Morgunblaðið - 02.01.2015, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 02.01.2015, Blaðsíða 30
30 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015 ✝ Bjarni Lár-usson fæddist 2. ágúst 1920 á Helgafelli í Helga- fellssveit. Hann lést á St. Fransiskus- sjúkrahúsinu í Stykkishólmi 27. desember 2014. Foreldrar Bjarna voru hjónin Ásta Þorbjörg Pálsdóttir úr Höskuldsey og Lárus Elíasson úr Helgafells- sveit. Bjarni var elstur sjö systk- ina, þau eru Svanlaugur, Helga, Lea Rakel, Hrefna, Ebba Júl- íana, og Gunnlaugur. Bjarni var giftur Hildigunni Hallsdóttur frá Gríshóli í Helga- fellssveit. Hildigunnur lést árið 1997. Dóttir þeirra er Eygló verslun, Vöruhúsið Hólmkjör, og ráku þar glæsilega kjörbúð til ársins 1993. Bjarni unni bæjarfélagi sínu og var aðili að stofnun margra félaga sem enn standa með blóma í Stykkishólmi. Meðal þeirra eru Ungmennafélagið Snæfell, Lúðrasveit Stykk- ishólms, Skógræktarfélag Stykkishólms, Rótarýklúbburinn og Barnastúkan Björk. Bjarni var mikill náttúrunnandi, íþrótta- og útivistarmaður og starfaði alla ævi að velferð og framgangi fjölskyldu sinnar og bæjarfélags. Bjarni var ávallt vakandi fyrir velferð ungs fólks, hann starfaði með og studdi við ungt fólk á sviði íþrótta, tónlist- ar og skógræktar allt til síðasta dags. Útför Bjarna fer fram frá Stykkishólmskirkju í dag, 2. jan- úar 2014, og hefst athöfnin kl. 14. Bjarnadóttir, gift Guðbergi Auð- unssyni. Börn Eyglóar eru Hildi- gunnur, maki henn- ar er Jónas Jóns- son. Bjarni Þór, maki hans er Janine Hofmann. Matt- hildur, maki hennar er Stian Holen. Bergur og Dagur. Bjarni bjó alla tíð í Stykkishólmi. Hann var versl- unarmaður og starfaði við Kaup- félag Stykkishólms þar til hann í félagi við bróður sinn Svanlaug og félaga þeirra bræðra, Bene- dikt Lárusson, tók yfir rekstur verslunar Sigurðar Ágústssonar hf. árið 1966. Þeir félagar byggðu síðan árið 1977 nýja Einn af bestu sonum Stykk- ishólms, Bjarni Lárusson bróðir minn, er fallinn frá. Hann var mikill Hólmari og átti alla sína tíð heima í Stykkishólmi. Hann var fæddur á Helgafelli, hinum fornfræga stað og er frumburður foreldra minna og elstur okkar sjö systkina. Það er ekki hægt að tala um Bjarna án þess að nefna Svanlaug bróður minn líka því þeirra lífshlaup hefur verið sam- tvinnað nær alla tíð. Þeir byrj- uðu saman sem kúasmalar sem ungir drengir en fóru seinna meir saman í verslunarrekstur ásamt Benedikt Lárussyni. Þeir ráku verslun Sigurðar Ágústs- sonar og byggðu síðar upp versl- unina Hólmkjör sem þeir ráku saman til fjölda ára en þar er verslunin Bónus í dag. Bjarni var mikill Hólmari og lét sér annt um bæinn sinn og nágrenni hans. Hann naut þess að ganga fram á Þinghúshöfðann og njóta útsýnisins þaðan yfir höfnina og Breiðafjörðinn. Einn- ig var hann með gott útsýni af svölunum á dvalarheimilinu sem hann bjó hin síðari ár en þar var mikil og fögur fjallasýn sem hann þreyttist aldrei á að dásama. Hann var mikil félagsvera og lét engan viðburð í bænum fram hjá sér fara hvort sem það var á menningar- eða íþróttasviðinu. Hann var einn af stofnendum lúðrasveitarinnar í Stykkishólmi og spilaði í sveitinni ásamt bræðrum sínum þeim Svanlaugi og Gunnlaugi. Hann var einnig einn af stofnendum Skógræktar- félags Stykkishólms enda var hann mikill skógræktarmaður alla sína tíð. Hann og Hildigunn- ur eiginkona hans voru með fal- legan og gróinn garð við húsið sitt á Skólastígnum