Dagrenning - 01.12.1946, Qupperneq 24

Dagrenning - 01.12.1946, Qupperneq 24
jörðunum og voru þær hýstar í samræmi við það, að þar byggi prestur eftir prest. Á prestssetrinu voru því tvö aðalhús: Prests- setrið sjálft og prestsekkjuhúsið. Sú kvöð fylgdi nefnilega prestsembættinu, að ekkja hins gamla prests skyldi búa áfram til æfi- loka á móti hinurn nýja presti eða hafa viss hlunnindi af prestssetrinu. Framan af leystu flestir prestar þetta spursmál á þann hátt að þeir blátt áfram giftust hinum gomlu prestsekkjum, þó að aldursmunur væri oft mikill. Tóku þeir sér svo hjákonur, yngri og sprækari, er þeim þótti hinar fara að eld- ast, og var þetta látið gott heita, enda var hægt að kornast hjá öllurn skiptum og út- gjöldum á þennan hátt öðru en þeirn að fæða og klæða hina gömlu maddömu. Prests- ekkjuhúsið stendur ofurlítið afsíðis og er allt miklu minna en prestssetrið sjálft. Þar er öllu vel fyrir kornið og húsi hennar fylgir fast innbú, sem geymist þar rnann fram af manni. Prestsetrið sjálft er stórt og veglegt hús og búið beztu húsgögnum á forna vísu. Skrifstofa eða bænaherbergi prests er með guðsorðabókum og helgimyndum og helgi- táknum. Þar er stór ofn, sem þó er þannig fyrirkomið, að hitann leggur líka fram í dag- stofuna, en þar ræður maddaman ríkjum að öllum jafnaði. Sérstakur bekkur er þar, sem umrenningum og flækingum er ætlaður, því að þeir voru venjulega svo lúsugir eða óþrif- legir á annan hátt, að ekki þótti rétt að þeir kæmu of nálægt öðru fólki. En á prestsetr- unurn mátti ekki vísa þeim á dyr. Þar varð að gefa þeim mat og veita þeim gistingu, ef þá bar að garði. Bciningamannabekkur- inn var því stundum all-Iangur á stærri prestssetrum, þó vafalaust hafi enginn kom- ist jafnlangt í þeim efnum í Noregi eins og Guðmundur góði Hólabiskup komst hér á landi. Á einum stað er safnað saman verk- stæðum mörgum, myllum og öðrum hand- verkstækjum. Yrði of langt að lýsa því hér að nokkru ráði. Eru þessi verkstæði urn 50 að tölu og eru sum í einni stórri byggingu, en önnur í eigin húsum, t. d. garvaríið frá Faaborg og litunarverkstæðið frá Tretten. Öll sýna þessi verkstæði samanlagt þróun liinna ýmsu handiðna þarna í byggðarlaginu og er þar mikinn fróðleik að fá fyrir þá, sem eitthvert skyn bera á slíka hluti. * Þegar ég kom lieim á hótelið um kvöldið, fór ég að hugsa um hvílíkur auður það er í raun og veru, sem þarna var saman kominn á einn stað, og hve mikið við íslendingar ættum eftir að læra í þessum efnum. Vafa- laust verður þessu öðruvísi h'rir komið öllu hér en þar, en sú kynslóð, sem nú ræður ríkjum hér, má ekki láta undir höfuð leggj- ast að hefja alvarlega sókn einmitt á þessu sviði. Mörgum þessum gömlu verðmætum er hægt að bjarga enn, ef vilji og skilningur er fyrir hendi. En ég held að til þess að svo rnegi verða, þurfi að vekjast upp meðal vor einhver maður líkur Andrési Sandvig — manninum með „lausu skrúfuna“, sem allir hlógu að, þegar hann ók með „skran“ sitt eftir Stórgötunni á Litlahamri í lok siðustu aldar. ER HITLER DAUÐUR? Ný saga um endalok Hitlers hefir enn komizt á kreik. Ilún er á þá leið, að Hitler hafi farizt með kafbát á leið til Spánar 9. nóvember 1945. Stafar saga þessi frá flöskuskeyti, sem rak nálægt Ilróars- keldu í Danmörku fyrir skemmstu. Segist höfundur flöskuskeytisins liafa verið háseti á kafbátnum og bjargazt, er hann fórst. Kafbáturinn á að hafa komið frá Finnlandi. Lítill trúnaður verður á þetta lagður, en eitt er vist, að enn ligg/a engar sönnur fyrir um að Hitler só dauður. DAGRENNING

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.