Dagrenning - 01.10.1950, Blaðsíða 19

Dagrenning - 01.10.1950, Blaðsíða 19
Roosevelts forseta, þegar sendiherra hans í Kína, Patrick J. Plurley, sneri heim til Wash- ington (1945) og sagði af sér er hann hafði lýst yfir opinberlega, að verk hans hefðu verið gerð ónýt af flugunrönnum kommúnista, sem í valdatíð Roosevelts hefðu þvrpst í utan- ríkisráðuneyti Bandaríkjamanna og í utanríkisþjónustuna. í uppnáminu, sem af þessu lciddi, var Marshall hershöfðingi send- ur til Kína. Hann þekkti ekki landið og hann var umkringdur álíka ráðgjöfum, sem sögðu að kínversku kommúnistamir væru aðeins „rnenn, er vildu umbætur á landbúnaðinum <3g hefðu ekkert samband við Moskvu." Chiang Kai-Shek var um þetta leyti einn af þeim fáu bandamönnum úr stríðinu, sem enn hafði ekki verið alveg svikinn. Marshall taldi hann á að undirskrifa vopnahlé við komm- únista 10. jan. 1946. Hinn 14. apr. 1946, rufu kommúnistar samninginn með því að ráð- ast á Changchun. Þeir voru vel búnir vopn- um, þar sem þeir höfðu fengið ameriskar birgðir frá Sovét. Eftir þetta bannaði Mars- hall alla frekari hemaðaraðstoð handa stjórn Chiang Kai-Shek! Hann fullyrti seinna, að „það væri í rauninni verzlunarbann á her- gögnum,“ og það stóð til 1949, en þá var líka sigur kommúnista öruggur og næsturn alger. Þannig endurtókst í Kína sagan frá Evrópu um „stríðið bak við stríðið“ eftir að styrjöld- inni lauk. Bannið við vopnasendingum var jafnr el bvggt á því, að Chiang Kai-Shek vildi ekki leyfa kommúnistum aðgang að stjóm sinni! Um leið og hið mikla samsæri var full- komnað í Kína sáust rnerki um frekari út- þenslu þess í Evrópu. Sú uppgötvun var gerð, að kommúnistaeinvaldurinn í Jugoslavíu, „Tito“, maður af jafn dularfullum upp- runa og Hitler, væri annarskonar kommúnisti en Stalin, og 1949 var farið að láta honum í té amerískan stuðning í ýmsum myndum. Þar sem hann var óvinur Grikkja tók nú skuggi að falla á þennan síðasta af stríðsbanda- mönnum okkar. Sá möguleiki opnaðist nú, að ef „stríðið gegn kommúnismanum“ skylli á, væru samtök andkommúnista í sambandi við einn kommúnistaeinvaldinn, og þá mundi enginn maður í rauninni vita fyrir hvaða málstað væri barizt. Ef svo revndizt, að deilan aftur á móti milli Stalins og Titos væru látalæti ein, þá kænmst amerísk her- gögn beina leið til innstá virkis kommúnista. Þetta datt engum ráðandi mönnum í hug, þrátt fyrir það sem á undan var gengið, eða þá að komið var af ráðnum hug í veg fyrir opinberar umræður um málið. Frásögn W. Bullitts, af öðrurn þættinum í áhrifamesta leik þessarar aldar, er studd af nokkrum amerískum bókum. Ein þeirra er sérstaklega eftirtektarverð vegna hins bar'ns- lega sakleysis, sem kemur fram í frásögn hennar, en það er „Roosevelt og Hopkins“, eftir Robert E. Sherwood. Þessi einkenni- legi leynisendiboði (Hopkins), sem flaug um í miðjum skarkala stríðsins til þess að ræða nrálefni, er liann bar ekki skyn á, við ókunna menn á ókunnum stöðurn, lætur í þcssari bók í ljós skoðun sína á hinni óheilla- vænlegu Yalta ráðstefnu. Hann segir: „Við trúðum því í raun og veru í hjarta okkar, að nú væri farið að birta af hinum nýja degi, sem við höfðum allir beðið um og talað um í svo mörg ár. Við vorum svo algerlega vissir um það, að við hefðum unnið hinn fyrsta, mikla sigur friðarins — Rússar höfðu sýnt það, að þeir gátu verið sanngjamir og víðsýnir og það var enginn minnsti vottur efasemda í huga forsetans eða nokkurs okkar, um að við gætum ekki átt friðsamlega sambúð við þá, eins lengi og okkur gat órað fvrir. En þó var okkur öllum Ijóst, að við gæt- um ekki sagt fyrir hver árangurinn mundi verða, ef eitthvað skyldi koma fyrir Stalin. Við vorum vissir um það, að við gætum reitt okkur á, að hann mundi verða sanngjarn, DAGRENN I NG 17

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.