Morgunblaðið - 02.01.2015, Blaðsíða 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015
Sjónmælingar í Optical Studio
Tímapantanir í síma:
Optical Studio í Smáralind, 5288500
Optical Studio í Keflavík, 4213811
Optical Studio í Leifsstöð, 4250500
„Um þessi áramót erum við enn á ný minnt á þakkarskuld sem
við eigum að gjalda fólkinu sem ruddi brautir þess árangurs
sem Ísland hefur náð,“ sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti
Íslands, í nýársávarpi sínu í gær. Hann rifjaði upp að í fyrra
voru liðin 70 ár frá lýðveldisstofnun og að á þessu ári yrði þess
minnst að fyrir öld fengu konur kosningarétt og kjörgengi til
Alþingis. Hvort tveggja hrfði markað byltingarkennd tímamót.
Forsetinn sagði að afmæli lýðveldisins, fyrirhugaðir atburðir
helgaðir réttindabaráttu kvenna og aldarafmæli fullveldisins
innan fárra ára væru vegvísar um þann árangur sem Íslend-
ingar hefðu náð. „Um leið og við þróum áfram þá lýðræðishefð
sem á djúpar rætur í íslenskri sögu, gerum aðhald og gagnsæi
að grundvelli stjórnkerfis, er nauðsynlegt að gleðjast líka yfir
árangrinum sem kynslóðirnar og við sjálf höfum náð.
Þjóð getur aldrei þrifist á gagnrýninni einni saman, þótt læra
þurfi af mistökum. Hún verður einnig að halda til haga hinum
góðu verkum, heiðra það sem vel var gert, vita hve oft henni
hefur tekist að ná og halda til jafns við aðra; hvaða verk skipa
henni í fremstu röð,“ sagði forsetinn.
Hann sagði að þótt umræðan um árangur Íslendinga væri lítt
í tísku hér heima væri merkilegt að á liðnu ári skyldu tveir af
fremstu háskólum Bandaríkjanna og ein virtasta efnahags-
stofnun veraldar meta árangur og stöðu Íslands þannig að
skipa okkur á mörgum sviðum ýmist í efstu sæti eða á meðal
hinna efstu. Þar er um að ræða hóp vísindamanna undir forystu
Michaels Porters, prófessors við Harvard-háskóla, sem birti
skýrslu um mat á árangri þjóða varðandi efnahagslíf, lýðræði,
velferð, heilbrigði, mannréttindi, fjölmiðlun og fleiri þætti. Ís-
land var sett í fyrsta sæti við mat á lífslíkum barna og hreinlæti,
umburðarlyndi og félagslegri þátttöku, næringarstigi og al-
mennri heilbrigðisþjónustu, persónulegu öryggi, aðgangi að
upplýsingum og sessi minnihlutahópa.
Alþjóðaefnahagsráðið (World Economic Forum) setti Ísland
í fyrsta sæti þegar metin var staða kvenna á vettvangi stjórn-
mála, lýðræðislegrar forystu og menntunar. Þegar ákveðið var
að veita í fyrsta sinn verðlaun fyrir árangur í þróun sjálfbærni
og hreinnar orku ákvað ung stofnun við Cornell-háskóla í
Bandaríkjunum að veita íslensku þjóðinni þann heiður.
Forsetinn sagði að áfram biðu verkefni úrlausnar. Þar skipti
mestu að útrýma fátæktinni sem þjakaði of marga, einstæðar
mæður, aldraða og öryrkja. „Nú þegar vöxtur er í flestum
greinum, glíman við hrunið að mestu að baki, ættum við að
sameinast um það sjálfsagða markmið að enginn Íslendingur
þurfi að búa við fátækt, að öllum séu tryggð mannsæmandi lífs-
kjör; uppfylla loksins kröfuna sem alþýðuhreyfingar settu á
oddinn,“ sagði forseti Íslands. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Golli
Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson minnti á nauðsyn
þess að gleðjast yfir árangri genginna kynslóða og okkar.