og voru þau bæði miklir náttúruunnendur og útivistarfólk. Þau ferðuðust víða um landið með tjald og á þeim tíma sem slík ferðalög voru ekki algeng. Þau hjónin eignuðust snemma bíl og voru ófáar ferð- irnar sem þau fóru með aðra um Nesið þegar bílaeign var ekki al- geng. Hann var líka með kinda- kofa og nokkrar kindur og var gaman fyrir unga ættingja að fara þangað með Bjarna og sjá litlu lömbin á vorin. Bjarni var góðum kostum gæddur, enda mikið ljúfmenni og trygglyndur með eindæmum og naut virðingar allra sinna nán- ustu og annarra sem honum kynntust. Ekki má gleyma því hvað hann hafði einstaklega fal- lega rithönd svo eftir var tekið. Það voru forréttindi að fá Bjarna til mín þegar hann þurfti á gistingu að halda hvort sem hann væri að fara suður til lækn- is eða á leið sinni til Bandaríkj- anna að heimsækja Eygló dóttur sína og hennar fjölskyldu. Þá gisti hann hjá mér í Hafnarfirð- inum og áttum við þá góðan tíma saman. Bjarni bróðir minn átti góða ævi og kvaddi sáttur við Guð og menn. Við systkini Bjarna þökkum elskulegum bróður okkar fyrir allar góðu stundirnar sem við höfum átt saman á langri ævi. Ég sendi Eygló og fjölskyldunni allri mínar innilegustu samúðar- kveðjur. Nú aftanblik slær á Breiðafjörð og bráðum skín þér fagurt sólarlag, – og yfir þér og vorri ættarjörð englar vaki bæði nótt og dag. (Þ. Ibsen.) Ebba Lárusdóttir. Mér er það einstaklega ljúft að minnast Bjarna frænda míns, en Bjarni var móðurbróðir minn og elstur sjö systkina. Í hugann koma fram ótal myndir og minn- ingar og ekki hvað síst þakklæti fyrir að hafa átt samfylgd með frænda mínum. Bjarni frændi minn bjó í Stykkishólmi alla sína tíð, þeim undurfagra stað, þar sem útsýn- ið er fagurt yfir Breiðafjörðinn og þar sem sólarlagið gerist ekki fegurra. Hann unni þessum stað. Hann vildi hvergi annars staðar vera, hér lifði hann og hér lést hann. Bjarni og Svanlaugur bróðir hans voru mjög nánir og á milli þeirra var djúp virðing og sterkt bræðrasamband og var það oftar en ekki að þeir voru nefndir í sömu andrá. Það var fastur punktur í heimsóknum okkar í Hólminn að vera samvistum við þá bræður, Bjarna og Svanlaug. Minnisstæð er ferð með þeim bræðrum út á Nes þar sem þeir þekktu alla staðhætti og sögu og gaman var að heyra þá segja frá fyrri tíð. Einnig berjaferðir upp undir Drápuhlíðarfjall þar sem þeir vissu um bestu berjastaðina enda höfðu þeir fylgst vel með berjasprettunni og ekki hvað síst notalegu kvöldstundirnar í hús- inu okkar á hólnum, æskuheimil- inu, sem enduðu yfirleitt með heitu súkkulaði og pönnukökum. Þetta eru ljúfar og góðar minningar. Bjarni frændi minn var ljúfur maður og æðrulaus og fólki leið vel í návist hans, hann kunni að hlusta af athygli og einnig segja frá mönnum og málefnum og fylgdist hann vel með sínu fólki. Hann hugsaði vel um sig og vildi halda sér í góðu líkamlegu formi og því fór hann í göngutúr á hverjum degi meðan heilsan leyfði en hann var líka mikill úti- vistar- og náttúruunnandi. Hann hafði unun af allri gróðurrækt og var hann einn af stofnendum Skógræktarfélags Stykkishólms og var gaman að fara með hon- um um skógræktina þar sem hann hafði sett niður fyrstu trjá- plönturnar fyrir margt löngu. Ég mun ætíð minnast með hlýju allra þeirra stunda sem ég átti með Bjarna frænda mínum. Ég sendi Eygló og fjölskyldu hennar og öðrum ættingjum mínar innilegustu samúðarkveðj- ur. Ég kveð kæran frænda minn með