Morgunblaðið - 02.01.2015, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 02.01.2015, Blaðsíða 18
18 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015 Skútuvogi 6 - Sími 568 6755 plankaparket Verðdæmi: 190 mm Eik Rustik burstuð mattlökkuð 7990.- m2 Nýsköpunar- og sprotasjóðurinn Eyrir Sprotar hefur gert samning um kaup á hlutafé í íslenska tækni- fyrirtækinu Mure ehf. Eyrir Sprotar er hluti af fjárfest- ingafyrirtækinu Eyrir Invest og hefur áður fjárfest í sprotum á borð við Remake Electric og Saga Me- dica. ViðskiptaMogginn sagði frá starf- semi Mure í sumar en fyrirtækið tók þátt í frumkvöðlaátakinu Startup Reykjavík. Mure þróar hugbúnað- inn Breakroom sem í stuttu máli skapar vinnuaðstöðu í sýndarveru- leika, í tækjum á borð við Oculus Rift. Þar getur starfsmaðurinn skapað sér vinnuumhverfi eftir eigin óskum, lágmarkað streitu og há- markað afköst. Í nóvember var greint frá því að Google hygðist nota hugbúnað Mure í tilraunaskyni á vinnustöðvum starfsmanna bandaríska tækniris- ans. Hraðvaxtartækifæri Í tilkynningu segir að Hilmar Bragi Janusson verði stjórnarfor- maður Mure. Hilmar Bragi situr í fjárfestingaráði Eyris Sprota og er forseti verkfræði- og náttúruvís- indasviðs Háskóla Íslands. „Svo virðist sem Mure sé að bjóða rétta tækni á réttum tíma fyrir af- markaða og vel skilgreinda þörf í vinnuumhverfi. Það á að vera upp- skrift að hraðvaxtartækifæri fyrir hæfileikaríkt og vel menntað teymi eins og Mure,“ segir hann. „Það að fá Eyri Sprota inn sem fjárfesti er gríðarlega þýðingarmik- ið fyrir okkur. 3-D sýndarveruleiki er loks að verða að alvöru viðskipta- tækifæri, þetta eru virkilega spenn- andi tímar,“ segir Diðrik Steinsson, framkvæmdastjóri Mure, en Diðrik stofnaði fyrirtækið í félagi við Bjarna Rafn Gunnarsson og Anton Heiðar Þórólfsson. Áður hefur Mure fengið aðstoð með aðstöðu og styrkjum hjá NMÍ og verkefnisstyrk frá Tækniþróun- arsjóði. ai@mbl.is Eyrir eignast hlut í Mure  Hilmar Bragi Janusson verður stjórnarformaður Diðrik Steinsson Hilmar Bragi Janusson Morgunblaðið/Golli Framúrstefnulegt Ljósmynd sýnir hvernig sýndar-vinnurými Mure birtist á linsum sýndarveruleika-gleraugna á borð við Oculus Rift. Allir helstu gjaldmiðlar veiktust gagnvart bandaríkjadal á árinu 2014 en gull var sá gjaldmiðill sem veiktist minnst. Þetta er niðurstaða markaðsrannsóknavefsins Hard As- sets Investor sem kallar banda- ríkjadalinn sterkasta gjaldmiðil lið- ins árs en gull næststerkasta gjaldmiðilinn. Frá ársbyrjun til seinustu viku desember veiktist heimsmark- aðsverð á gulli um 2% gagnvart bandaríkjadal. Á sama tímabili veiktist indverska rúpían um 2,4% gagnvart dalnum. Kínverska yuanið veiktist litlu meira. Nýsjálenskur dollar, breskt pund, kanadadollar, ástralíudollar og svissneskur franki veiktust allir um meira en 5% en minna en 10% gagnvart dal. Af stóru gjaldmiðlum heimsins veiktist rússneska rúblan mest gagnvart dalnum eða um ríflega 40% yfir árið. Hækkandi kaffibolli Forbes leit einnig yfir árið og komst að því að 