Dagrenning - 01.10.1950, Page 14

Dagrenning - 01.10.1950, Page 14
stefnunnar sagði eitt sinn: ,.Herra forseti, ég hvet yður til að hafa augun opin fyrir þeim möguleika, að meðal manna þeirra, sem í kringum vður eru, kunni að vera menn, sem vinna í sérstökum tilgangi, sem yður er ekki kunnugt um“. Forsetinn skopaðist að þessu og þverskallaðist við í þrettán ár. í byrjun stríðsins leitaðist Isaac Don Levine, mikilsvirtur rithöfundur af gyðingaættum, við, með milligöngu tíu embættismanna, að opna augu hans fyrir því, að hásettir opinberir starfsmenn létu af hendi leyniskjöl (sannað 1948) til Sovét (þá í bandalagi við Hitler). Mennirnir, sem þama áttu hlut að máli, sátu kyrrir í embættum sínum eða hækkuðu i tigninni. Levine gaf einnig brezka sendiherranum í Washing- ton þær upplýsingar, að um þetta leyti væri sovétnjósnari í leyndarskjaladeild brezka ráðuneytisins og annar í landvarnar- nefndinni (C. J. D.). Hann hafði fengið vitn- eskju um þetta hjá Krivitsky hershöfðingja, fyrrverandi yfirmanni levniþjónustu Sovét ríkjanna í Vestur-Evrópu, er liann var flótta- maður í Ameríku 1939. Lothian lávarður var í fyrstu tortrygginn, en bað Levine seinna hið ákafasta að reyna að telja Krivitsky hershöfðingja á að fara til London. Ann- ar njósnarinn var staðinn að verki, dæm- ur fyrir landráð og skotinn í Tower í London (ég veit ekki, hvernig fór fyrir hinum). Krivitskv, sem fór aftur til Ameríku í febrúar 1941, fannst skot- inn til bana á hótelherbergi í Washington. Ekkert af þessu hafði nein áhrif á Roosevelt forseta. Allt frá því 1939 og þar til hann dó var hann stöðugt varaður við þeim hættum, er hann stofnaði ameríska lýðveldinu í, þó var ekki hægt að fá hann til að tortryggja mennina, sem hann hafði í kringum sig eða tilgang þeirra. Eftir dauða hans var eftimiað- ur hans stöðugt mótfallinni því að ljóstra upp um þetta baktjaldamakk, sem afhjúpað liefur verið að nokkru, en þó ekki að öllu,. því það sem vitnast hefur, hefur verið grafið upp smátt og smátt af þingmönnum og öðr- um, er rannsökuðu þcssi mál, en áttu mikilli andstöðu að mæta. Það átti fyrir forsetanum að liggja að stjórna í þrettán ár, og með alræðisvaldi síðustu fjögur árin, en slíkt höfðu þeir ekki séð fyrir, er sömdu amerísku stjómarskrána. í október 1940, þegar hann bauð sig fram í annað sinn, sagði hann: „Um leið og ég ávarpa vður, þér mæður og feður, vil ég full- vissa yður um eitt. Ég hefi sagt þetta áður, en ég vil segja það aftur og enn á ný: Dreng- irnir yðar skulu ekki verða sendir í neina er- lenda styrjöld." Hann gerði þó þá undan- tekningu, sem er eðlileg og mannleg, „að þeir yrðu að berjast, ef á þá yrði ráðist.“ í nóv. 194^ sat hann í forsæti á ráðuneytisfundi, en frá þeim fundi hefur einn af ráðherr- um hans, Stimson, skýrt: „Vandamálið, sem h'rir ráðuneytinu lá var það, hvernig vér gæturn komið Japan í þá aðstöðu, að þeir lileyptu af fyrsta skotinu án mikillar hættu fyrir oss sjálfa. Þarna var úr vöndu að ráða.“ Þetta varð upphaf hins mikla umboðs- valds, og stríðið, sem nú hafði breiðst stórkostlega út tók brátt aðra stefnu. Sag- an er mjög blátt áfram sögð í greinaflokki, sem skrifaður var af William C. Bull- itt, er var amerískur sendiherra í Sovét- ríkjunum eftir að Roosevelt forseti við- urkenndi þau árið 1933, og síðar sendi- lierra í Frakklandi þcgar Þjóðverjar gerðu innrás þar. Þegar Bullitt sendiherra kom aft- ur til Ameríku, komst hann að raun um það, að hann var einn þeirra, sem forsetinn vildi ekki virða viðlits. Bullitt segir, að forsetinn hafi verið látinn vita löngu fyrir fram um bandalagið milli Þjóðverja og Rússa 1939, sem varð til þess að seinna stríðið hófst. Hann gaf skýrslu um það 1934, að Hitl- er gæti komizt að þessu samkonmlagi hve- 12 DAGRENN ING

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.