Dagrenning - 01.10.1950, Qupperneq 5

Dagrenning - 01.10.1950, Qupperneq 5
ar fóru úr Öryggisráðinu á s. 1. ári. En margt Eendir til þess, að þeir liafi gert það í því skyni að knýja fram þann vilja sinn, að hin nýja kommúnistastjórn í Kína fengi sæti Rússa hjá Sameinuðu þjóðunum og víst er um það, að Rússar buðust til að koma á sættum í Kóreu, ef því yrði kevpt, að hin nýja stjórn í Peking fengi sæti Kína hjá Sameinuðu þjóðunum. Einhver leyndardómsfyllsti atburður sem gerst hefur á sviði alþjóðamála á þessu ári, er fundur sá sem Mac Arthur átti með Sjang Kai Sjek í septembennánuði síðast liðnum. Eftir þann fund hrá svo við að herir Sam- einuðu þjóðanna fóru að vinna á í Kóreu og mótstaða Norður-Kóreumanna fór sírnink- andi. Vafalaust er að mikill ágreiningur kom upp milli Trumans forseta og Mac Arthurs út af þessum fundi og var sá ágreiningur svo alvar- legs efnis, að Truman forseti varð sjálfur að fara til fundar við Mac Arthur til þess að reyna að jafna þessa misklíð. En þó allt sýnist með felldu á yfirborðinu urn afstöðuna til Kína, er enginn efi á því, að undir niðri er allt annað en gott sam- komulag rnilli herforingja Bandaríkjanna og stjórnmálamanna þeirra, er sh’ðja Truman forseta. Allt bendir til að Truman forseti sé hægt og hægt að undirbúa að algerlega verði snúið baki við Sjang Kaj Sjek, á svipuðum forsend- um og Pólland og Austur-Evrópuríkin yfir- leitt voru svikin á sínum tíma. Tryggvi Lie hefur beitt sér fvrir þeirri „lausn“ málsins, að Sjang Kai Sjek stjórnin, sem nú er að vísu landflótta — eins og sú stjórn var, sem Tryggvi Lie var ráðherra í á sinni tíð — verði svikin af Sameinuðu þjóðunum og glæpastjórn sú — svipuð þeirri, sem tók við stjómartaumunum í Noregi undir vernd TJitlers, — sem nú stjórnar Kína, verði viður- kennd sem „lögleg" stjórn hins mikla Kína- veldis. í sarna streng hafa Indverjar tekið, og Nehru verið til þessa einn af skeleggustu talsmönnum undansláttar-stefnunnar innan Sameinuðu þjóðanna. Mundi það ekki geta verið, að „sigur“ Sameinuðu þjóðanna í Kóreu bvggist að veru- legu levti á baksamningum Rússa og Banda- ríkjamanna um afstöðuna til Sjang Kai Sjeks? Víst er um það, að Rússar „brosa nú mjög til hægri“ á þingi Samejnuðu þjóðanna og láta óspart í það skína, að Bandaríkin og Soviet ættu að geta náð samkomulagi um öll meiriháttar ágreiningsmál sín, — en eitt þeirra er einmitt Kína. Annað atriði, sem vert er að gefa gaum að í þessu sambandi, er það, að síðan viðræður þeirra Mac Arthurs og Sjang Kai Sjeks áttu sér stað, hefur hinn síðarnefndi — Sjang Kai Sjek — tæpast heyrst nefndur á nafn í blaða og útvarpsfréttum. Það er verið að undirbúa síðasta þáttinn — hin algeru svik við þennan forna bandamann lýðræðisríkja Vesturlanda. Nú er Sjang Kai Sjek eini bandamaður hinna vestrænu lýð- ræðisþjóða úr síðari heimsstvrjöldinni sem eftir er að svíkja opinberlega. Það er fyrir löngu búið að svíkja hann raunverulega og aflienda land hans og þjóð — kommúnistum. En ekkert af þessu verður opinbert fyr en eftir kosningarnar í Bandaríkjunum, sem fram eiga að fara í nóvember. Sýni Tru- man forseti og hjálparmenn hans verulega undanlátssemi við Rússa eða kínverska- kommúnista nú fyrir kosningarnar, má hann búast við því að tapa þeim og þá verður að- staða hans mjög erfið heima fyrir, þau tvö ár, sem hann á eftir að vera forseti. Fari kosningarnar í Bandaríkjunum á þann veg, að demokratar (flokkur Trumans) haldi meirihluta á þingi. mun, þess ekki langt að bíða, að slegið verði á ný undan út af Kína. Vafalítið er, að höfuðágreiningurinn rnilli Mac Arthurs og Trumans er sá, að Mac Arthur \ill að Bandaríkin blátt áfram her- DAGRENNIN'G 3

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.