Morgunblaðið - 02.01.2015, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 02.01.2015, Blaðsíða 38
38 MENNING MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015 Helgi Snær Sigurðsson helgisnaer@mbl.is Spunasöngsveitin IKI gaf 10. nóv- ember sl. út aðra breiðskífu sína, LAVA, í Kaupmannahöfn. Sveitina skipa átta söngkonur frá Dan- mörku, Noregi og Finnlandi og ein er íslensk, Anna María Björns- dóttir. Fyrsta plata IKI, samnefnd sveitinni, kom út árið 2011 og hlaut Dönsku tónlistarverðlaunin í flokki sungins djass (e. vocal jazz) og hlaut lofsamlegar viðtökur al- mennt. Ári síðar hélt IKI til Ís- lands og tók upp LAVA í hljóð- verinu Sundlauginni í Mosfellsbæ og Hilmar Jensson gítarleikari lék í upptökunum. Krefjandi að fylgja tónlistinni „IKI var stofnuð árið 2009 en við kynntumst allar í Rytmisk Mus- ikkonservatorium í Kaupmanna- höfn þar sem við vorum að læra. Þetta byrjaði sem einskonar söngs- amspil sem tvær úr hópnum stóðu fyrir en eftir örfáar æfingar fund- um við út að við vildum að þetta yrði hljómsveit. Markmiðið var alltaf að spinna alla tónlist á staðn- um og höfum við gert það alveg síðan þá. Ég var með í IKI frá stofnun hljóm- sveitarinnar,“ segir Anna, spurð út í stofnun IKI og hvaða markmið sveitin hafi sett sér. Anna segir IKI aldrei ákveða neitt fyrir fram þegar kemur að tónlist- arflutningi, hvort heldur er á tónleikum, æfingum eða upptökum. Allt sé spunnið á staðnum. „Við vitum ekki hvað við erum að fara að syngja. Hvert verk eða lag sem verður til hefur aldrei verið flutt áður og verður aldrei flutt aftur. Þetta krefst þess að all- ir séu 100% núvitandi og tilbúnir að fylgja tónlistinni í þá átt sem hún vill fara sem er mjög krefj- andi. Þetta er alltaf mjög spenn- andi fyrir áheyrendur en einnig fyrir okkur,“ segir Anna. Söngkon- urnar í sveitinni séu með ólíkan tónlistarbakgrunn og spinni á fimm tungumálum. „Við erum allar sólósöngkonur og semjum og gef- um flestar út okkar eigin tónlist en í IKI komum við saman sem ein heild og erum allar jafnar. Ef mað- ur vill skilja hvað IKI er mæli ég frekar með því að hlusta á okkur,“ segir Anna kímin og bendir á vef sveitarinnar, www.ikivocal.com. Andstæður mætast -Mér skilst að Íslandsferðin hafi haft mikil áhrif á hljóðheim plöt- unnar. Hvernig þá? „Þegar við komum til Íslands að taka upp plötuna þá var það í ann- að sinn sem IKI kom til Íslands. Í fyrsta skiptið urðu stelpurnar al- veg heillaðar af Íslandi og þær fengu mikinn innblástur frá nátt- úrunni. Við ákváðum því að upp- tökustaðurinn fyrir næstu plötu yrði að vera á Íslandi. Þegar mað- ur spinnur tónlist á þennan hátt eins og við gerum skiptir inn- blástur miklu máli. Við ferðuðumst aðeins um Ísland, fórum t.d. í Krýsuvík í myndatöku þar sem við gátum varla staðið fyrir roki, alveg að frjósa úr kulda um hásumar,“ segir Anna. Hraunið og hverirnir hafi heillað vinkonur hennar. „Það er því ekki tilviljun að hljóðheimur plötunnar varð svolítið dimmur og drungalegur og kemur á köflum eins og úr iðrum jarðar en þó í bland við fegurð, svona eins og ís- lensk náttúra.“ -Hvers vegna báðuð þið Hilmar um að vera með á plöt- unni og hvert var hans hlutverk? „Ég hafði unnið með Hilmari að fyrstu plöt- unni minni en Hilmar er mjög framarlega í spunatónlist. Einnig langaði okkur að prófa eitthvað nýtt á þessari plötu, fá nýtt element inn,“ svarar Anna. „Hilmar spann allt það sem hann spilaði á plötunni eins og við. Heyra má elektrónísk eða vélræn element í spilamennsk- unni hjá honum sem er skemmtileg andstæða við lifandi raddir okkar.“ Vaxandi áhugi í Evrópu -Þið hlutuð Dönsku tónlist- arverðlaunin árið 2011 fyrir fyrstu plötuna ykkar. Nýtur sönghóp- urinn vinsælda á Norðurlöndum? „Það hefur fært okkur meiri at- hygli og komið okkur áfram. Við höfum spilað töluvert á Norð- urlöndum en erum nú farnar að fara meira til Þýskalands, Bene- lux-landanna og farnar að fikra okkur sunnar í Evrópu. Í Þýska- landi og víðar virðist vera meiri og meiri áhugi fyrir tónlistinni okk- ar.“ -Hvað er framundan hjá ykkur, tónleikahald og þess háttar? „Framundan er útgáfa á LAVA í Þýskalandi, upptökur í Belgíu og ýmsir tónleikar í Danmörku.“ -En hjá þér, önnur sólóplata væntanleg á næsta ári, ekki satt? Hvernig plata er það? „Ég er að gefa út mína aðra sólóplötu, Hver stund með þér, í byrjun næsta árs. Á þeirri plötu samdi ég tónlist við ástarljóð sem afi minn, Ólafur Björn Guðmunds- son, orti til ömmu minnar, Elínar Maríusdóttur, á 60 ára tímabili. Svavar Knútur syngur með mér á plötunni. Við erum að fara í út- gáfutónleikaferðalag nú um miðjan janúar til Þýskalands og Sviss en platan kemur út 9. janúar í Þýska- landi hjá Nordic Notes. Svo verða útgáfutónleikar á Íslandi í mars,“ segir Anna að lokum. Átta Söngkonurnar í IKI eru, auk Önnu, þær Anna Mose, Mia Marlen Berg, Mette Skou, Kamilla Kovacs, Guro Tveitnes og Johanna Sulkunen. Hér sjást þær með íslenskt hraun í bakgrunni. Ekkert ákveðið fyrir fram  Norræna spunasöngsveitin IKI gef- ur út skífuna LAVA  Tekin upp á Ís- landi og innblásin af íslenskri náttúru Heillandi Anna segir hraun og hveri hafa heillað vinkonur hennar í IKI. Ólga Umslag LAVA. ÚTSALAN hefst í dag Kringlunni 4 Sími 568 4900

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.