Góðum verkum
haldið til haga
Áramótaávarp forsetans
„Tækifærin sem bíða okkar hafa aldrei verið jafnmörg og stór og
þau eru nú,“ sagði Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráð-
herra í áramótaávarpi sínu á gamlárskvöld. „Íslendingar hafa
náð nánast einstökum árangri við uppbyggingu samfélags á liðn-
um áratugum.“ Hann sagði nánast sama hvaða alþjóðlegu sam-
anburðarlistar væru skoðaðir þar sem lagt væri mat á lönd eftir
atriðum á borð við jafnrétti, lífsgæði, öryggi, heilbrigðisþjónustu,
læsi eða langlífi, alls staðar væri Ísland á meðal þeirra efstu. Þá
hefðu fulltrúar þjóðarinnar unnið ótrúleg afrek t.d. á sviði lista,
vísinda, fræða og jafnvel í íþróttum.
Sigmundur Davíð sagði að sú staðreynd að á Íslandi væri
lægsta hlutfall fátæktar í Evrópu segði ekki að við ættum að
sætta okkur við það hlutfall, „hún segir okkur að fátækt eigi ekki
að þurfa að vera til á Íslandi“.
Þá vék forsætisráðherrann að árangri í efnahagsmálum og
sagði að sjaldan hefði tekist jafnvel og nú að koma á efnahags-
legum stöðugleika. Það endurspeglaðist m.a. í lítilli verðbólgu
sem hefði mælst undir verðbólgumarkmiði Seðlabankans í tæpt
ár. Kaupmáttur launa hefði aukist um meira en 5% á einu ári og
verðmætasköpun jókst meira á nýliðnu ári hér en í flestum ef
ekki öllum Evrópulöndum. Hann benti á að atvinnuleysi væri
komið niður í 3% og að um 6.000 ný heilsársstörf hefðu orðið til á
einu og hálfu ári. Þá hefði fjárfesting aukist talsvert og mörg og
fjölbreytileg atvinnuskapandi verkefni væru í burðarliðnum.
Um leið væri tugum milljarða skilað til heimilanna með lækk-
un skatta og gjalda og beinum framlögum þar sem sérstaklega
væri hugað að því að bæta stöðu lágtekjufólks og fólks með milli-
tekjur. Hann sagði að skerðingar á örorku- og lífeyrisbótum, sem
ráðist var í fyrir fimm árum, hefðu að fullu verið afnumdar. Þá
hefðu framlög til félagsmála aldrei í sögu landsins verið meiri en
þau yrðu á nýja árinu. Á liðnu ári var einnig „hrint í framkvæmd
einstæðri aðgerð til að rétta hlut íslenskra heimila sem tóku á sig
umtalsverðar byrðar í kjölfar fjármálaáfallsins“.
Árangur ársins 2014 hefur alla burði til að verða traustur
grunnur áframhaldandi framfara á árinu 2015, að mati forsætis-
ráðherrans. Á þessu ári verður meira fjármagni varið til Land-
spítalans en nokkurn tíma áður og árlegt framlag til tækjakaupa
á spítalanum mun sjöfaldast.
Forsætisráðherrann vék einnig að fjármagnshöftunum og
sagði að stærsta hindrunin í afnámi þeirra væru slitabú föllnu
bankanna sem hefðu þegar starfað lengur en æskilegt gæti talist.
Hann sagði nauðsynlegt að þessi fyrirtæki legðu sitt af mörkum
til samfélagsins og nefndi að víða erlendis, t.d. í Bandaríkjunum,
hefðu fjármálafyrirtæki verið látin greiða himinháar sektir ofan á
endurgreiðslu lána til að bæta samfélögunum það tjón sem hlotist
hefði af framgöngu þeirra. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Eggert
Forsætisráðherra Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði í ára-
mótaávarpinu að fátækt ætti ekki að þurfa að vera til á Íslandi.
