Skinfaxi - 01.11.2014, Síða 26
26 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands
T aekwondo hefur verið stundað á Íslandi frá árinu 1974. Í fyrstu var taekwondo aðeins stundað á Keflavíkurvelli. Árin 1974 til 1978 var félagið Toraki Taekwondo Club
keyrt áfram af Ron Hartman. Þar æfðu
bæði Bandaríkjamenn og Íslendingar.
Fyrsta alíslenska félagið, Dreki, var
stofnað af Master Steven Leo Hall í Hafnar-
firði árið 1987. Árið 1990 var Taekwondo-
deild ÍR stofnuð af Master Michael Jörgen-
sen, Kolbeini Blandon og Ólafi William
Hand. Sama ár var Kvondonefnd Íslands
stofnuð innan Íþróttasambands Íslands.
Árið 1991 byrjuðu Master Michael Jörgen-
sen og Ólafur Björn Björnsson að kenna
taekwondo í Gallerí Sport. Einherjar komu
til sögunnar með Ægi Sverrissyni árið 1993
og Taekwondodeild Fjölnis var stofnuð
árið eftir undir umsjón Sigursteins Snorra-
sonar. Taekwondofélag Ármanns var svo
stofnað í janúar 1995 af Master Michael
Jörgensen og Ólafi William Hand. Í septem-
ber 1998 stofnaði Sverrir Tryggvason Tae-
kwondodeild HK og sama ár var Tae-
kwondodeild Þórs á Akureyri stofnuð af
Magnúsi Rönnlund, Sigurbirni Gunnars-
syni og Ármanni P. Ágústssyni. Árið 2000
stofnuðu þau Hulda Sólveig Jóhannsdóttir
og Jón Ragnar Gunnarsson Taekwondodeild
Bjarkar í Hafnafirði. Sama ár stofnuðu þeir
Sigursteinn Snorrason og Normandy Del
Rosario Taekwondodeild Keflavíkur.
Á ársþingi ÍSÍ þann 28. apríl 2002 var Tae-
kwondosambands Íslands stofnað og fékk
sambandið skammstöfunina TKÍ. Með þessu
varð íþróttin fullgild innan Íþróttasam-
bands Íslands. Stofnfundur sambandsins
var haldinn 17. september 2002 og var
Snorri Hjaltason kosinn fyrsti formaður.
Á fundinum var ný táknmynd TKÍ, hönn-
uð af Erlingi Jónssyni, einnig samþykkt.
Taekwondofélagið Afturelding var stofnað
2002 af Sigursteini Snorrasyni. Árið 2003
var Taekwondofélag Selfoss stofnað að
hans tilstuðlan. Deildin var fyrst undir-
deild Fjölnis en varð síðan Taekwondo-
deild Umf. Selfoss 2008. Árið 2005 stofn-
uðu þeir Hlynur Gissurarson og Kjartan
Sigurðsson Taekwondodeild Fram. Yngsta
Taekwondofélagið er Taekwondodeild
KR, en hún var stofnuð 2006 af Sigursteini
Snorrasyni.
Í dag eru eftirtalin taekwondofélög
starfandi: Afturelding, Ármann, Björk,
Fjölnir, Fram, ÍR, Keflavík, KR, Selfoss,
Stjarnan og Þór.
Saga taekwondoíþróttarinnar á Íslandi
Taekwondosamband Íslands
TKÍ
LEIGJUM ÚT OG ÞJÓNUSTUM VATNSSALERNI
á íþróttamót og hverskyns mannam ót
Borgarflöt 15 :: 550 Sauðárkrókur
Sími: 891 9181 :: Fax: 453 5778
Netfang: okgam@simnet.is
NÝ
PR
EN
T