djúpri virðingu og þökk. Ásgerður Þorgeirsdóttir. Margar minningar brjótast fram í huga okkar systkina nú þegar við kveðjum Bjarna frænda í Stykkishólmi. Hann náði háum aldri og bar árin með reisn, skörpum huga og þeirri já- kvæðu afstöðu til lífsins og til- verunnar sem einkenna mörg ættmenni móðurfjölskyldu okk- ar, afkomenda Helgu Jónasdótt- ur og Páls Guðmundssonar frá Höskuldsey á Breiðafirði. Okkur þótti mikið til Bjarna frænda koma. Hann fagnaði okk- ur með sínum stóra faðmi og kankvísa brosi þegar við komum sem krakkar í heimsókn til lengri eða skemmri tíma til Lár- usar afa og Ástu ömmu í Hólm- inum og síðar þegar við sem full- orðið fólk sóttum á heimaslóðir ættarinnar í Hólminum. Hann var alla tíð einstaklega barngóð- ur, sýndi börnum athygli og var til leiðsagnar þegar þau tókust á við verkefni sem fólu í sér ábyrgð. Eftir sumardvöl hjá ömmu og afa eða hjá Hiddu og Bjarna kom hann léttfættur úr Kaupfélaginu með nesti fyrir litl- ar frænkur og frænda til að hafa í rútuferðinni suður til Reykja- víkur. Bjarni sýndi öllum systk- inabörnum sínum mikla um- hyggju og kærleik og það var auðvelt að elska hann á móti. Bjarni var elstur sjö systkina og fyrstur þeirra til að hverfa úr þessum heimi, 94 ára gamall. Hin síðari ár bjó hann í eigin íbúð á dvalarheimilinu, fyrir ofan Svanlaug bróður sinn. Nutu þeir samvistar og félagsskapar hvor annars, enda einstaklega sam- rýmdir bræður. Það var fastur punktur í heimsóknum í Hólm- inn að líta inn hjá þeim og var þá mikið hlegið, kátt í koti og slegið á lær, enda þeir bræður einstak- ir gleðigjafar og einkar minnis- stætt hvernig þeir fóru á flug þegar skemmtileg atvik úr bernskunni voru rifjuð upp. Við systkinin minnumst ynd- islegs frænda Bjarna Lárusson- ar og þökkum honum samfylgd- ina og umhyggjuna alla tíð. Móðir okkar, Lea Rakel, minnist elskulegs bróður sem var henni svo kær. Við sendum Eygló og fjöl- skyldu hennar innilegar samúð- arkveðjur. Margrét Kristín, Alma, Thomas, Ásta og Edda. Látinn er föðurbróðir okkar Bjarni Lárusson. Hann var son- ur hjónanna Ástu Þorbjargar Pálsdóttur úr Höskuldsey á Breiðafirði og Lárusar Elíasson- ar frá Helgafelli í Helgafells- sveit. Góðar minningar eru öllum mikils virði. Þegar við systkinin hugsum til Bjarna frænda eins og við gjarnan kölluðum hann þá rifjast upp góðar og hlýjar minn- ingar. Bjarni var föðurbróðir okkar, fjórum árum eldri en Svanlaugur faðir okkar. Sam- band þeirra bræðra var alla tíð náið, eins og reyndar systkin- anna allra og þeir bræður Bjarni og Svanlaugur, ásamt Benedikt Lárussyni, ráku saman verslun í aldarfjórðung. Þegar þessi orð eru færð á blað er Benedikt ný- látinn, blessuð sé minning hans. Við systkinin unnum hjá þeim þremenningunum á skólaárum okkar, mismikið eins og gengur. Allir voru þeir góðir vinnuveit- endur og höfðu ákveðna verka- skiptingu. Bjarni var sérstakt snyrtimenni og hafði næmt auga fyrir fallegri uppstillingu vör- unnar og lagði mikla áherslu á að þessi þáttur væri í lagi. Okkur sem unnum með honum fannst stundum heldur langt gengið í nákvæmninni en aldrei skipti hann skapi en leiðbeindi okkur á sinn hógværa og ljúfa hátt. Hann var listrænn og hafði afar fallega rithönd og sást ekki á að sem ungur drengur veiktist hann af lömunarveiki með þeim afleið- ingum að hægri hönd hans var máttlítil alla tíð. Þeir eru margir munnarnir sem nutu góðs af gjafmildi Bjarna, þá tíðkaðist ekki