu svo kálfana til baka og láttu fæturna síga niður á ný. Endurtaktu eftir getu. 69% ... kvenna á höfuðborgar- svæðinu lesa Fréttatímann* *konur 25 – 80 ára á höfuðborgarsvæðinu. Capacent júlí-sept. 2012

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.