Dagrenning - 01.10.1950, Blaðsíða 22

Dagrenning - 01.10.1950, Blaðsíða 22
gestum inn í landið, nema innfæddir Arabar í Palestínu samþykktu það. En um það leyti skall á styrjöld í Evrópu. Tíu árum áður (1928) hafði einn af for- vstumönnum zionista, Melchett lávarður, talað mjög í sönru átt og M. Nordau 1903. Ilann sagði: „Við skulum bregða okkur aftur í tímann til 1913. Ef ég liefði þá sagt við yður: „Komið á ráðstefnu til þess að ræða endurreisn þjóðarheimilis í Palestínu,“ þá hefðuð þér álitið mig óraunsæjan draum- óramann, jafnvel þó að ég hefði sagt yður, að austurríski erkihertoginn yrði myrtur, og af öllu því, sem af því leiddi, mundi tækifær- ið koma, tilefnið til að setja á stofn þjóðar- heimili fyrir Gyðinga í Palestínu. Hefur ykk- ur nokkurn tíma dottið í hug hve eftirtektar- vert það er, að upp úr þessu blóðbaði skuli þetta tækifæri hafa komið? Trúið þið því í raun og veru, að þetta sé tilviljun? Trúið þið þvi í hjarta ykkar að við höfum verið leidd aftur til ísrael af eintómri tilviljun. Hald- ið þið, að það sé ekki einlrver dýpri til- gangur á bak við þetta tækifæri, sem okkur hefur verið gefið. Eftir að við höfum reikað um á eyðimörkinni í tvö þúsund ár hefur tækifærið boðist aftur, en margir sitja kyrrir og segja, að það komi okkur ekkert við. Mér þætti gaman að vita, livort þeir hafa gert sér ljósa þessa atburðakeðju". Ef þessi orð hafa þýtt það, senr þau virð- ast þýða, að sá Guð, sem pólitískir zion- istar trúa á, hafi fyrirskipað morðið á erki- hertoganum og blóðbaðið mikla til þess að koma þjóðarheimilinu á stofn, þá er hægt að heimfæra þau með lítilsháttar breytingum upp á seinna blóðbaðið, sem varð til þess að zionista-rikið var stofnað. Sá, sem talaði þessi orð, hefði, ef hann hefði lifað, getað spurt með jafnmiklum eða jafn litlum sann- indum árið 1947, hvort menn héldu að þetta væri ekki einnig tilviljun. Það sannaðist undir lokin í síðari sh'rj- öldinni, að tvö helztu stórveldin, sem háðu styrjöldina, voru sammála í tveirn megin málum, þó að þau væru ósammála um flest annað: Útþenslu Sovétheimsveldis og stof- un zionista-ríkis. Síðari fjallstindinum var náð. Brezka stjórin hrökklaðist að lokum frá framkvæmdarstjórninni í Palestinu, en aðrir héldu áfram þeirri stefnu er mörkuð var með hinu óheillavænlega skaðræðisverki 1917. Aftur reyndust það vera leynilegir áróðurs- menn, sem máttu sín mikilis hjá valdamikl- um embættismönnum og þeim, sem með völdin fóru í heiminum. Zionista-ríkið var ekki meðal þeirra markmiða, sem lýst var yfir, þegar alþýða landanna var kölluð til vopna hver gegn annarri. Þó var komið á fót alþjóða stofnun i stríðslokin, sem kallast Samein- uðu þjóðirnar og meiri hluti meðlima hennar — en meðal þeirra eru svo ægileg stórveldi sem Liberia og Haiti, — úrskurðaði, að land forfeðra hinna meinlausu Palestínu Araba skyldi vera opið fyrir innflytjendum frá Aust- ur Evrópu. Vopn, peningar og innflytjend- ur var sent og kom frá Ameríku og Rússlandi. í þessu andrúmslofti skinhelgi og gervi- lögmælis var árás lýst siðferðilega réttmæt og leyfð í einu tilfelli og á einum stað. Með þessum ráðstöfunum brutu forustu- menn stjómmálanna úr flokki and-zionista allar siðferðilegar meginreglur og réttindi, sem þeir ávallt áður höfðu prédikað, en slíkt hafði áður orðið aðalorsök tveggja heimsstyrjalda. Engin dæmi þekkjast úr veraldarsögunni um svo einkennilega eða ósvífna árás og þegar þessi ráðstefna hef- ur starfað lengur munu rnargir af með- limum hennar hrópa: „Wi þér bölvaða stofnun" og óska þess, að hún hefði aldrei orðið til. Hanagal hefði átt að hljóma um þetta fremur aumkunarverða úthverfi New Yorkborgar, þar sem verkið var unnið. Hin nýja samkunda „Sameinuðu þjóðirnar“, sýndi sig að því strax í fæðingunni, að hún var 20 DAGRENNING

x

Dagrenning

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.