Dagrenning - 01.12.1946, Page 12
Allvalds nutu aldir.
Una líkar vel slíku.
Skyldr lézk hendi at halda
hann of Nóregs mönnum.
í þessurn fjórum dæmum er talað um að
halda hönd vfir einhverjum. Það sýnir, að
menn hafa þá enn vitað glöggt hver kraftur
Fornt líkan íiá Kiítarey.
fylgdi því tákni. En seinna hefir þótt hæfa
að tala um verndarhönd, til aukins skilnings
á tákninu.
Það er auðséð, svo að ekki verður um
villst, að þar sem mannsmyndir eru með
upplyftum höndum, þá er það liöndin, sem
er „táknið“, því að hendurnar eru gerðar
sem rnest áberandi. Það sýnir innbyrðis skyld-
leika allra táknanna, hvernig sem þau eru
gerð að öðru leyti. Það er hin upplyfta hönd
með opnum lófa. Þetta tákn þekkist enn í
dag og er notað, þótt nú hafi menn gleymt
uppruna þess, og önnur merking sé í það
lögð, heldur en að það sé „hermerki Drott-
ins“.
Þá er að lokum að minnast á þverstrikin
fjögur, sem eru á dönsku steinunum. Um
merkingu þeirra geta menn eflaust deilt
óendanlega, sbr. það að þau sé táknmynd
af öxi. En vera má þó, að í íslenzkum fræð-
um finnist skýringin.
í 13. kap. Gylfaginningar er Hár látinn
segja: „Er þér eigi það sagt, að goðin gerðu
brú af jörðu til himins, er heitir Bifröst?
Hana muntu séð hafa, kann vera að það
kallir þú regnboga. Hún er með 3 litum ...“
Hvernig mundi nú maður, sem ætlaði sér
að tákna Bifröst á steini, fara að því? Hann
mundi fyrst hafa í huga, að hún er. með 3
litum, eða þremur bekkjum. En þrjá bekki
samhliða er ekki hægt að marka á steini á
annan hátt en með íjóium stiikum, einmitt
eins og gert er á steinum þessum.
Hver ástæða er þá til þess að ætla, að
þessi strik á steinunum eigi að merkja Bif-
röst eða friðarbogann?
Regnbogans og uppruna hans er bæði get-
ið í Biblíunni og Eddu, og er hvor tveggja
frásögnin fróðleg til athugunar í þessu sam-
bandi.
Biblían segir að Guð hafi sett regnbogann
i skýin eftir Nóaflóðið til sáttmála um það,
að hann skykli ekki eyða jörðina aftur með
flóði. „Boga minn set ég í skýin .... Og
standi boginn í skýjunum, þá horfi ég á
hann til endurminningar þess eilífa sáttmála
milli Guðs og allra lifandi sálna í öllu holdi,
sem er á jörðunni,“ sagði Guð.
Bogi Guðs og hönd Guðs á saman, því
að hönd þarf til að halda á boga (sbr.
ýs bifvangur í vísu Kormáks). Beri rnaður
svo saman það, sem áður var tilvitnað, að
bústaður Guðs er í himninum og þar fyrir
neðan er lians armleggur, þá höfum vér
þessa rnynd: Himininn nreð bogann og arm-
legginn undir.
Nú má geta þess, að Móses hafði „Guðs
staf“ í hendi sér, en Jósúa spjót. Væri þetta
10 DAGRENNING