að börn fengju „laugardags- nammi“. Bjarni var mikill náttúru- nnandi, útivistarmaður eins og það heitir nú. Fáir Hólmarar þekkja holtin og hæðirnar í ná- grenni Stykkishólms betur en hann gerði. Daglega ók hann upp í sveit og fór í sinn göngutúr, allt þar til nú í haust. Við sjáum hann fyrir okkur, léttan á fæti og létt- an í lund, stundum með kaffi- brúsann sinn en síminn gleymd- ist alltaf, bróður hans til armæðu. Þarna var hann á heimavelli, hann naut sín hvergi betur en í náttúrunni. Honum var einstaklega lagið að taka eft- ir hlutum sem aðrir sáu ekki. Það var gaman að hitta hann þegar heim var komið, alltaf sá hann eða upplifði eitthvað mark- vert á göngu sinni. Hann sá feg- urðina í hinu smáa og var ein- staklega þakklátur fyrir allt sem lífið færði honum. Hann hall- mælti aldrei nokkrum manni og var mikill dýravinur. Við sem eftir lifum getum margt af hon- um lært. Bjarni lifði eiginkonu sína Hildigunni Hallsdóttur er lést fyrir allmörgum árum. Hún var frá Gríshóli í Helgafellsveit. Við minnumst Bjarna föður- bróður okkar með þakklæti og virðingu og vottum Eygló dóttur hans og fjölskyldu, systkinum hans og fjölskyldum þeirra sam- úð okkar. Sara, Gunnar, Lárus og Anna Svanlaugsbörn. Fallinn er frá frændi minn, Bjarni Lárusson. Við vorum systkinabörn, mamma hans Ásta og pabbi minn Höskuldur voru í stórum systkinahóp frá Höskuldsey. Mín fyrsta minning um Bjarna er úr Kaupfélagi Stykkishólms. Þar var hann verslunarstjóri lengi. Reyndar var það svo að í huga margra Hólmara var hann alltaf Bjarni í Kaupfélaginu, þó hann síðar væri kaupmaður í langan tíma. Ég minnist þess að hafa staðið agndofa og horft á hann pakka inn jólagjöfum. Þá tíðk- aðist að bændur kæmu í kaup- félagið með lista yfir heimilisfólk og fólu honum að velja jólagjafir fyrir alla og pakka inn. Þetta sagði hann mér seinna. Þá var Kaupfélagið á neðstu hæð kaup- félagshússins, borð á þrjá vegu og þar var Bjarni við eina hliðina og pakkaði inn. Með slíkri list að engan hef ég síðan séð pakka betur inn. Þrátt fyrir að hann væri með lélega aðra höndina eftir veikindi í æsku var hann snillingur í höndum. Skrifaði líka flott auglýsingaspjöld með þess- ari sérstöku skrift sem SÍS kenndi sínu fólki. Bjarni var kaupmaður að eðlisfari, með ríka þjónustulund. Því kynntist ég seinna þegar ég átján ára vann vetrartíma hjá honum, Svanlaugi bróður hans og Benedikt Lár- ussyni, sem lést örfáum dögum eftir Bjarna, í Verslun Sig. Ágústssonar hf. eins og verslun þeirra hét meðan þeir versluðu í hinu gamla verslunarhúsi Sig- urðar Ágústssonar. Þetta voru miklir heiðursmenn og sér nú Svanlaugur á bak þeim báðum félögum sínum og bróður á örfá- um dögum. Er missir hans mik- ill. Hús Bjarna og Hiddu við Skólastíginn var líka góður áfangastaður þegar mamma og ég gengum frá Ási inn í Kaup- félag. Mamma og Hildigunnur voru góðar vinkonur. Hidda var líka mikil saumakona og ég man að hún saumaði einu sinni kjól á mig fyrir jólin. Hann var hvítur með litlum blómum úr efni sem þær kölluðu „evergleis“, hvað sem það nú er. En efnið auðvitað keypt í Kaupfélaginu og Bjarni mældi. Ég fékk að velja á milli tveggja efna man ég. Þetta var áður en Eygló þeirra kom í fjöl- skylduna og ég var held ég í tals- verðu uppáhaldi hjá þeim hjón- um. En ég man svo vel seinna hamingjuna með þessa litlu stúlku sem þau eignuðust. Bjarni og Hidda voru mikið ræktunar- fólk og garðurinn þeirra við