Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2014, Blaðsíða 6

Skinfaxi - 01.11.2014, Blaðsíða 6
6 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands Skinfaxi 4. tbl. 2014 Ritstjóri: Jón Kristján Sigurðsson. Ábyrgðarmaður: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ. Ljósmyndir: Jón Kristján Sigurðsson, Gunnar Gunnarsson, Engilbert Olgeirsson o.fl. Umbrot og hönnun: Indígó. Prentun: Ísafoldarprentsmiðja. Prófarkalestur: Helgi Magnússon. Auglýsingar: Miðlun ehf. og Gunnar Bender. Ritnefnd: Örn Guðnason formaður, Gunnar Gunnarsson, Berglind Ósk Agnarsdóttir, Pétur Arason og Jóhanna Hreiðarsdóttir. Skrifstofa UMFÍ/Skinfaxa: Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík. Sími: 568-2929 Netfang: umfi@umfi.is Heimasíða: www.umfi.is Starfsmenn UMFÍ: Sæmundur Runólfsson, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Kristján Sigurðsson, ritstjóri Skinfaxa og kynningarfulltrúi, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi, með aðsetur á Sauðárkróki, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi, Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. Stjórn UMFÍ: Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður, Haukur Valtýsson, varaformaður, Örn Guðnason, ritari, Helga Jóhannesdóttir, gjaldkeri, Hrönn Jónsdóttir, meðstjórnandi, Björg Jakobsdóttir, meðstjórnandi, Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi. Varastjórn UMFÍ: Ragnheiður Högnadóttir, Baldur Daníelsson, Kristinn Óskar Grétuson, Eyrún Harpa Hlynsdóttir. Forsíðumynd: Thelma Rut Hermannsdóttir hefur í nokkur ár verið ein fremsta fimleikakona landsins. Thelma Rut hefur þrívegis orðið Íslands- meistari í áhaldafimleikum og auk þess unnið til fjölda annarra verðlauna bæði hér heima og erlendis. Mikill uppgangur hefur verið í fimleikum hér á landi síðustu ár og vilja margir þakka það bættri aðstöðu sem fimleikafólk býr við. Árið 2014 er brátt á enda og þegar það gerist líta margir um öxl og fara yfir það sem hefur á dagana drifið. Knattspyrnulandslið okkar hefur heldur betur látið til sín taka í for- keppni Evrópukeppninnar, og er sem stendur í góðum séns að blanda sér í baráttuna um sæti í lokakeppni mótsins. Liðið hefur rokið upp styrk- leikalistann og hefur aldrei verið þar ofar. Þráðurinn verður tekinn upp að nýju í riðlinum í mars og verður ekki annað sagt en að liðsins bíði spennandi og skemmtilegir tímar. Karlalandslið okkar í körfuknatt- leik leikur í fyrsta sinn í úrslitakeppni Evrópumótsins. Þetta er árangur sem margan hafði dreymt um og er nú staðreynd. Ég held að margir geri sér ekki almennilega grein fyrir því hvílíkur árangur þetta er, því það er meira en að segja það að komast í þennan hóp. Metnaður og markmið leikmanna sem og forystumanna körfuboltans hér á landi er að skila þessum einstaka áfanga sem er sá stærsti í sögu körfuboltans á Íslandi. Framganga liðsins hefur vakið verð- skuldaða athygli á alþjóðavísu og trúa menn því vart að ekki stærri þjóð hafi unnið þetta ótrúlega afrek. Við höfum sjaldan eða aldrei átt jafn góða körfuboltamenn og margir eru atvinnumenn í íþrótt sinni hjá erlend- um félagsliðum. Allt þetta hefur sitt að segja og á stóran þátt i því að lið- ið komst alla leið í úrslitakeppnina. Í það minnsta getur þjóðin verið stolt af sínu liði en úrslitakeppnin verður haldin á fjórum stöðum næsta ár. Dregið verður í riðla núna í desem- ber. Það voru margir sem sáu fram á dökkan janúar 2015 því aldrei þessu vant vann íslenska landsliðið í handknattleik sér ekki venjulegan keppnisrétt á heimsmeistaramótinu sem verður í Katar. Á ýmsu hefur gengið síðustu vikurnar en í upphafi tóku Þjóðverjar sæti Ástrala á HM í Katar sem Íslendingar töldu víst að væri sitt ef stuðst hefði verið við keppnisreglur alþjóðahandknatt- leiksins. HSÍ sætti sig ekki við þessi vinnubrögð og kærði niðurstöðuna. Síðan þróuðust mál með þeim hætti að tvær þjóðir hættu við þátttöku og fékk íslenska liðið sæti annars þeirra í keppninni. Þetta mál er búið að vera eins og farsi frá upphafi og stjórn Alþjóðahandknattleikssam- bandsins ekki til framdráttar. „Strák- arnir okkar“ eru á leið á HM með öllu sem því tilheyrir, beinum sjón- varpsútsendingum og tilhlökkun. Þetta verður bara gaman og ástæða til að fara að hlakka til. Nú bíður okkar nýtt ár, okkur öll- um til heilla, og ekki síður spennandi en það sem er að kveðja. Skinfaxi óskar ungmennafélög- um, sem og landsmönnum öllum, gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Spennandi og skemmtilegir tímar fram undan á öllum vígstöðvum í boltanum Jón Kristján Sigurðsson – ritstjóraspjall: F yrsta SamVest-æfingin á þess-um vetri var haldin í nýrri frjáls-íþróttahöll FH í Kaplakrika í Hafnarfirði 19. október sl. Þátttak- endur nutu leiðsagnar þjálfaranna Eggerts Bogasonar, Einars Þórs Einarssonar og Boga Eggertssonar frá FH og Kristínar H. Haraldsdóttur frá UMFG/HSH. Æfingarnar eru liður í samstarfs- verkefninu SamVest. Að því standa sjö héraðssambönd, allt frá Kjalar- nesi að sunnan vestur á sunnan- verða Vestfirði og Strandir. Krakkarnir fengu að prófa sleggju- kast og kringlukast, auk þess sem farið var yfir spretthlaup og lang- stökk. Einnig fengu þau að prófa stangarstökk en einhverjir völdu grindahlaup og spjótkast. SamVest stendur fyrir þremur samæfingum á höfuðborgarsvæð- inu yfir veturinn. Á sumrin hafa verið haldnar samæfingar á starfs- svæðinu og eitt stórt SamVest-mót hefur verið haldið. Síðastliðið sumar voru fengnir gestaþjálfarar af höfuð- borgarsvæðinu til að heimsækja héraðssamböndin. Þá voru æfinga- búðir haldnar á Laugum í Sælings- dal í nóvember og voru þær vel sóttar. SamVest-verkefnið gengur vel

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.