Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2014, Blaðsíða 32

Skinfaxi - 01.11.2014, Blaðsíða 32
32 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands H ermann Níelsson var þann 30. októ-ber sl. sæmdur gullmerki Ungmenna-félags Íslands fyrir störf sín í þágu ung- mennafélagshreyfingarinnar og íþrótta í landinu. Stjórn UMFÍ samþykkti á fundi í september að sæma Hermann þessum virð- ingarvotti. Gunnar Gunnarsson, formaður Ungmenna- og íþróttasambands Austur- lands (UÍA) og stjórnarmaður í UMFÍ, afhenti Hermanni merkið á Landsspítalanum við Hringbraut þar sem Hermann dvelur vegna illvígra veikinda. Hermann, sem er fæddur á Ísafirði árið 1948, var formaður UÍA árin 1977–1985 og framkvæmdastjóri sambandsins í þrjú ár á undan. Eftir að hafa útskrifast sem íþrótta- kennari frá Laugarvatni fluttist Hermann austur á Hérað til að kenna íþróttir við Alþýðu- skólann á Eiðum. Hermann Níelsson sæmdur gullmerki UMFÍ Hann hóf þegar afskipti af starfi UÍA og hélt þeim áfram, meðal annars með upp- byggingu maraþons á Egilsstöðum, þótt hann hætti sem formaður. Þá var hann um tíma formaður knattspyrnudeildar Hattar á Egilsstöðum. Hermann kenndi einnig við Bændaskólann á Hvanneyri, Menntaskólann á Egilsstöðum og Menntaskólann á Ísafirði. Á Ísafirði var hann á sínum tíma einn af stofnendum Körfuknattleiksfélags Ísafjarðar og síðar formaður Knattspyrnufélagsins Harðar þar sem hann starfaði ötullega að uppbyggingu glímuíþróttarinnar. Stjórn UMFÍ og ungmennafélagshreyfing- in öll sendir Hermanni og fjölskyldu hans góðar kveðjur. U ndirritaður hefur verið nýr styrktar-samningur milli Ungmennasambands Eyjafjarðar og Bústólpa, en Bústólpi hefur verið aðalstyrktaraðili UMSE í mörg ár. Bjarnveig Ingvadóttir, formaður UMSE og Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bú- stólpa, undirrituðu samninginn í höfuðstöðv- um Bústólpa á Akureyri. Samningurinn tekur til áranna 2014, 2015 og 2016. Á samnings- tímanum veitir Bústólpi árlegan fjárstyrk til sambandsins líkt og í fyrri samningum. Nýjung að þessu sinni er að Bústólpi mun á samningstímanum veita árlega sérstakan styrk til uppbyggingar barna- og unglinga- starfs. Styrkinn mun hljóta aðildarfélag UMSE sem að mati stjórnar UMSE hefur með Styrktarsamningur milli UMSE og Bústólpa endurnýjaður einhverjum hætti skarað fram úr í barna- og unglingastarfi eða verið með á sínum veg- um sérverkefni sem miðar að uppbyggingu og/eða útbreiðslu barna- og unglingastarf- sins. Með samningnum eru undirstöður reksturs UMSE tryggðar enn frekar og mun starfsemi sambandsins þannig haldast öflug áfram. „Við erum mjög ánægð með að hafa endurnýjað styrktarsamninginn við Bústólpa. Allir styrkir eru mikilvægir og hjálpa okkur í starfinu.Við höfum ennfremur verið að fá styrki frá sveitarfélögunum hér á sam- bandssvæðinu,“ sagði Bjarnveig Ingvars- dóttir, formaður UMSE, í spjalli við Skinfaxa. S tjórnarmenn Félags áhugafólks um íþróttir aldraðra hefur verið á ferð um landið í haust og vetur til að kynna starfsemi félagsins. Laugardaginn 7. nóvember síðastliðinn fóru Anna Bjarnadóttir, Þórey S. Guðmunds- dóttir og Flemming Jessen norður í A-Húna- vatnssýslu til að kenna og fræða íbúa sýsl- Útbreiðsluferðir FÁÍA í Húnavatnssýslum og til Siglufjarðar unnar í boccia, ringo, ýmsum dönsum, aðal- lega stóladönsum, auk leikfimi. Byrjað var í íþróttahúsinu á Blönduósi en svo var sama dagskrá á Skagaströnd síðar um daginn. Því miður sáu sér ekki margir fært á að mæta, en þeir sem komu létu vel af dagskránni. Þess má geta að fimm gestir úr V-Húnavatnssýslu mættu á Skagaströnd. Ferðin norður var ekki síður ætluð til þess að styrkja og koma hreyfingu á undirbúning heimamanna fyrir Landsmót UMFÍ 50+ sem verður þar næsta sumar. Þá var farin mjög vel heppnuð ferð til Siglufjarðar og haldið námskeið í boccia þar sem farið yfir reglur og þjálfun. Hluti þátt- takenda tók að lokum dómarapróf.

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.