Dagrenning - 01.12.1946, Qupperneq 42
Þegar því marki er náð, er Dagrenning orðin
því lilutverki vaxin, hvað stærð og útkomu
snertir, er henni var í öndverðu sett.
Það, sem mest hefir létt fyrir með útgáfu
Dagrenningar, er að hún er borguð fyrir-
fram. Þegar féð er fyrir hendi strax í árs-
byrjun og engum þarf neitt að skulda, er
allt mun hægara viðfangs en ella. Þá þarf
heldur engan að elta með skuldakröfum að
árinu liðnu. Dagrenning mun því einnig
næsta ár og framvegis fylgja þeirri reglu að
senda póstkröfu fyrir árgjaldinu með 1. hefti
árgangsins, og telja þá eina kaupendur, sem
innleysa þá kröfu.
Pappír og prentun hefir Dagrenning nú
tryggt sér næsta ár, svo að ekki eiga að verða
af þeim sökum nein mistök með útkomu
hennar.
Fyrsta hefti 1947 kemur í febrúarmánuði
og síðan annan hver nmánuð, eins og fyrr
ei sagt.
#
En ekkert af því, sem nú hefir nefnt verið,
cr þó aðalatriðið í útgáfu Dagrenningar, þótt
mikilsverð séu öll, heldur hitt, hvað henni
er ætlað að flytja, hvert hennar andlega
verkefni er, ef svo mætti segja.
Mér er ljóst, að ýmsir líta á þá starfsemi
mína, sem birtist í útgáfu Dagrenningar,
sem vott þess, að ég sé með „lausa skrúfu“.
Sjálfum þvkir mér, ef satt skal segja, fremur
vænt um dóm þessara manna, þó að ég viti,
að hann getur skaðað það málefni, sem ég
vil að Dagrenning berjist fyrir. En þessir
menn eru mér tákn hinnar „eilífu heimsku“,
sem elt hefir alla þá, er brjóta vildu nýjar
brautir og sáu lengra en almennt gerist.
Eins og tekið var fram á fyrstu síðum
þessa árgangs, er höfuðtilgangur Dagrenn-
ingar sá, „að flytja frumsamdar og þýddar
greinar um atburði yfirstandandi tíma í ljósi
fornra spádóma". Þessurn liöfuðtilgangi sín-
um mun Dagrenning verða trú, en til þess
að ritið verði sarnt ekki of einhæft, er nauð-
synlegt að það flytji einnig við og við greinar
um önnur skyld eða óskyld efni. Á þessu
ári hafa eftirtaldar greinar, sem allar hnigu
að því að benda á ýmsa atburði yfirstandandi
tíma og varpa á þá ljósi hinna gömlu spá-
dórna, birzt í ritinu:
Er Asíubyltingin af hefjast?
Palcstínuvandamálið í ljósi spádómanna.
Afnám konungsrík/anna.
„Kiaftai himnanna munu bifast“, og nú
síðast:
„Við eigum okkar verndara".
Á næsta ári mun þessu eins hagað. Reynt
verður að skipta rúmi ritsins sem bezt milli
þessara þátta og annarra, sem nauðsyn ber
til að sýna einnig fulla rækt. Meðal greina
í næsta árgangi verða t. d. þessar:
Áreksturinn í októbei 1947.
Spádómstáknin hamai og sigð.
Ilinai meikilegu dagsetningar Pýiamidans
mikla 1948.
„Land vængjaþytarins".
Hvaða félagsskapur er „samkunda Satans"?
Auk þess er það ávallt svo, að þeir at-
burðir, sem gerast svo að kalla daglega, gefa
tilefni til hugleiðinga í þessu sambandi.
Mér er það ljóst, að þess er ekki að vænta,
að íslendingar „taki sinnaskiptum" á einu
eða tveirn árum. Ég er heldur ekki að boða
þeim nein ný trúarbrögð, heldur af veikum
mætti að reyna að bera því vitni, sem mér
hefir virzt vera sannast og réttast af því, sem
ég hefi kynnzt og sem hefir haft meiri áhrif
á líf mitt og skilning minn á sögu og trúar-
brögðum en nokkuð annað. Það finnst mér
skylda mín að gera meðan það enn er ekki
of seint.
Ég enda svo þessar línur með þökk fyrir
liðið ár og ósk um gleðilegt nýtt ár til handa
öllum kaupendum og vinum Dagrenningar.
/. G.
40 DAGRENNING