Morgunblaðið - 02.01.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 02.01.2015, Blaðsíða 28
28 UMRÆÐAN MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015 Vagnhöfða 11, 110 Reykjavík | S. 577-5177 | linuborun@linuborun.is | www.linuborun.is Af hverju grafa þegar hægt er að bora? Reynsla - þekking - við komum og metum Við notum stýranlegan jarðbor sem borar undir götur, hús, ár og vötn. Umhverfisvænt - ekkert jarðrask• Meira öryggi á svæðinu• Sparar bæði tíma og peninga.• Borum fyrir nýjum síma-, vatns-, rafmagns- og ljósleiðaralögnum. Gott er að vera vammlaus og svo hvít- þveginn að hægt sé að sækja að öðrum og niðurníða. Spurningin er: Hverjir vildu í raun Hönnu Birnu úr ráðherrastóli? Leka- mál, hvar er gegnsæ- ið, má þjóðin ekki vita um hagi þess fólks sem leitar til landsins? Hvað ætlar lögfræðingaliðið að gera þegar ISIS-liðar fara að koma einn og einn með upplognar hörmung- arsögur sínar? Því að þeir munu svo sannarlega koma og þá verðið þið nú að passa vel upp á leka, því að þjóðin má ekkert vita um þeirra bakgrunn. Hver er svo ábyrgð þeirra lögfræðinga sem verja hvern sem er, sem leitar hér „hælis“? Hingað komu 13 albanskir karl- menn með fótboltaliði og leituðu hér hælis. Ekkert stríð í landi þeirra og sem betur fer voru þeir sendir aftur til síns heima. Birgitta Jóns vildi kæra lögregluna fyrir Auðbrekk- umálið og engin rök frá henni um það af hverju ætti endilega að veita þeim hæli. Það vantar e.t.v. albön- sku mafíuna hingað, en hún er sú grimmasta sem til er. Er það kannski framtíðin að blaðamenn, fjölmiðlar og lögfræðingar ráði hverjir stjórna hér? Er lögreglustjórinn næstur, þá Sigmundur Davíð, á skránni hjá þessu liði sem á að koma frá? Fram steig sterk stjórnmálakona en litlu plottsálirnar hræðast svona styrk, þá skal öllu beitt til þess að losa sig við viðkomandi. Sé lekamálið svona stórt, má þá ekki reka helftina af al- þingismönnum? Of langt yrði að telja upp öll afglöpin sem komið hafa frá þinginu og enginn ber ábyrgð á. En sé framtíðin þingmenn sem hanga fram á ræðupúltið, liggja í stólum þingsins og segja svo fólki að „steinhalda sér saman“ eins og Birgitta Jóns gerði úr ræðustóli Al- þingis, má ég þá heldur biðja um Hönnu Birnu. Hin hlutlausu dag- blöð hafa ekki minnst á þetta útspil Birgittu, en hefði stjórnarliði leyft sér þessi orð þá hefði líklega allt orðið vitlaust. Vantar okkur fólk eins og í Bjartri framtíð, sem vill al- farið opna landið, af því að heim- urinn hafi minnkað, þeirra rök. Samfylkingarfólk, með tvöfalt sið- gæðismat, plott-kommakapítalist- arnir í VG, allt fólk sem fann sig í því að draga einn mann, Geir H. Haarde, til ábyrgðar vegna hruns- ins og áfram heldur vammlausa og hvítþvegna fólkið, nú var það Hanna Birna, hver verður næstur? Þegar Rússar tóku Ungverjaland þá vildu kommarnir finna ungverska her- menn í lið sitt. Herforingi spurði ungan mann: Hvern hatar þú? Eng- an, svaraði ungi maðurinn. Þá höf- um við engin not af þér. Einmitt. Að öðru, þið sem ætlið að þvo af okkur Íslendingum fordómana, sem við eigum víst að hafa gagnvart útlend- ingum, viljið þið þá ekki líka taka á þeirra fordómum í okkar garð? Í 47 ár er ég meðal útlendinga, hef margt séð og margt heyrt. Þið skul- uð ekki halda að þeir líti á okkur sem hina frábæru „herraþjóð“, öðru nær. Hinir vammlausu Eftir Stefaníu Jónasdóttur Stefanía Jónasdóttir » Því að þeir munu svo sannarlega koma og þá verðið þið nú að passa vel upp á leka. Höfundur býr á Sauðárkróki. Fyrr og síðar hafa verið harðar deilur um samgöngubætur í formi jarðganga, for- gangsröðun og þýðingu þeirra fyrir nærliggj- andi byggðir og lands- hlutana síðustu árin. Viðurkennt er að jarð- göng undir snjóþunga þröskulda við þéttbýli eru talin þjóðhagslega hagkvæm samgöngu- mannvirki þegar dæmið klárast endanlega. Þetta hefur jarð- gangagerð á Íslandi þótt ung sé sýnt og sannað eftir að umferð var hleypt í gegnum Múlagöngin í des- ember 1990, Vestfjarðagöngin 1995, Hvalfjarðargöngin sumarið 1998, Almannaskarðs- og Fáskrúðsfjarð- argöng haustið 