Fréttatíminn


Fréttatíminn - 08.02.2013, Síða 52

Fréttatíminn - 08.02.2013, Síða 52
52 bíó Helgin 8.-10. febrúar 2013 Ég er stolt af mynd- inni og ég stend við hana, algjör- lega.  Zero Dar k ThirT y k aThryn Bigelow sTuðar s jálfsagt er óþarfi að eyða mikilli prent­svertu í að rifja upp hefndaræðið sem rann á Bandaríkjamenn eftir hryðju­ verka árásirnar þann 11. september 2001. Ekki sér enn fyrir endann á afleiðingum innrásanna í Afganistan og Írak sem fylgdu í kjölfarið en hefndarþorstanum varð ekki svalað almennilega fyrr en fregnir bárust að af því á fyrstu dögum maímánaðar að sér­ sveit Bandaríkjahers, SEAL Team Six,hefði drepið Osama bin Laden í árás á felustað hans í Pakistan. Barrack Obama, forseti Bandaríkjanna og handhafi friðarverðlauna Nóbels, greindi þjóð sinni og umheiminum frá drápinu og lét það fylgja sögunni að rétt­ lætinu hefði verið fullnægt. Zero Dark Thirty segir frá leitinni að bin Laden sem stóð í tíu ár. Myndin hefst á raunverulegum hljóðupptökum og síð­ ustu símtölum fólks sem fórst í árásinni á tvíburaturnanna og lýkur með árás Team Six á fylgsni bin Ladens. Zero Dark Thirty fylgir CIA­konunni Maya, sem Chastain leikur, og framlagi hennar til leitarinnar að bin Laden en hún leggur líf og sál undir. Zero Dark Thirty er mjög umdeild og Bige­ low og handritshöfundi hennar, Mark Boal, hefur verið legið á hálsi fyrir að fara rangt með staðreyndir og CIA hefur meðal annars alfarið hafnað því að beita pyntingum eins og þeim sem sýndar eru í myndinni. Bigelow stendur fast við sitt og segir myndina raun­ sanna. „Mér finnst við hafa náð þessu rétt. Ég er stolt af myndinni og ég stend við hana, algjör­ lega. Ég held að þetta sé mjög mórölsk mynd sem veki upp spurningar um valdbeitingu. Hún vekur upp spurningar um hvað var gert í nafni þess að finna bin Laden,“ segir Bigelow í viðtali við Time en hún hefur bæði orðið fyrir gagnrýni frá CIA og þingnefnd sem hefur með leyniþjónustuna að gera fyrir að gera allt of mikið úr pyntingum stofnunarinn­ ar og þætti þeirra í að finna bin Laden og frá fólki sem finnst myndin upphefja pyntingar og réttlæta beitingu þeirra. Kathryn Bigelow er um margt merkileg kvikmyndagerðarkona sem virðist hafa fund­ ið fjölina sína á síðustu árum með því að taka fyrir raunveruleg samtímaefni sem tengjast stríðsrekstri Bandaríkjamanna í kjölfar árás­ anna þann 11. september. Árið 1989 sendi Bigelow frá sér hina miðl­ ungsgóðu Blue Steel þar sem Jamie Lee Curtis lék lögreglukonu sem átti í erfiðleik­ um í starfi auk þess sem hún var með sturl­ aðan ellihrelli á hælunum. 1991 sendi hún frá sér brimbrettaspennumyndina Point Break með Patrick Swayze og Keanu Reeves í aðal­ hlutverkum og 1995 kom framtíðar spennu­ sýran Strange Days með Ralph Fiennes í að­ alhlutverki. Bigelow var til skamms tíma gift ofurleikstjóranum James Cameron (Termina­ tor, Aliens, Titanic, Avatar) og hann fram­ leiddi Point Break og Strange Days og tók þátt í að skrifa handrit þeirrar síðarnefndu. Árið 2002 gerði Bigelow kafbátamyndina K­19: The Widowmaker með Harrison Ford í aðalhlutverkinu og Ingvari E. Sigurðssyni í litlu aukahlutverki. Myndin olli vonbrigðum og hún sendi ekki frá sér mynd í fullri lengd fyrr en The Hurt Locker kom árið 2008 og skilaði henni óskarsverðlaunum fyrir leik­ stjórn auk þess sem The Hurt Locker var valin besta myndin. The Hurt Locker segir frá störfum sprengjuleitardeildar bandaríska hersins í Bagdad. Blaðamaðurinn Mark Boal skrifaði handrit The Hurt Locker en samstarf Bige­ low og hans hefur verið farsælt þar sem hann á einnig heiðurinn af umdeildu handriti Zero