Dagrenning - 01.10.1950, Blaðsíða 4

Dagrenning - 01.10.1950, Blaðsíða 4
JÖNAS GUÐMUNDSSON: Hvers má væiata í Asíu? FYRRI GREIN. í júníhefti Dagrenningar þ. á. var minst á Kóreustyrjöldina, senr þá var nýbyrjuð. Um allan heim tölclu rnenn þá líklegt að hún mundi verða uppliaf nýrrar heimsstvrjaldar — þriðju heimsstyrjaklarinnar. I þessari Dagrenningargrein var því lialdið fram, að svo mundi ekki verða, heldur mundi Kóreustyrjöldin aðeins verða eitt af mörgum skæruhernaðarfyrirbrigðum kommúnista, — að vísu einn þátturinn í alheíms-samsæri kommúnista — en ennþá væri sá tími ekki kominn, sem llússar teldu sér heppilegan til þess að liefja heimsstyrjöld eða framkalla hana. Þessar tilgátur hafa nú reynst réttar. Kóreu- styrjöldinni, sem staðið hfur síðan 25. júní, er enn ekki lokið, en nú hefur stríðsgæfan snúið baki við Norðanmönnum, en her „Hinna sameinuðu þjóða“ og Sunnanmanna hefur nú náð mesturn hluta landsins á sitt vald. Her Norður-Kóreumanna hefur hörf- að norður að landamærum Kína (Man- sjúriu) og óljósar fregnir berast af því senr þar gerist nú. Engar líkur eru þó til þess, að bardagar hætti á þessurn slóðurn fljótlega, og auðséð er á þeim miklu liðflutningum, sem enn eiga sér stað þangað, að Mac Arthur gerir ekki ráð fyrir því, að sh'rjaldaraðgerðir hætti þar fljótlega. Stjórn Norður-Kóreu mun, ef til vill, flýja til Kína, en sennilegast er þó að kommúnistar Norður-Kóreu freisti þess að halda einhverj- um skika af landinu, verjast þar með hjálp og beinni eða óbeinni aðstoð Kínverja og Rússa og stofna til árekstra og skæruhernaðar hing- að og þangað í hinni nýju Kóreu, sem Sam- einuðu þjóðirnar ætla sér nú að stofna þar.. Hvorki Kínverjar né Rússar rnunu viður- kenna hið nýja Kóreulýðveldi og líklegt er að ástandið í Kóreu verði fyrst um sinn ekki ósvipað því sem var í Grikklandi rneðan verst var ástatt þar í landi, og nágrannaríki þess studdu gríska kommúnista til sífelldra innrása í landið og óspekta. Ekki verður sagt að gæfulega byrji afskipti Sameinuðu þjóðanna af endurreisn hinnar nýju Kóreu. Fyrsta ákvörðun allsherjarþings- ins, eftir að Bandaríkin eru raunverulega búin, með hjálp Suður-Kóreuhersveita og Breta, að ná á sitt vald mestum hluta lands- ins, er það, að samþykkja að Suður-Kóreu- rnenn og sérstaklega aðalforustumaður þeirra, Sygman Rye, skuli svikinn í tryggðum og Jandinu haldið skiptu áíram a. m. k. um nokkuit skeið. Minnir þetta óþægilega á fyrri framkomu þessarar stofnunar þegar líkt stóð á í Póllandi, Rúmeniu og Búlgariu og víðar þar sem allir þeir, er börðust fyrir hinurn frjálsa málstað voru sviknir. Verður ekki ann- að séð en að Sameinuðu þjóðimar séu með þessum aðgerðum sínum að stofna til innan- landsóeirða í Kóreu, sem geta orðið þjóðinni enn dýrkeyptari en hin fyrri skipting landsins nokkru sinni var. * öllum er það enn ráðgáta hversvegna Rúss- 2 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.