Dagrenning - 01.10.1950, Side 40

Dagrenning - 01.10.1950, Side 40
(þ. e. J. G.) á, að særa þann mann, sem fram- Tcvæmd bænadagsmálsins hevrir undir (þ. e. biskupinn) og svívirða hann og tortrvggja í augum þjóðarinnar að hann vílar ekki fvrir sér að tileinka honum þessi orð: „Vér höf- um ekkert að jrakka Guði fyrir og þar af lciðandi er slíks dags (þ. e. alm. bænadags) engin þörf.“ Það eru vísvitandi ósannindi að ég hafi í greinum mínum ráðist að biskupi landsins með svívirðingum eða reýnt að tortn'ggja hann í augum alþjóðar. En hann hefur sjálfur gcfið tilefni til slíkrar ályktunar í útvarps- erindi og grein um málið. Látum lir. biskup- inn sjálfan tala. 1 Kirkjublaðinu 17. apríl er birt útvarps- eriudi biskups um almennan bænadag. Þar segir liann orðrétt: „Adam Rutherford átti tal við mig um hugmyndina um bænadag og taldi mikil- vægt fyrir okkur íslendinga að tileinka okk- ur hana. Skildist mér að hann vildi umfram allt láta okkur þakka endalok styrjaldarinnar og hversu við heíðum átt miklu láni og hag- sæld að fagna ófriðarárin. — Samtal okkar Ruthcrfords var ekki Jangt. Ég spurði liann, livort brezka þjóðin hefði fyrirskipað slíkan dag. Ég sagði honum að við íslendingar værum gönml menningarþjóð, sem óskuðum þess framar öllu öðru að lifa í þessu landi í friði, og að hér rnætti þróast menning og allt sem gott er, heilbrigt og fagurt. Við hefðum ekki átt sök á heims- styrjöldinni, en hefðum þó orðið að færa okk- ar fórnir, sennilega hlutfallslega stærri fórnir en flcstar ófriðarþjóðirnar. Rutlierford talaði ekki oftar um þetta mál við mig.“ (Allar lbr. mínar). Nú vil ég spyrja séra Svein Víking: Hvað þýða þessi umrnæli, ef þau þýða ekki það, að biskupi landsins liafi þótt það óþarfi að „þakka endalok styrjaldarinnar?“ Biskupinn segir: \7ið áttum ekki sök á heimsstyrjöldinni og við færðum í þeirri styrjöld okkar fómir — hlutfallslega stærri fórnir en flestar stór- þjóðirnar. — Rökrétt ályktun af þessum orð- um hr. biskupsins hlýtur að verða þetta: Þar sem við fslendingar fórum „hlutfallslega" ver út úr síðustu heimssri’rjökl en sjálfar stór- þjóðirnar, fvrir livað höfum við þá að þakka Drottni? Ég veit að séra Sveinn \7íkingur getur hugsað „ef hann nennir því“, og nú skora ég á liann að gera grein fvrir því í næsta Kirkjublaði hvað þessi tilfærðu ummæli hr. biskupsins eiga að þýða, ef þau þýða ekki þetta, sem ég hér hefi bent á. Það stvður og rnína skoðun, að lir. biskupinn lvsir því vfir að Rutherford hafi ekki oftar rætt rnálið við hann. Ef séra Sveinn Víkingur getur túlkað þessi tilfærðu unmiæli hr. biskupsins svo, að hann liafi talið það bæði rétt og tilhlýðilegt, að þjóðin þakkaði, á sérstökum þakkargjörðar- og bænadegi, Drottni fyrir vemd og varð- veislu á styrjaldarárunum, skal ég taka öll mín ummæli aftur opinberlega í sjálfu Kirkjublað- inu. Ég er ekki á neinn hátt ósáttur við hr. bisk- upinn þó mér þætti mjög miður að hann skyldi ekki finna hvöt hjá sér til að sinná málinu þegar frá öndverðu. Ég skal játa, að mér þóttu kaldyrði hans og hníflar í garð okkar Rutherfords, sem ekkert höfðurn til þeirra unnið, næsta ómaklegt og þar sem mér er tamt að bera hönd fyrir höfuð mér, ef á mig er ráðist, sérstaklega þegar ég finn að árásin er tilefnislaus, og mér er sama hver sá er, sem þar á í hlut, gerði ég það eins í þetta skipti. Eitt af því, sem séra Sveinn Víkingur ber mér á brýn er það, að ég vilji „blanda bænadagsmálinu saman við viðkvæm utan- ríkis- og stjómmál." Ég vil enn spyrja séra Svein: Vill hann sjálfur og hr. biskupinn lýsa því yfir opinberlega, að þeir séu reiðubúnir til 38 DAGRENNING

x

Dagrenning

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagrenning
https://timarit.is/publication/1118

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.