Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2014, Blaðsíða 27

Skinfaxi - 01.11.2014, Blaðsíða 27
 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands 27 Á strós Brynjarsdóttir, 15 ára gömul taekwondostúlka úr Keflavík, hef- ur þrátt fyrir ungan aldur vakið mikla athygli fyrir framgöngu sína og er talin eitt mesta efni sem komið hefur fram í íþróttinni hér á landi. Ástrós var valin taekwondo- kona Íslands árið 2012 og 2013. Norðurlandameistari 2013 og 2014 Á árinu 2013 var hún valin besti keppand- inn á öllum bikarmótunum sem voru haldin, á Íslandsmótinu í tækni og á Reykjavik Inter- national games sem er alþjóðlegt mót. Ástrós varð Norðurlandameistari 2013 og 2014. Árið 2013 keppti hún auk þess á tveimur Evrópu- mótum og þremur alþjóðlegum mótum. Á þessu ári hefur hún náð mjög góðum árangri hér heima og erlendis og sérstaklega á tveim- ur heimsmeistaramótum sem haldin voru í Taiwan og í Mexíkó. Ástrós er, eins og áður sagði, mikið efni og hefur sýnt ótrúlegan vilja og framfarir. Hún hefur æft með ólympíukeppendum og heims- klassaþjálfurum, vakið athygli fyrir góða tækni hvar sem hún fer, og unnið hvert mótið á fætur öðru. Búin að æfa í bráðum átta ár „Ég hóf að æfa taekwondo í öðrum bekk í grunnskóla og er því búin að æfa í bráðum átta ár. Ástæðan fyrir því að ég fór í tae- kwondo var að stóri bróðir minn, Jón Steinar, æfði þessa íþrótt og mig langaði til að prófa. Eins byrjaði besta vinkona mín að æfa ein- mitt á þessum tíma og allt hafði þetta áhrif. Bróður minn er nýhættur að æfa en hann var mjög efnilegur og náði svarta beltinu,“ sagði Ástrós Brynjarsdóttir í samtali við Skinfaxa. Taekwondo er vinsæl íþrótt Ástrós sagði að tíminn í taekwondo væri búinn að vera ofsalega skemmtilegur. Hún prufaði að æfa körfubolta, fimleika, fótbolta og dans áður en hún ákvað að hella sér alfar- ið í taekwondo. Hún keppir í unglingaflokki 15–17 ára en oft keppir hún upp fyrir sig og þá í fullorðinsflokki. Þessi íþrótt er alltaf að verða vinsælli á Íslandi en á alþjóðavísu hefur taekwondo mikla útbreiðslu. Vann ríkjandi Evrópumeistara „Ég æfi á hverjum degi, einn og hálfan tíma í senn, en þegar styttist í mót æfi ég meira. Ég keppi á mörgum mótum hér heima og erlendis á hverju ári. Ég keppti á heimsmeist- aramótum í Taiwan og Mexíkó á þessu ári og var ánægð með frammistöðu mína. Á mót- inu vann ég í mínum aldursflokki ríkjandi Evrópumeistara,“ sagði Ástrós. Ég á mér draum - Hvernig sérðu framtíðina fyrir þér? Ertu búin að setja þér einhver markmið? „Það er mjög gott að æfa taekwondo á Íslandi og við erum eins og ein stór fjölskylda, samheldnin er mikil og sterk. Ég á mér draum og hef sett mér markmið að verða Evrópu- og heimsmeistari. Ég tel mig eiga góða mögu- leika á að komast á verðlaunapall á Evrópu- mótinu í mínum aldursflokki á næsta ári. Síðan hef ég sett stefnuna á Ólympíuleikana 2020,“ sagði Ástrós hress í bragði. Ástrós Brynjarsdóttir, 15 ára taekwondostúlka úr Keflavík: Gott að æfa taekwondo á Íslandi Ástrós ásamt íslensku keppendunum á Heimsmeistaramótinu 2014. Ástrós á landsliðsæfingu ásamt Edinu Lents þjálfara. Ástrós og Lisa Lents landsliðsþjálfari á heims- meistaramótinu. Ástrós á móti í Danmörku skömmu fyrir HM.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.