Dark Thirty. Nýjasta mynd leikstjórans Kathryn Bigelow, Zero Dark Thirty, er komin í kvikmyndahús í Reykja- vík. Myndin segir frá leit CIA að Osama bin Laden sem lauk með því að Al-Kaída-leiðtoginn var veginn í Pakistan í byrjun maí árið 2011. Myndin er tilnefnd til fimm óskarsverðlauna, þar á meðal sem besta myndin og Jessica Chastain er tilnefnd sem besta leikkonan í aðalhlutverki fyrir túlkun sína á harðri CIA-konu sem leggur allt undir og leitar Osama af einurð og festu. Chastain hlaut einnig Golden Globe verðlaun fyrir leik á dögunum. Þórarinn Þórarinsson toti@frettatiminn.is Osama í hel komið Jessica Chastain leikur CIA-konuna Mayju sem gengur nærri sjálfri sér í leitinni að Osama bin Laden í Zero Dark Thirty. Sagan segir að persónan sé byggð á raunverulegri konu en ekki sé hægt að greina frá því hver hún er. Gömlu kaldastr íðshet jurnar, Sylvester Stallone og Arnold Schwarzenegger, sem áttu sína gullöld í kringum níunda áratug síðustu aldar eru ekki dauðir úr öllum æðum og fljóta enn á fornri frægð. Arnold mætti til leiks í kvik­ myndahús í Reykjavík í síðustu viku í The Last Stand og nú er for­ inginn Stallone kominn úr að ofan og hnyklar vöðvana í spennumynd­ inni Bullet to the Head. Stallone leikur leigumorðingja sem kálar spilltri löggu. Í kjölfarið dúkkar stórhættulegur málaliði upp og drepur félaga Stallones. Lögreglumaður nokkur sér teng­ ingu á milli drápsins á spilltu lögg­ unni og félaga Stallones. Hann hef­ ur því upp á okkar manni og þeir snúa bökum saman, annars vegar til þess að komast að hinu sanna og hins vegar til þess að koma fram hefndum. Gamli jaxlinn Walter Hill leik­ stýrir myndinni. Ferill hans hef­ ur verið býsna brokkgengur og í seinni tíð er helst að fólk muni eftir mynd hans Last Man Standing með Bruce Willis en besta mynd Hills er án efa 48. Hrs frá árinu 1982 með þeim Nick Nolte og Eddie Murphy í toppformi. Aðrir miðlar: Imdb: 6.5, Rotten Tom- atoes: 46, Metacritic: 48 Hvert mannsbarn hlýtur að kannast við söguna um systkinin Grétu og Hans sem týndust úti í skógi, fundu sælkerahús sem var girnilegra en nammibarinn í Hag- kaupum og enduðu í kjölfarið næstum sem aðalréttur hjá norninni sem þar réði húsum. Myndin Hansel and Gretel: Witch Hunters fjallar um systkinin þegar þau eru vaxinn úr grasi. Skelfileg lífsreynsla þeirra í æsku hefur haft svo mótandi áhrif á þau að þau ferðast um svartleðruð og grá fyrir járnum, elta uppi nornir og drepa þær. Þeim hefur gengið býsna vel í hreinsunarstarfinu en leikar æsast þegar þau halda til þorps sem sagt er umsetið nornum sem hafði rænt fimm börnum. En ekki er allt sem sýnist. Jeremy Renner og Gemma Arterton leika Hans og Grétu en meðal annarra leikara í myndinni eru hin stórfínu Famke Janssen og Peter Stormare. Aðrir miðlar: Imdb: 6.5, Rotten Tom- atoes: 15%, Metacritic: 21%  nornaveiðar grimms-ævinTýri poppað upp Hans og Gréta grípa til vopna Hans og Gréta eru orðin stór og nornirnar mega vara sig.  FrumsýnD BulleT To The heaD Stallone í vígahug Sly er aðeins farinn að láta á sjá en gefur ekkert eftir þótt hann sé kominn á sjötugsaldurinn. MEÐ STUÐNINGI REYKJAVÍKURBORGAR OG KVIKMYNDAMIÐSTÖÐVAR ÍSLANDS  MIÐASALA: 412 7711 KOMDU Í KLÚBBINN! bioparadis.is/klubburinn SKÓLANEMAR: 25% afsláttur gegn framvísun skírteinis! NÝTT Í BÍÓ PARADÍS SJÁ SÝNINGARTÍMA Á BIOPARADIS.IS OG MIDI.IS CHAPLIN: CITY LIGHTS ÞRJÚBÍÓ SUNNUDAG | 950 KR. INN HVELLUR HEIMILDAMYNDIN UM LAXÁRDEILUNA SEM HEFUR SLEGIÐ Í GEGN! ****- Rás 2 *****-Morgunblaðið ****- Fréttablaðið MEÐLIMUR Í TILBOÐ á 1 lítra Kókómjólk

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.