Skinfaxi

Árgangur

Skinfaxi - 01.11.2014, Blaðsíða 24

Skinfaxi - 01.11.2014, Blaðsíða 24
24 SKINFAXI – tímarit Ungmennafélags Íslands H éraðssamband Strandamanna, HSS, fagnaði 70 ára afmæli sínu í félags-heimilinu á Hólmavík 19. nóvem-ber sl. Af því tilefni var aðildarfélög- um, iðkendum, sjálfboðaliðum og stuðnings- aðilum ásamt sveitarstjórnarfulltrúum og fulltrúum og öðrum áhugasömum boðið að gera sér glaðan dag saman. Tímamót sem þessi eru kjörið tækifæri til að líta yfir farinn veg, læra af því sem liðið er og setja stefnuna fyrir tímann sem fram undan er. Áhersla á samheldni Fundurinn var léttur og skemmtilegur og áhersla lögð á samheldni og skapandi hug- myndavinnu og markmiðssetningu héraðs- sambandsins. Tilgangurinn var að þétta raðir áhugafólks um íþróttastarf á Ströndum, skapa samstarfsvettvang og deila hugmyndum að því hvernig gera megi gott starf enn betra. Ákveðin festa kom með ráðningu starfsmanns Fáir þekkja innviði HSS betur en Vignir Páls- son, formaður sambandsins. Hann sagði eng- um vafa undirorpið að HSS hefði með starf- semi sinni gegnt veigamiklu uppbyggingar- starfi á starfssvæði sínu í gegnum tíðina. Að hans mati varð mikil breyting á starf- seminni þegar náðist samkomulag við sveitar- félagið um aðgang að starfsmanni allt árið um kring. Með því hefði skapast ákveðin festa í öllu starfinu. Með ráðningu hans hefði margt breyst til hins betra sem kæmi nú æ betur í ljós. Vignir sagði að margir hefðu horft til þessa samstarfs og tekið síðan upp svipað verklag með einum eða öðrum hætti. Starfið væri alltaf í endurskoðun en samt sem áður hefði þetta komið einstaklega vel út. Tímarnir hafa breyst „Tímarnir breytast og mennirnir með og segja má að skipulagning og framtíðarsýn sé ávallt til athugunar og skoðunar. Ég held að það verði breyting á íþróttahéruðunum í framtíðinni og auðvitað hafa orðið breytingar nú þegar samhliða breytingum á sveitarfélög- um. Ég get nefnt í því sambandi að svæði Ungmennafélagsins Hörpu er nú orðið hluti af Húnaþingi vestra. Eins og við vitum öll sem erum í íþrótta-, barna- og unglingastarfi er ósköp eðlilegt að þegar mörk sveitarfélag- anna breytast, þá breytist auðvitað umráða- svæði sveitarfélaganna,“ sagði Vignir. Skipulagning mótshalds - Í hverju er starf HSS aðallega fólgið nú? „Héraðssambandið er regnhlífarsamtök félaganna hérna á svæðinu og á fyrst og Straumhvörf þegar íþrótta fremst að vera tengiliður í þágu þeirra við UMFÍ og ÍSÍ og deila út lottópeningum svo að eitthvað sé nefnt. Ennfremur er stór þátt- ur í starfi okkar að skipuleggja mótshald af ýmsu tagi og standa frjálsar íþróttir þar upp úr. Hér er starfandi líflegt skíðafélag og enn- fremur golfklúbbur og starfið fer bara vax- andi. Yfir sumartímann eru skipulagning og þátttaka okkar í Unglingalandsmótum veiga- mikil en 22 einstaklingar kepptu á okkar veg- um í Unglingalandsmótinu sem haldið var á Sauðárkróki síðasta sumar. Krakkarnir kepptu í frjálsum íþróttum, körfubolta, fótbolta og mótokrossi. Við höfum um 12 ára skeið verið í samstarfi við Húnaþing vestra með þátttöku á Unglingalandsmótum og hefur það sam- starf gefist mjög vel. Það samstarf hefur aðal- lega legið í því að senda fólk sameiginlega til þátttöku í fótbolta og körfubolta.“ Héraðssamband Strandamanna 70 ára

x

Skinfaxi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skinfaxi
https://timarit.is/publication/334

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.