Við eigum mörg
og stór tækifæri
Ávarp forsætisráðherra
„Það er kallað eftir leiðtoga. Það heyrist oft í umræðunni.
Kirkjan bendir á leiðtogann Jesú Krist. Hann er svarið við
spurningum um mann og heim. Hann er fyrirmynd. Hann er
frelsari, sá sem gerir okkur frjáls en um leið ábyrgðarfull um
velferð náungans og samfélagsins alls,“ sagði Agnes M. Sigurð-
ardóttir, biskup Íslands, í nýárspredikun sinni í Dómkirkjunni
á nýársdagsmorgun.
Hún sagði að guðstrúin hefði verið það afl sem bjó að baki
þjóðfélagsskipaninni, en nú væri öldin önnur. Agnes vitnaði til
greinar prófessors Þóris Kr. Þórðarsonar heitins um samein-
ingu og upplausn samfélaga og sagði orð hans vera umhugs-
unarverð. Dr. Þórir skrifaði m.a. að með þjóðum Evrópu hefði
búið dulin en virk afstaða til lífsins. Sameiginleg grundvallarlög
lífsins hefðu gilt um öll mannleg samskipti og þau hefðu sprott-
ið af vitundinni um raunveruleika Guðs. Þegar Guð hefði horfið
úr vitund Evrópuþjóða og þar með hin duldu grundvallarlög
lífsins hefðu þjóðirnar sundrast í hagsmunahópa. Eilíf gildi
hefðu verið afnumin og stundleg lífsgildi sett í þeirra stað.
„Það virðist á stundum sem við sem þetta land byggjum nú
um stundir höfum ekki sameiginlegan grundvöll til að standa á.
Það er sama hvað sagt er og gert er. Það er allt dregið í efa og
stutt er í hugsanir um annarlegan tilgang eða hagsmunapot.
Það stafar meðal annars af því að við blasir að ekki hafa allir
landsmenn sömu tækifæri til að lifa áhyggjulausu lífi, hvað
varðar efnahagslega afkomu,“ sagði Agnes biskup.
Biskupinn sagði að mesti auður þessa lands væri fólkið sem
hér byggi. Í samfélaginu þyrftu að vera aðstæður til að koma
öllum börnum til manns og hverjum manni til hjálpar sem væri
hjálparþurfi. Hver maður, karl eða kona, ætti að búa við þær
aðstæður að geta vaxið og þroskast sjálfum sér til farsældar og
náunganum til blessunar. Séra Agnes sagði að þau sem hlýddu
á Jesú og yrðu vitni að kraftaverkum hans hefðu hrifist af hon-
um. „En það var ekki nóg, því trú þeirra þurfti að þroskast og
vaxa. Á sama hátt þarf að búa að íslenskri þjóð að hún fái vaxið
og þroskast, bæði á veraldarinnar vísu en ekki síður á andlega
vísu. Leyfum leiðtoganum Jesú Kristi að leiða okkur áfram veg-
inn á nýju ári og um framtíð alla. Því mun fylgja blessun og far-
sæld og fullkomin lífsfylling,“ sagði biskup Íslands.
Séra Agnes nefndi einnig að á þessu ári væru liðin 200 ár frá
stofnun elsta starfandi félags landsins. Hið íslenska Biblíufélag
var stofnað 10. júlí árið 1815. Afmælisins verður minnst með
ýmsum hætti á þessu ári. Agnes sagði það vera umhugs-
unarvert að elstu starfandi félög landsins væru tengd Biblíunni
og bókmenntunum, menningararfi okkar og uppsprettu hug-
mynda okkar um mann og heim. Þau væru Hið íslenska biblíu-
félag og Hið íslenska bókmenntafélag. gudni@mbl.is
Morgunblaðið/Ómar
Biskup Íslands Agnes M. Sigurðardóttir sagði að þjóðin þyrfti
að fá að vaxa og þroskast veraldlega en ekki síður andlega.
Þjóðin fái vaxið
og þroskast
Nýárspredikun biskupsins