Skólastíginn var lengi fallegasti garðurinn í bænum. Bjarni hélt sinni reisn til æviloka. Ég heim- sótti hann á sjúkrahúsið í byrjun desembermánaðar. Við ræddum saman margt frá fyrri tíð, upp- vöxt þeirra systkina í litla húsinu við Silfurgötuna, foreldra hans, þau Ástu og Lárus Elíasson og Kaupfélag Stykkishólms. Ég er glöð að hafa hitt hann hressan og bara glaðan, áður en hann lagði í ferðina sem okkur er öllum búin. Þakka samfylgdina kærum frænda og sendi fjöl- skyldunni samúðarkveðjur. Ekki síst systrum hans og bræðrum. Dagbjört Höskuldsdóttir, Stykkishólmi. Þegar aldurinn færist yfir fækkar í vina- og kunningja- hópnum. Einn af þeim, Bjarni Lárusson, hefur nú kvatt þennan heim eftir farsæla ævi, 94 ára að aldri. Hann var kvæntur móð- ursystur minni Hildigunni Halls- dóttur frá Gríshóli. Hún lést árið 1997. Þau bjuggu allan sinn bú- skap í Stykkishólmi, lengst af á Skólastíg 17. Foreldrar okkar og við systk- inin áttum alltaf innhlaup hjá þeim, því oft var skroppið í Hólminn, jafnvel vikulega. Alltaf var jafn notalegt að koma á heimili þeirra hjóna. Við erum þakklát fyrir allar þær stundir, sem við nutum fallegu heimili þeirra Hiddu og Bjarna. Bjarni var einstakur Hólmari, unni sinni heimabyggð og var stoltur af henni, enda mátti hann vera það. Ég er viss um að það hafi aldrei komið upp í huga hans að hverfa frá sínum átthögum, svo mikill Breiðfirðingur var hann. Bjarni var alla sína starfs- ævi tengdur verslunarstörfum, sem fórust honum vel úr hendi, hugsaði jafnt um beggja hag verslunareigandans og viðskipta- vinarins. Hann naut mikilla vin- sælda og var farsæll í starfi. Það er mikil gæfa hvers manns. Á Yngri árum stundaði Bjarni íþróttir, man eftir honum þegar ég var á barnsaldri keppa á hér- aðsmótum á Skildi. Hann keppti í hlaupum og var ósigrandi. Þessi mót voru þá aðalhátíð héraðsins og voru mjög fjölsóttar samkom- ur. Við litum upp til unga íþróttafólksins og afreka þess. Bjarni var félagslega sinnaður, lét sig margt varða, sem gæti orðið til heilla fyrir heimabyggð- ina. Löngun hans til þess að láta gott af sér leiða var rík í huga hans. Góður og tryggur vinur hefur kvatt. Við hjónin og fjölskyldan öll vottum dótturinni Eygló, fjöl- skyldu hennar og systkinum Bjarna einlæga samúð. Leifur Kr. Jóhannesson. Bjarni Lárusson Ástkær eiginmaður, sonur, faðir, tengdafaðir og afi, EGGERT ÞÓR BERNHARÐSSON prófessor, Bárugötu 5, Reykjavík, lést á Landspítalanum á gamlársdag. . Þórunn Erlu- Valdimarsdóttir, Guðrún Guðjónsdóttir, Gunnar Theodór, Valdimar Ágúst, Yrsa Þöll Gylfadóttir, Þórhildur Elín. Ástkær faðir minn og fósturfaðir, GUNNAR SÆMUNDSSON fv. hæstaréttarlögmaður, Ljósheimum 10, Reykjavík, lést á heimili sínu sunnudaginn 28. desember. Útför hans verður gerð frá Langholtskirkju mánudaginn 5. janúar kl. 13.00. . Guðni Gunnarsson, Friðgerður Jóhannsdóttir, Oddur Ólason, Erla Sigríður Guðjónsdóttir og fjölskyldur. Elskulegur faðir okkar, sonur, bróðir og mágur, JÓN ÁSBJÖRN GRÉTARSSON netagerðarmeistari, lést á Landspítalanum 17. desember 2014. Útför hans fer fram frá Háteigskirkju mánudaginn 5. janúar 2015 kl. 11.00. Jarðsett verður í Kotstrandarkirkjugarði. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Krabbameinsfélag Íslands. . Aron Gunnar Jónsson, Rebekka Lind Jónsdóttir, Grétar Þórðarson, Katrín B. Jónsdóttir, Hjörtur Grétarsson, Helga Jóhannesdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.