Dagrenning - 01.12.1946, Blaðsíða 41
FramtíS Dagrenningar
ESSU síðasta blaði í síðasta hefti Dag-
renningar þetta fvrsta ár hennar verður
bezt varið á þann liátt að rabba við kaup-
endur hennar um liið sameiginlega vanda-
mál mitt og þeirra — franrtíð Dagrenningar
— og það, hvernig hún getur orðið stórt og
víðlesið tímarit, en sá er draumur minn, að
luin eigi eftir að verða eitt stærsta, vandað-
asta og víðlesnasta tímarit þessa lands. En
hvernig má það verða?
Eins og ég gat um í forustugrein fyrsta
heftis þessa árgangs, er sá tilgangurinn með
útgáfu Dagrenningar, að reyna að halda lif-
andi sambandi við þá menn og konur, sem
hneigjast að þeirn skoðunum, sem Dagrenn-
ingu var ætlað að túlka, eða hafa gaman af
bollaleggingum mínum og annarra, sem svip-
að hugsa um þessi mál.
Nú við lok þessa fyrsta árs er svo komið,
að ekki vantar nema herzlumuninn, að Dag-
renning beri sig fjárhagslega og er það mikið
meira en ég gerði mér vonir um í fyrstu.
Þegar því marki er náð, — en það er auð-
vitað grundvöllurinn fyrir því, að áfram verði
haldið, — að fjárhagsleg afkoma er tryggð,
ber að snúa sér að öðrurn viðfangsefnum.
En ennþá vantar nokkuð á, að fjárhagsgrund-
völlurinn sé nógu traustur, og það verður
enn að herða róðurinn, ef vel á að fara.
Nokkrir af vinum Dagrenningar hafa sýnt
lofsverðan áhuga fyrir því að tryggja henni
kaupendur. Einn þeirra er bóndi í sveit.
Hann sendi Dagrenningu nú fyrir sjólin tíu
áskrifendur. Annar safnaði hér í Reykjavík
tólf áskrifendum á tveim dögum og sá þriðji
safnaði henni sex áskrifendunr á einu kvöldi.
öllum þessum, svo og öðrum, sem færri
áskrifendur hafa sent, þakka ég kærlega fyrir
velvild þeirra og fyrirhöfn. Ekki skal því
heldur gleymt að einn af vinurn Dagrenn-
ingar hefir, auk þess að útvega henni marga
kaupendur, skrifað urn hana ágæta grein í
víðlesið tímarit og þar með vakið á henni þá
athygli meðal sjómannastéttarinnar, sem
tæplega verður fullþökkuð. En allt á þetta
nú sarnt að verða þeim til gagns og gæða,
sem kaupendur hafa gerzt, því að það hygg
ég að flestir segi um Dagrenningu, sem á
annað borð lesa hana, að hún sé athygíisvert
rit og einstök í sinni röð aiíra íslenzkra tíma-
rita fyrr og síðar.
Við lok næsta árs — 1947 — er þess fast-
lega að vænta, að fjárhagsgrundvöllurinn
verði að fullu tryggður, og þá mun hafist
lianda um það, að búa Dagrenningu enn
betri flíkum en hún ennþá hefir borið.
í hinum enskumælandi heimi er gefinn
út fjöldi tímarita smærri og stærri um þau
fræði, sem Dagrenningu er ætlað að fjalla
um.
Ef vel ætti að vera þyrfti Dagrenn-
ing að geta haft í þjónustu sinni fastan
starfsmann, er þýðir slíkar greinar fyrir ritið.
Afgreiðsla rits, sem hefir orðið marga kaup-
endur, þarf einnig að vera í góða lagi. Til
þess að svo megi verða þarf gott húsnæði,
og það er dýrt nú í Reykjavík og helzt ekki
fáanlegt. Eigi útsending að vera í góðu lagi
þarf og að hafa ýmiss tæki við það starf, sem
nokkurt fé kosta.
En á öllu þessu sigrast Dagrenning von-
andi. Hún fær nú um áramótin gott hús-
næði fyrir ritstjórn sína og afgreiðslu, og er
þá nokkurt spor stigið í áttina.
Næsta ár — 1947 — koma út 6 hefti af
Dagrenningu, 5 arkir hvert, eða jafnstór
þessu hefti (40 síður). En það, sem að er
stefnt, er að Dagrenning geti — ekki síðar
cu í ársbyrjun 1948 — orðið mánaðarrit eigi
minna en 3 arkir (24 síður) mánaðariega.
DAGRENNING 39