Morgunblaðið - 02.01.2015, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 02.01.2015, Blaðsíða 26
Umræðan MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 2. JANÚAR 2015 Tilboðin eru fjölbreytt Utanlandsferðir Borgarferðir Sólarlandaferðir Skíðaferðir Ævintýraferðir Veitingahús Bíó Leikhús Húsgögn Snjallsímar MOGGAKLÚBBURINN – MEIRA FYRIR ÁSKRIFENDUR Guð er ekki einhver refsivöndur eins og sumir halda og vilja meina. Í honum er ein- mitt fólgin lausn, hin varanlega lausn sem mannkynið þráir og er alltaf að leita eftir. Hjá honum og fyrir hann er það líf sem við vor- um sköpuð til. Við erum að tala um höfund lífsins, sem síðan sendi okkur son sinn til þess að frelsa okkur og fullkomna áætlun sína. Hvað með þessi boðorð? En hvað þá með þessi boðorð sem enginn virðist skilja og því síður geta farið eftir? Eru þau ekki bara til að bregða fyrir okkur fæti og gera lífið leiðinlegra? Eru þau ekki frá ein- hverjum ströngum, refsandi hefni- gjörnum Guði sem vill sýna okkur fram á hvað við erum smá og ófull- komin? Aldeilis ekki. Hann sendi okk- ur þau af því að við erum börnin hans. Hefurðu áttað þig á því? Vegna þess að hann ber umhyggju fyrir okkur, vill okkur vel, elskar okkur út af lífinu. Erum við ekki leiðbeinendur barnanna okkar? Setjum við börnunum okkar ekki leiðbeinandi reglur svo þeim farnist vel í samskiptum? Fylgjum við þeim ekki í skólann fyrstu dagana? Ekki hendum við þeim bara út og segjum: Svona, komdu þér í skólann krakki, sama hvernig þú ferð að því, reyndu að finna hann, og ef þú ert heppinn þá kemstu kannski einhvern tíma aftur heim. Við kennum börnunum okkar að fara yfir götu, líta til hægri og vinstri og hvernig sé farsælast að fara að samkvæmt reynslu áranna, þótt vissu- lega sé ekkert öruggt. Við brýnum fyrir þeim að fara ekki upp í bíl með ókunnugum, einhverjum sem vill gefa þeim sælgæti og bjóða þeim í bíltúr. Við kennum þeim að bíða í röð, ryðjast ekki fram fyrir. Brjóta ekki rúður, rispa ekki bíla og hrinda ekki gömu fólki. Við sendum þau ekki út í búð og segjum þeim að fanga sem mest af vörum hvernig sem þau fara að því af því okkur vanti þær. Við kennum þeim að þau megi ekki taka hluti, sem náungi þeirra á, án samþykkis. Er það ekki annars? Varla er það vegna þess að við viljum bregða fæti fyrir þau. Nei, það er að sjálfsögðu vegna þess að við elskum þau. Við kennum þeim leikreglur samfélagsins og viðtekna og viðurkennda manna- siði svo þau hreinlega verði tekin gild í sam- félaginu og plumi sig á sem bestan hátt. Flest siðuð þjóðfélög taka mið af þessum boð- orðum og byggja lög sín og reglur á þeim, a.m.k. í stærstum dráttum. Við erum fyrirmyndir Við erum fyrirmyndir barnanna okkar. Hvort sem okkur líkar það betur eða verr. Það sem við aðhöf- umst, segjum og gerum, hefur ákveð- in áhrif sem skila sér með einhverjum hætti og geta haft mótandi áhrif á jafnvel komandi kynslóðir. Hafið þið velt því fyrir ykkur? Við erum svo langt í frá að vera fullkomin, kannski sem betur fer. En fyrir hvað viljum við standa og láta minnast okkar? Hvaða áhrif viljum við hafa á afkomendur okkar? Hvað viljum við í rauninni skilja eftir okkur þegar við hverfum héðan? Miðlum arfinum Ert þú foreldrið, afinn eða amman sem veist allt best? Ert með stöðugar aðfinnslur eða kröfur og bara óþægi- lega nærveru. Eða ert þú foreldrið, af- inn eða amman sem gefur þér tíma til að leika við barnið þitt eða barnabarn? Talar við það, hlustar á það, sýnir því skilning, ýtir undir áhuga þess og styrkleika, á þeirra forsendum? For- eldrið sem biður fyrir og með barninu þínu, í mannlegum vanmætti og auð- mýkt? Kærleikann þarf að þiggja og rækta Jesús Kristur, okkar besti vinur og bróðir, frelsari og eilífi lífgjafi, gaf okkur nýtt boðorð: Elskið hvert ann- að. Eins og ég hef elskað ykkur, skul- uð þið líka elska hvert annað. Á því munu allir sjá að þið eruð mínir læri- sveinar ef þið berið elsku hvert til annars. Jesús Kristur er nefnilega ekki einhver hefnigjarn refsivöndur