2005 og Bolungar- víkur- og Héðinsfjarðargöng 2010. Nógu miklir eru fiskflutningarnir orðnir til Seyðisfjarðar um illviðra- saman og snjóþungan fjallveg í 640 m hæð sem fær héðan af engar und- anþágur frá hertum öryggiskröfum. Óhjákvæmilegt er að jarðgöngin sem áhyggjufullir Seyðfirðingar berjast fyrir verði tvíbreið og upp- fylli þessar kröfur hvort sem þau verða tekin í tvennu lagi inn í Mjóa- fjörð eða undir Fjarðarheiði. Að öll- um líkindum yrði gangalengdin 12- 13 km verði lengri leiðin fyrir valinu eins og Seyðfirðingar ætlast til. Viðbúið er að vinna við veggöng undir Fjarðarheiði geti tekið 4-5 ár á meðan engar niðurstöður um jarð- fræðilegar aðstæður liggja fyrir. Hingað til hefur aldrei verið rann- sakað svo vitað sé hvort komið yrði inn á vatnsæðar undir heiðinni verði ákveðið að grafa göngin í 100-200 m hæð milli Egilsstaða og Seyðis- fjarðar. Þá verða þetta lengstu jarð- göngin á Íslandi sem tryggja Seyð- firðingum greiðari aðgang að Egilsstaðaflugvelli og öruggari veg- tengingu við byggðirnar norðan Fagradals. Tímabært er að þing- menn Norðausturkjördæmis flytji á alþingi tillögu um tvenn styttri göng inn í Mjóafjörð sem tryggja Seyðfirðingum, Egilsstaða- og Héraðsbúum öruggari vegtengingu við Fjórðungssjúkrahúsið í Nes- kaupstað. Fljótlega fengi vegurinn á Fagradal sitt fyrsta og síðasta dánarvottorð sem yrði mikill léttir fyrir alla Austfirðinga og fleiri landsmenn. Forsendan fyrir því að allur fjórðungurinn fái greiðari að- gang að stóra sjúkrahúsinu í Fjarðabyggð er að Hellisheiði eystri, Fjarðarheiði, Fagridalur, Breiðdalsheiði, Öxi, Kambaskriður og Hvalnes- og Þvottárskriður fái sömu örlög og Almannaskarð, Vatt- arnesskriður og Oddskarðið sem áhyggjufullir flutningabílsstjórar verða fegnir að losna við haustið 2017. Fyrir og eftir kjördæmabreytinguna sem stórskaðaði sam- göngumál landsbyggð- arinnar áttu Seyðfirð- ingar, íbúar Mið-Austurlands og suðurfjarðanna í vök að verjast þegar fyrr- verandi þingmenn Norðurlands eystra og vestra börðust í febr- úar 1999 gegn þings- ályktunartillögunni um að ráðast næst í Fáskrúðsfjarðargöng sem Alþingi samþykkti þetta sama ár. Nógu vit- lausir voru stuðningsmenn Héðins- fjarðarganga á Austurlandi til að styðja kröfu Ólafsfirðinga og Sigl- firðinga í þeim tilgangi að ögra Austfirðingum. Héðan af er óraun- hæft að ákveða flutning Norrænu frá Seyðisfirði sem yrði strax ávísun á aukið atvinnuleysi. Annars geta stjórnir Fjarðarbyggðarhafna og Smyril Line kallað yfir sig bóta- kröfu frá vonsviknum Seyðfirð- ingum. Auðvitað vilja þeir losna við veg á illviðrasömu og snjóþungu svæði í 640 m hæð á Fjarðarheiði sem er ekkert minni samgöngu- hindrun en núverandi vegir beggja vegna Oddskarðsins. Best væri fyr- ir Kristján Lárus, fyrrverandi yf- irmann samgöngumála, sem vildi í sinni ráðherratíð skoða möguleika á jarðgangagerð milli Egilsstaða og Seyðisfjarðar, að kynna sér vand- lega hvort útboð Fjarðarheið- arganga komi til álita eftir 2-3 ár. Að sjálfsögðu ber þessum ágæta landsbyggðarþingmanni frá Siglu- firði að svara spurningum Seyðfirð- inga sem vilja fá það á hreint hvort þeir eigi á hættu að missa ferjuna á meðan göngin undir heiðina eru ekki í sjónmáli. Fyrrverandi sam- gönguráðherra skal berjast gegn kröfunni um brotthvarf Norrænu frá Seyðisfirði sem stjórnir Fjarða- byggðarhafna og Smyril Line setja fram heimamönnum til mikillar hrellingar. Vel get ég skilið áhyggj- ur þeirra sem hafa misst þolinmæð- ina gagnvart ástandinu á Fjarðar- heiði þó að biðlistar eftir jarð- göngum séu langir. Óhjákvæmilegt er að fyrst verði kannað vandlega hvort jarðfræðilegar aðstæður séu góðar eða slæmar áður en endanleg ákvörðun er tekin um að ráðast í gangagerð undir heiðina milli Egils- staða og Seyðisfjarðar. Eftir Guðmund Karl Jónsson » Tímabært er að þingmenn Norð- austurkjördæmis flytji á Alþingi tillögu um tvenn styttri göng inn í Mjóa- fjörð... Guðmundur Karl Jónsson Höfundur er farandverkamaður. Áhyggjur Seyðfirð- inga eru réttmætar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.