2014 var ekki gott ár fyrir margar hrávörur. Þeir sem hafa átt gamlan kaffi- poka uppi í eldhússkáp frá því í jan- úar geta fagnað arðbærri fjárfest- ingu því kaffi er sú hrávara sem hækkaði mest árið 2014 eða um 48,6%. Washington Post bendir á að það voru einkum þurrkar í Brasilíu sem ýttu kaffiverðinu upp enda landið einn af stærstu kaffiframleið- endum heims. Þurrkar áttu líka þátt í að ýta verði á nautakjöti upp um 31,8% en kakó hækkaði um 7,7%. Af öðrum hrávörum má nefna sykur sem lækkaði um 11,2%, plat- ínu sem missti 11,8%, og silfur sem seldist 18,4% ódýrara í lok ársins. Þá ætti fatnaður að lækka í verði því heimsmarkaðsverð á bómull fór niður um 27,9%. Mest lækkaði hrá- olía, um 49% á árinu. Til samanburðar hækkaði Nas- daq 100-vísitalan um 19,8% yfir ár- ið, S&P 500 hækkaði um 12,8% og Dow Jones-vísitalan styrktist um 8,9%. ai@mbl.is AFP Baunir Þurrkarnir í Brasilíu hafa verið þeir mestu í áttatíu ár og hækkað heimsmarkaðsverð á kaffi. Kaffi hækkaði mest á liðnu ári  Gull sterkara en flestir aðrir helstu gjaldmiðlar Kínversk stjórnvöld birtu á fimmtu- dag mælitölur atvinnulífsins fyrir desember. Stendur þar upp úr að inn- kaupastjóravísitalan (PMI) dróst saman milli mánaða, mældist 50,1 í desember en var 50,3 stig í nóvem- ber. Vísitalan er reiknuð þannig að 50 stig jafngilda engri magnbreytingu milli mánaða, mæling undir 50 jafn- gildir samdrætti og mæling yfir 50 er til marks um aukningu. Þykir innkaupastjóravísitalan til marks um hvort hjól atvinnulífsins snúast hægar eða hraðar. Innkaupastjóravísitalan í desem- ber er í samræmi við væntingar markaðsgreinenda, samkvæmt könn- un sem Reuters gerði. Þrátt fyrr lækkaða innkaupa- stjóravísitölu berast jákvæðar fréttir úr ákveðnum atvinnugreinum. Inn- kaupavísitalan fyrir þjónustugeirann hækkaði milli mánaða og fór úr 53,9 í nóvember upp í 54,1 í desember. Þjónustugeirinn myndar um helming kínverska hagkerfisins. Vísitala sem mælir nýjar pantanir lækkaði úr 50,9 stigum í nóvember niður í 50,4 stig í desember. Útflutn- ingsvísitalan batnaði lítillega, fór úr 48,4 stigum í nóvember upp í 49,1 stig í desember. Reuters segir mælingarnar í des- ember auka líkurnar á að ráðamenn í Beijing muni grípa til frekari aðgerða til að örva hagkerfið svo að aftra megi því að dragi harkalega úr hagvexti. Á liðnu ári beittu stjórnvöld ýms- um brögðum til að koma í veg fyrir að hægði um of á hjólum atvinnulífsins. Þannig voru stýrivetir lækkaðir í nóv- ember, bankakerfið fékk fjármagns- innspýtingu og slakað var á reglu- verki fjármálageirans til að ýta undir lánveitingar. Þá hefur hag- skipulagsráð verið duglegt við að samþykkja framkvæmdir til að byggja grunninnviði landsins. ai@mbl.is AFP Afköst Starfsmaður bílaverksmiðju í bænum Zouping. Innkaupastjóra- vísitalan í desember sýnir merki um að hægt hafi á atvinnulífinu. Kínverska innkaupastjóravísi- talan fór niður í desember  Greinendur búast við að stjórnvöld grípi til enn meiri örvunaraðgerða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.