Dagrenning - 01.10.1950, Page 27

Dagrenning - 01.10.1950, Page 27
kristinna manna og er hræddur um að lítt verði færðar sönnur á þessi ummæli. En lesandi zionista blaðanna fékk að vita, að íhaldsflokkurinn í Englandi mundi, þó að hann „styddi utanríkismálastefnu social- istastjómarinnar", vera á móti henni í einu máli: zionisma. Hann fékk að vita frá ein- um af talsmönnum zionista urn heimsóknir eins starfsmanns íhaldsflokksins til Palestínu að tilhlutan Anthony Edens, og einnig, að „Bevin héldi áfrarn að þrjóskast ólundarlega, en breyting mundi verða á því á sínum tíma.“ Hann fékk að vita um stuðning Churchills áður en það var kunnugt Neðrimálstofunni, sökum þess að Bemard nokkur Baruch skýrði zionista félögum sínum frá eftirfarandi, í plaggi er gefið var út í New York: „Churchill sagði mér frá því í fyrra sumar, að hann væri fylgjandi brezkri viðurkenningu á ísrael.“ Þannig kom þessi hvatning til þingmanna íhaldsflokksins, urn að sh ðja árásina á Bevin í þcssu rnáli zionista lesandanum ekki á óvart, hann var þessu öllu fvrirfram kunnur. Hann var látinn vita það, sem brezkur kjós- andi rgjo hefur líklega ekki hugmynd um, að fyrsta verk íhaldsflokksins muni verða að viðurkenna mikilvægi framgangs zionista- stefnunnar. Hofmeyer viðurkenndi þetta í Suður-Afríku, og greinilegt er að ameríski forsetinn gerir það einnig. Þegar atburðirnir eru skoðaðir í því ljósi er blöð zionista varpa á þá, sézt hvernig leik- inn er hrífandi og glæsilegur leikur, þar sem flokki er att gegn flokki og stjómmálamönn- um teflt hverjum gegn öðrurn, í öllum löndum hins kristna heims, með því að koma þessu deilumáli upp á milli þeirra. Hlutskipti arabiskra flóttamanna er einnig lýst af meiri hreinskilni, en ef til vill enn napurlegar, í zionista blöðunum heldur en i hinum miklu upplögum heimsblaðanna. Aður en Bernadotte greifi var drepinn, sendi hann skeyti til Marshall um að örlög þessa fólks, er virtist vera gleymt, „numdu verða svo ógurleg að þau yrðu aðeins sambærileg við afleiðingar jarðskjálfta eða flóðbylgju.“ Þessari lýsingu ber saman við margar greinar í zionista blöðunum. Þar segir t. d. svo: „Það er ekki einn einasti Arabi eftir í állri Norður-Palestínu. Allir arabiskir íbúar í Safad flýðu meðan á hernaðaraðgerðum stóð. Þessi furðulegi brottflutningur 14.000 manna fór fram á minna en sex klukkustundum. Fara verður um borgir Araba og þorp til að skilja, hver ósköp hafa dunið yfir Araba Palistínu. Meir en þriðjungur allra Palestínu- Araba hefur mist heimili sitt og það er lítill vafi, að flestir hafa misst þau fyrir fullt og allt.“ — Gyðingar frá Mið- og Austurlöndum áttu að setjast að í þeim borgum og þorpum, sem Arabar höfðu flutt burt úr. Allan tímann, sem ég dvaldi í ísrael, sá ég varla •bregða fyrir Araba. Jaffa er eins og borg dauðra manna. Við slíkar greinar, sem náðu yfir margar blaðsíður, gátu Zionistar bætt með mestu ánægju þeim fréttum, að „Alþjóða flóttamannanefndin, sem að mestu er studd af Bandaríkjunum og Bretlandi, til- kynnti, að Arabar í Palestínu verði ekki að- njótandi aðstoðar hennar. Nefndin hefur út- hlutað einni milljón og fimm hundruð þús- und pundum til endurlandnáms Gyðinga. Helmingur uppphæðarinnar mun verða not- aður til að flvtja ungt fólk til ísrael“. 28. janúar 1949 ákvað þessi nefnd með öllum atkv. gegn því brezka einu, að veita eina milljón sterlingspunda til að senda fimmtíu þúsund Gyðinga inn í Palestínu. Orðið „flóttamaður“ virðist þurfa nvrrar skil- greiningar við á vorum dögum, líkt og svo mörg orð önnur, þegar „flóttamannanefnd" greiðir innrásarmönnum milljónir en flótta- mönnunum cr neitað um hvem eyri. Rúsínan kom svo 19. des. 1948, meðan verið var að reka Araba slyppa og snauða út DAGRENNING 2B

x

Dagrenning

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.