Morgunblaðið - 02.01.2015, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 02.01.2015, Blaðsíða 41
MENNING 41 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015 Poppdrottningin Madonna á ekki sjö dagana sæla. 14 lögum af væntanlegri plötu hennar, Rebel Heart, hefur ver- ið lekið á netið til viðbótar þeim 13 sem lekið var fyrir jól, skv. vefnum Billboard. Lögin eru ekki fullkláruð heldur prufuupptökur og hefur Ma- donna líkt lekanum við hryðjuverk og „listræna nauðgun“. Meðal þeirra laga sem síðast var lekið er lag sem Madonna vann með Pharrell Willi- ams og nefnist „Back That Up (Do It)“. Í frétt dagblaðsins Guardian um lekann segir að stuldurinn á upptök- unum sýni enn og aftur hversu erfitt það sé orðið varðveita hugverk og persónulegar upplýsingar fyrir tölvu- þrjótum og er tölvuárásin á Sony Pictures nefnd því til stuðnings. Madonna segir í samtali við Guard- ian að mögulega hafi hennar eigin tölva orðið fyrir árás hakkara, þ.e. ekki tölva einhvers sem kemur að gerð plötunnar. Það sé í raun meira áfall fyrir hana sem listamann að verða fyrir slíkum þjófnaði en ef brot- ist væri inn til hennar og málverki stolið. Þjófnaður Madonna er að vonum miður sín yfir því að upptökum fyrir næstu plötu hennar, Rebel Heart, hafi verið lekið á netið. 14 upptökum til við- bótar lekið á netið AFP Davíð Már Stefánsson davidmar@mbl.is „Þetta eru einleiksfantasíur sem ég spila á viðarflautu. Hljómurinn er því aðeins innilegri en ef flautan væri úr silfri eða gulli,“ segir flautuleikarinn Melkorka Ólafsdóttir en hún gaf ný- verið út einleiksplötu með Tólf fant- asíum Georgs Philipps Tele- mann fyrir flautu. „Þetta eru verk sem ég hef unnið með í mörg ár, við Elfa Rún Krist- insdóttir fiðluleikari ferðuðumst með verkin um landið sumarið 2008 og fluttum þau í kirkjum,“ segir hún. Þess má geta að tónleikarnir voru til- nefndir til Menningarverðlauna DV sem tónleikar ársins og voru meðal tónleika ársins að mati gagnrýnenda Morgunblaðsins. Tók nýverið stóra beygju Þjóðverjinn Georg Philipp Tele- mann var með afkastamestu tón- skáldum átjándu aldarinnar. Hann lét eftir sig fjölda verka og má þar nefna Tólf fantasíur fyrir einleiks- flautu án bassa sem komu út í Ham- borg í kringum 1733. Í fantasíunum þykir Telemann sýna einstakt vald yfir laglínum, formum og hljómrænu. „Tónlistin er undurfögur og tíma- laus þrátt fyrir að hún sé skrifuð á átjándu öld. Hún á mjög mikið erindi í dag og það er ljóst að Telemann hef- ur verið virkilega hugmyndaríkur maður. Hann spilaði til dæmis á alls- konar hljóðfæri og skar út prentið fyrir nóturnar sínar sjálfur. Hann hefur verið algjör töffari,“ segir Mel- korka kímin. „Það var líka óvenjulegt að skrifa einleiksstykki fyrir flautu, á þessum tíma snerist allt um að búa til hljóma. Það er náttúrlega ekki hægt að búa til hljóma með aðeins einu blásturs- hljóðfæri, það getur bara framkallað einn tón í einu. Tónsmíðar hans sner- ust mikið um að beita brellum til að það kæmi út hljómræna þrátt fyrir að aðeins ein nóta væri spiluð í einu. Flétturnar eru því magnaðar,“ segir flautuleikarinn. Melkorka er mjög reynd í flautu- leik en á Íslandi lærði hún m.a. hjá Bernharði Wilkinssyni, Hallfríði Ólafsdóttur og Maríu Cederborg. Hún lauk jafnframt prófum frá Listaháskóla Íslands og Konserva- toríunum í Haag og Amsterdam. Hún stundaði einnig meistaranám við Gu- ildhall School of Music and Drama í London og hlaut þar til að mynda James Galway-verðlaunin. Melkorka lærði líka