Dagrenning - 01.10.1950, Qupperneq 21

Dagrenning - 01.10.1950, Qupperneq 21
hálfri öld (nema sú áætlun, sem á undan var hugsuð) með því að beygja stjómmálamenn undir vilja zionista, og sagnfræðingar fram- tíðarinnar munu verða fonáða er þeir sjá, hve sigursælir þeir hafa verið, jafnvel þó enda- lokin verði ægilegt hrun. í meira en þrjá- tíu ár hafa stjórnmálaleiðtogar hinna kristnu Vesturlanda hópast saman með snöru zionista um hálsinn líkt og borgaramir frá Calais á mynd Rodins. * Til þess að gera sér Ijóst hve stórkostleg- ir þessir atburðir eru, er aftur bezt að líta á þá eins og fjallgarða, er gnæfi upp úr jafn- sléttu tímans. Frá fvrstu mishæðinni og allt að þeim tindi,. sem þeir liafa nú náð, ná þeir aðeins yfir fimmtíu ára tímabil en setja þó svip sinn á allt umliverfið og varpa skugg- um sínum inn í framtíðina. Það var ekki fyrr •en 1882, sem heyrðist fyrst pískrað urn póli- tískan zionisma í Gyðingahverfum Rúss- lands, þar sem söfnuður fólks bjó, sem hinn kristni heimur vissi tæplega að var til. Og það var ekki fyrr en 1897 sem Theodor Herzl lét kalla saman fyrsta zionistaþingið í Basel. Hann sagði: „Allt frá þeirri stundu, sem ég gekk í zionista-hreyfinguna, beindust augu mín að Englandi, vegna þess að ég sá, að vegna almennra skilyrða, er þar voru fyrir hendi, hlaut þar að verða þungamiðja og Ivftistöng hreyfingarinnar." Á sjötta zinonistaþinginu, 1903, sagði Max Nordau: „Leyfið mér að benda yður á eftir- farandi áfanga, sem eru eins og rimlar í stiga, sem liggur hærra og hærra: Herzl, Zionista- þingið, Unganda tillagan brezka, væntanleg heimsstyrjöld, friðarráðstefna, þar sem Pal- estína verður frelsuð og gefin Gyðingum með hjálp Englands". Það má nú segja að hér sé rétt séð fram í tímann. Það er rétt að bera þessa furðulegu framsýni saman við skammsýni Chamber- lains eða Roosevelts forseta. Fyrri heimsstvrjöldin skall á og þegar tveir þriðjungar hennar voru liðnir, 1917, kom Balfour yfirlýsingin, nákvæmlega samkvæmt þessari áætlun. Balfour lýsti einu sinni sögu mannkvnsins, sem vansæmandi tímabili í lífi einnar af minni stjörnunum. Yfirlýsing hans hæfir þeirri lýsingu. Við vorum skuld- bundnir til þess að frelsa Araba undan oki Tvrkja en höfðum ekkert vald til að skipa fyrir um innflutning nýs fólks í land þeirra né setja þeim nýja húsbændur. Þeir voru ekki fremur spurðir en brezka þjóðin. Á stríðstímum krefjast stjómmálamennirnir ótakmarkaðs valds. Balfour-vfirlýsingin hafðist fram mest- megnis fyrir fortölur ýmissa levnilegra áróð- ursmanna, sem aðstöðu liöfðu til að beita áhrifum sínum á brezku stjórnina í þessu máli, en um þá eða málefni þeirra vissi al- menningur ekkert. Brottvikning Asquits úr ráðherrastól í fyrra stríði virðist muni hafa verið því að kenna, að hann neitaði að stvðja pólitískan zionisma. Með Balfour- yfirlýsingunni kemur pólitískur zionismi fyrst opinberlega, en þó óljóst, fram á sjónar- sviðið meðal þeirra, er keppa um völd og landsyfirráð í heiminum. Balfour lávarður lítur „aðeins með velþóknun á stofnun þjóðar heimilis í Palestínu fyrir Gyðinga." Brezkir ráðherrar tóku það fram, að „þjóðar- heimili" þýddi ekki „zionista ríki“. Þó voru zionista innflytjendur frá fjarlægum löndum fluttir inn í Palestínu, undir brezkri vemd, þar til Gyðingar voru orðnir þriðungur allra landsmanna, en um 1917 voru þeir aðeins sjö af hundraði. Auðséð var að meiri hluti mundi allrei fást á þennan hátt. Uppþot Araba í mótmælaskyni voru tíð og var brezka stjómin beinlínis farin að óttast styrj- öld og tilkynnti þá (1939), að hún mundi ekki halda áfram að hlevpa þessum óboðnu DAGRENNING 19

x

Dagrenning

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.