Dagrenning - 01.10.1950, Síða 9

Dagrenning - 01.10.1950, Síða 9
DOUGLAS REED: Undir lokiu. INNGANGSORÐ. í júníhefti Dagrenningar 1949 birtist grein, sem nefndist „Samkunda Satans“. Megin- hluti þeirrar greinar var þýðing á nokkrum köflum úr bók, sem brezki rithöfundurinn Douglas Reed hafði þá gefið út nýlega og nefndist „From Smoke to Smother" eða „Úr öskunni í eldinn“. Grein þessi vakti mikla athygli þótt ekki væri hennar getið í dagblöðunum, sem heldur var ekki að vænta. Arið 1949 kom út ný bók eftir Douglas Reed, sem heitir „Somewhere South of Suez“, og er bók þessi að mestu rituð meðan Reed lá á sjúkrahúsi í Jóhannesarborg í Suð- ur-Afríku, en þar lá hann nokkuð á annað ár TÚmfastur. Bókar þessarar hefur heldur ekki verið getið í heimsblöðunum af sömu ástæðu og fyrri bóka hans — og þá heldur ekki í blöð- um hérlendis af sömu orsökum. Síðari hluti þessarar nýju bókar Douglas Reeds fjallar mjög um sömu efni og kaflar þeir, sem Dagrenning birti úr fyrri bók hans árið 1949, og áður er nefndur, og því hefur þótt rétt að fá þá þýdda með það fyrir augum að birta þá í Dagrenningu. Hin nýja bók Reeds er í þrem aðalköflum og heitir hinn síðasti þeirra: „Before the Millennium", og hafa nú þegar verið þýddir þrír fyrstu kapítular þessa bókarkafla og birtast þeir hér á eftir. Ekki þykir ástæða til að rekja hér á ný það sem sagt var um Douglas Reed og rit- störf hans í 20. hefti Dagrenningar. Hann er nú orðinn það kunntir lesendum þessa rits, að það er óþarfi, en Dagrenning er hið eina af öllum blöðum og tímaritum þessa lands, sem reynt hefur að kynna almenningi skoðanir þessa reynda og víðförla blaðamanns og rithöfundar. Síðan Douglas Reed öðlaðist skilning á sambandinu, sem er milli fjármálaauðvalds heimsins annarsvegar og kommúnistanna í Kreml liins vegar, hefur liann verið óþreyt- andi í því að fletta ofan af þessu stórfellda al- heimssamsæri, og eru kaflar þeir, sem hér birtast nú, ljós vóttur um hvern árangur það starf hans hefur borið til þessa. Hin vægðarlausa gagnrými Reeds á störf- um Sameinuðu þjóðanna og dómur hans um Bandaríkjaforsetana Roosevelt og Truman, svo og um hina brezku valdamenn, Winston Churchill, Attlee og fleiri, mun ýmsum þykja allharður, en þess ber að gæta í því sambandi, að meira ber að meta sannleikann en þær hugmyndir, sem voldug og víðlesin blöð og blindað almenningsálit hefur skap- að. Vafalaust er, að margt hefur verið vel um Roosevelt forseta og aðra samstarfsmenn hans í síðustu heimssþ'rjöld, en hitt dylst engum, sem á annað borð nennir að hafa Rrir því, að athuga málin sjálfstætt, að Douglas Reed hefur mikið til síns máls, og almenningi er nauðsvnlegt að gefa þeirri þróun fullar gætur, sem nú fer fram í heim- inum. Blöð og útvarp flvtja engar fréttir, aðrar en þær, sem valdhafamir á hverjum tíma samþykkja að almenningur fái að vita. DAGRENNING 7

x

Dagrenning

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.