hjá Patricks Gallois í París og lauk þar Premier Prix og Prix de Exellence prófum með hæstu ein- kunn. „Ég tók nýverið beygju í mínum ferli. Ég hef lært og spilað á flautu í tuttugu ár en ákvað síðasta vor að taka við stöðu verkefnastjóra í Hörpu. Lífið snýst þannig ekki leng- ur bara um flautuna þó ég sé samt ekki hætt að spila,“ segir Melkorka en hún segir að platan hafi komið til þar sem hún vildi skilja eitthvað eftir. Með því væru verkin líka aðgengi- legri fleirum. Þess má geta að Mel- korka er einnig að ljúka viðskipta- fræðinámi í fjarnámi frá Edinborg. Vitundarvakning í tónlistinni Melkorka hefur komið fram með ýmsum hljóðfærahópum og má þar nefna Orkester Norden, Caput, Fíl- harmóníuhljómsveit Lundúna og Concertgebouw-hljómsveitina. Hún var auk þess einn stofnenda kamm- ersveitarinnar Ísafoldar og hefur frá árinu 2006 sinnt afleysingum í Sinfón- íuhljómsveit Íslands og spilað einleik með SÍ í þrígang. Hún hefur þar að auki tekið þátt í ýmsum verkefnum hér og þar, meðal annars í Bandaríkj- unum og í Japan. Hún segir ýmislegt vera að breytast í tónlistarlífinu á Ís- landi. „Fólk er að gera sér grein fyrir því að það er ekkert svo auðvelt eða skemmtilegt að flokka allt niður í ein- hver box. Það er líka að átta sig betur og betur á því að það þarf ekki að vera sérfræðingar í klassískri tónlist til að kunna að meta hana. Ég held að fólk sé yfirhöfuð óhræddara við að gefa ýmsu séns núna en áður. Tónlist- arfólkið sjálft er líka iðnara við að setja tónlist í allskonar samhengi. Ég hlusta til að mynda sjálf á allskonar tónlist og ég trúi því að ef maður set- ur sjálfan sig og upplifanir í eitthvert box þá sé maður um leið búinn að loka á ýmislegt sem lífið hefur upp á að bjóða,“ segir hún. Listin finnur sína leið Eins og áður sagði var Melkorka ráðin verkefnastjóri tónlistar í Hörpu síðasta vor. „Það eru ákveðin viðbrigði og auð- vitað smá spekileki hvað tónlistina varðar. Ég get ekki gert allt það sem ég hefði annars getað gert í tónlist- inni eftir að ég tók við starfinu. Á móti kemur að ég hef meira starfs- öryggi og staðan er þess eðlis að menntun mín og reynsla nýtist þar líka og vonandi get ég hjálpað til þess að koma listinni áfram á annan hátt. Það er orðið þannig á Íslandi í dag að það er mjög erfitt að standa utan við Sinfóníuhljómsveitina ef maður ætlar að lifa af því að spila. Í SÍ er ráðið í stöður til lífstíðar og því þurfa ungir tónlistarmenn að vera heppnir til að hitta á lausar stöður þegar og ef þeir koma heim úr námi. Styrkjaum- hverfið er líka orðið mjög breytt frá því sem var fyrir nokkrum árum, það er búið að skera svo mikið niður. En ég hef trú á því að manneskjan þurfi á listinni að halda og að hún muni alltaf lifa af hræringar í pólitík og sam- félagi. Hún finnur sínar leiðir,“ segir Melkorka að lokum. Viðarflautan veit á gott  Melkorka Ólafsdóttir gaf nýverið út Tólf fantasíur fyrir einleiksflautu Ljósmynd/Margrét Bjarnadóttir Spegill Dansarinn Margrét Bjarnadóttir sá um plötuumslagið en hún hefur einnig fengist við mynd- og ritlist. 12 16 L THE HOBBIT 3 3D (48R) Sýnd kl. 2 - 4 - 5 - 7 - 8 - 10 - 11 NIGHT AT THE MUSEUM 3 Sýnd kl. 2 - 5 - 8 BIG HERO 6 2D Sýnd kl. 1:50 NIGHTCRAWLER Sýnd kl. 10:10 LAUGARÁSBÍÓ Sýningartímar 7 48 RAMMA STÆRSTA OPNUNARHELGI ALLRA TÍMA Á ÍSLANDI! E.F.I -MBL Sími: 553-2075 www.laugarasbio.is Miðasala og nánari upplýsingar Tilboð í bíó GILDIR Á ALLAR SÝNINGARMERKTAR MEÐ RAUÐU

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.