sem stöðugt er með fingurinn á lofti. Þvert á móti býður hann okkur opinn faðminn, án skilyrða. Kærleikann þarf að þiggja, rækta með sér og síðan gefa áfram. Boðorð Krists kemur innan frá. Frá hjartanu og berst frá hjarta til hjarta. Það er ekki skilti sem stillt er upp fyrir framan okkur eða upp á háum hól. Leitumst við að elska, miðla kær- leikanum og sjá með hjartanu. Friðar- og kærleikskveðja með blessunaróskum. Lifi lífið! Eftir Sigurbjörn Þorkelsson » Jesús Kristur er nefnilega ekki ein- hver hefnigjarn refsi- vöndur sem er stöðugt með fingurinn á lofti heldur býður hann okk- ur opinn faðminn án skilyrða. Sigurbjörn Þorkelsson Höfundur er rithöfundur og áhuga- maður um lífið. Hefnigjarn refsivöndur með fingurinn á lofti? 200 ára afmæli Biblíufélagsins Um það leyti sem móðuharðindin gengu yfir Ísland, 1783- 1785, ólst lítil stúlka, María Jones að nafni, upp á fátæku heimili í Wales í Bretlandi. Um leið og hún lærði að lesa vaknaði hjá henni löngun til að lesa Biblíuna. For- eldrar hennar höfðu ekki fjármuni til að kaupa handa henni Biblíu en María litla vann sér inn aura með ýmsum snúningum og þrátt fyrir margar hindranir kom að því að hún taldi sig eiga það gildan sjóð að hann nægði fyrir Biblíu. Eng- inn í þorpinu átti Biblíu svo að María litla þurfti að ferðast langa leið, yfir í annað hérað, til að hitta fyrir prest sem átti Biblíu. En presturinn hafði lofað öðrum ein- takinu sem hann átti aukalega af Biblíunni og auk þess nægði það fé sem María hafði safnað alls ekki fyrir andvirði Biblíunnar. Þegar presturinn sá vonbrigði Maríu gaf hann henni Biblíuna og mikið var hún glöð þegar hún gekk heim með nýfengnu Biblí- una sína undir hend- inni. En sagan er ekki öll. Presturinn hafði orðið fyrir miklum áhrifum af þessu litla atviki og hann fór á fund í nýlega stofnuðu Smáritafélagi í Lond- on og sagði fund- arfólki frá þessari stúlku í Wales og hafði á orði, hvort ekki væri hægt að finna einhver úrræði fyrir fátækt fólk, svo að það gæti eignast Bibl- íu. Fundarmenn brugðust vel við og sögðu: „Hvers vegna stuðlum við ekki að útbreiðslu Biblíunnar handa öllum í Wales? Eða handa allri þjóðinni, eða bara handa öll- um í heiminum?“ Með stofnun Hins breska og er- lenda Biblíufélags árið 1804 urðu straumhvörf í útbreiðslu Biblíunn- ar, þau mestu sem orðið höfðu síð- an Biblíuvakning siðbótarinnar Eftir Ragnhildi Ásgeirsdóttur » Biblían hefur algjöra sérstöðu í heimi bók- menntanna. Ragnhildur Ásgeirsdóttir 20. febrúar fær heppinn áskrifandi Morgunblaðsins Volkswagen e-Golf. „Sjaldan fellur eplið langt frá eikinni,“ seg- ir forn málsháttur sem misvel upplýst fólk skilur jafnan þannig að börn beri ævinlega keim af foreldrum sín- um, þótt líffræðilegar staðreyndir komi hvergi nærri sjálfu orðtakinu. „Fjórðungi bregður til föður, fjórðungi bregður til móður, fjórð- ungi bregður til fósturs og fjórðungi bregður til nafns,“ segir í Njálu og mér er nær að halda að þessi tvö orðtök komist ansi nærri kjarna sannleikans um hverja manneskju. Enn nær honum gæti verið þriðja orðtækið: „Í föðurlandinu skiptir móðurmálið meginmáli.“ Er það þá nokkur furða að flest okkar séu femínistar? Einhver augljósustu „sönnunar- gögn“ þessa þriðja orðskviðar fyr- irfinnast innan vébanda Rík- isútvarpsins. Sigurlaug Margrét Jónasdóttir ofurútvarpskona í þriðja ættlið er eitt skýrasta dæmið, þótt Vera Illugadóttir, Jök- ulssonar útvarpsmanns til áratuga, standi henni fyllilega á sporði upplestrarlega séð a.m.k. Hvernig skýra á snilld Unu Margrétar Jónsdóttur, Löru Kol- brúnar Eddudóttur, Svanhildar Jak- obsdóttur, Arnhildar Hálfdán- ardóttur og margra fleiri frábærra kvenna í útvarpinu, verður að bíða Eftir Pál Pálmar Daníelsson »Enda er enn allt á reiki með uppgjör sjálfs útvarpsgjaldsins (skattsins) sem ég vona þó að flestir greiði með glöðu geði, þrátt fyrir allt. Páll Pálmar Daníelsson Útvarpskonurnar lengi lifi rétt eins og Ríkisútvarpið Rás 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.