Dagrenning - 01.12.1946, Page 27

Dagrenning - 01.12.1946, Page 27
þetta?“ Hann svaraði: „Ég er engu nær um það en þú.“ „N. N.“, sagði ég og ávarpaði hann með fullu nafni, „sást þú þetta sjálf- ur?“ „Já,“ sagði hann, „ég sá það með eigin augum.“ Verurnar stóðu í þessari stöðu um hríð, og á meðan hélt brezka herliðið burt og kornst undan án þess að nokkurn mann sakaði. Vinur minn sagði mér, að næstum öllunr þessum mönnurn, sem ekki hefði verið trú- aðir fyrir, hefði snúizt hugur við þennan atburð og látið sig kristindóminn miklu skipta og margir þeirra farið að sækja bæna- samkomur Hjálpræðishersins. Hann sagði ennfrcmur, að skýrsla hefði verið fengin urn þennan atburð til aðalstöðva brezka hersins í London, en þar hefði aðeins verið hlegið að sögunni. Frásögn um atburð þann, sem nú hefir verið greint frá, birtist í tímaritinu Noith Ameiican Review, ágústheftinu 1915. Litei- aiy Digest, 31. júlí 1915, og septemberhefti tímaritsins Independent hafa líka frásagnir, er varða þennan atburð. Independent segir: „Sagan er talin áreiðanleg af dr. Harton, liinum víðkunna presti brezku óháðu kirkj- unnar, en hann minntist á hana í predikun. Þar segir dr. Harton á þessa leið: Ég hefi ástæðu til að leggja trúnað á söguna um englana, sem birtust í undanhaldinu við Mons, vegna þess sem foringi í Iljálpræðis- hernum hefir skýrt mér frá. Hann sagði mér, að allir þessir rnenn, sem undan hefðu kom- izt, væru breyttir menn. Þeir hefðu allir farið að iðka bænahald og allir væru þeir sér meðvitandi urn andlega reynslu.“. Chuich Tiines birtir marga dálka af bréfum frá mönnum, sem „segjast hafa vitnisburði um undrin beint frá hermönnunum“. (Indepen- dent, bls. 381.) Og enn segir: Blöð, bæði þau, sem fjalla urn trúarefni og veraldleg efni, eyddu miklu rúmi undir söguna.“ Og loks kemur hér sagan eins og hún var sögð af þýzkum undirforingja: „Ég vissi aðeins, að við vorurn að þjarma alvarlega að Bret- unum á einum stað. En allt í einu vorum við stöðvaðir. Það var engu líkara en við rækjumst á hamravegg. En hér var engurn hömrum til að dreifa. Hestarnir fóru allt í einu að hlaupa út undan sér og flýðu. Við gátum ekkert að gert.“ FÁRVIÐRIÐ 19. OKT. 1917. Annar atburður í heimsstyrjöldinni fyrri er mjög eftirtektarverður. Þjóðverjar höfðu ráðagerðir um að hefja loftsókn í miklu stærri stíl en verið hafði. Ætlunin var að nota til þess Zeppelin-loftför, sem áttu að berast hljóðlaust fyrir vindi inn yfir árásar- svæðið. Vélarnar átti ekki að þurfa að nota. Éyrsta loftárásin, þar sem þetta nýja her- bragð var notað, var gerð 19. október 1917. Veðurfræðingur The Obseiveis skrifar svo (17. okt. 1937), þar sem hann minnist tutt- ugu ára afmælis þessarar loftárásar, sem end- aði með ósköpum fyrir árásarmennina: „Um tunglsetur að kvöldi hins 19. októ- ber 1917 lögðu ellefu Zeppelinloftför af stað frá Þýzkalandi í því skyni að gera loftárás á London. Veðurskilyrði virtust vera hin ákjósanlegustu — hæg vestan gola, heiður himinn, en móða grúfði yfir jörðinni. Með radio-miðun, sem þá var alger nýjung, kom- ust níu loftförin inn yfir aðalborgina. Eitt þeirra fór vfir West End og varpaði sprengj- um niður í Piccadilly. En nú fóru að myndast úti fyrir suðvestur- strönd Englands stormsveipir, sem veður- fræðingar höfðu ekki séð fyrir. Móðan, sem lá yfir jörðinni, breyttist í þoku, vindur snerist til norðvestanáttar, og uppi í 15.000 til 20.000 feta hæð, þar sem loftförin voru, jókst vindhraðinn úr tuttugu mílna hraða á klst. í rúmlega fimmtíu mílna hraða á klst. Miðunartæki loftfaranna biluðu, vegna þess, að því er haldið var, hve skyndilega DAGRENNING 25

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.