Morgunblaðið - 20.01.2015, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015
Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir Guðmundur Sv. Hermannsson, Sigtryggur Sigtryggsson ritstjorn@mbl.is Viðskipti Sigurður Nordal vidskipti@mbl.is Menning Einar Falur Ingólfsson menning@mbl.is
Íþróttir Víðir Sigurðsson sport@mbl.is mbl.is Sunna Ósk Logadóttir netfrett@mbl.is, Smartland Marta María Jónasdóttir, smartland@mbl.is Umræðan | Minningar | Bréf til blaðsins mbl.is/sendagrein Prentun Landsprent ehf.
Enn er unnið að því að vinna upp þær tafir sem
urðu á sorphirðu hjá Reykjavíkurborg fyrir jól
og áramót. Sorphirðumenn vinna á laugar-
dögum og klukkutíma lengur á hverjum degi til
að vinna upp tafirnar. Um helgina var unnið að
því að hirða sorp í Breiðholti, Árbæ og Grafar-
holti. Þegar þau hverfi voru tæmd færðu sorp-
hirðumenn sig um set og hófu störf í Grafarvogi
þar sem háll ísinn tók á móti þeim. Þessi sorp-
hirðumaður lét sér hins vegar fátt um finnast,
tottaði sína pípu og bar ruslið sína leið að rusla-
bílnum.
Álag á sorphirðumenn Reykjavíkurborgar
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Á hálum ís í Grafarvogi
Konan, sem dregin var upp úr sjón-
um eftir að fólksbifreið hennar fór í
höfnina við Miðbakka Reykjavíkur-
hafnar, liggur enn á gjörgæsludeild
Landspítalans. Samkvæmt upplýs-
ingum frá lækni á gjörgæsludeild
spítalans verður henni haldið sof-
andi þar til á morgun, miðvikudag.
Þegar björgunarmenn drógu
konuna upp úr sjónum var hún ekki
með lífsmarki. Tilraun til endur-
lífgunar bar hins vegar árangur og
var hún þá flutt á gjörgæsludeild.
Samkvæmt upplýsingum frá lög-
reglu barst tilkynning um atvikið
um klukkan hálffimm sl. sunnudag.
Á þeim tíma var ekki ljóst hversu
margir voru í bifreiðinni er hún
hafnaði í sjónum. Var því fjölmennt
lið lögreglu-, slökkviliðs- og björg-
unarmanna sent á vettvang.
Morgunblaðið/Júlíus
Upp úr Bíllinn tekinn upp úr höfninni.
Konunni er haldið
sofandi á gjörgæslu
Sjúkraliðafélag Íslands hefur boðað
verkfall fyrir hönd sjúkraliða sem
vinna hjá Múlabæ og Hlíðabæ dag-
ana 4. og 5. febrúar nk. og dagana
11., 12. og 13. febrúar frá klukkan 8
til 16. Segir frá þessu á síðu ríkis-
sáttasemjara. Ótímabundið verkfall
er svo boðað frá og með 18. febr-
úar, takist ekki samningar.
Boða til verkfalls á
Múlabæ og Hlíðabæ
Benedikt Bóas
benedikt@mbl.is
Einar Finnsson, leiðangursstjóri
hjá Icelandic Mountain Guides,
komst á suðurpólinn um klukkan 22
að íslenskum tíma í gærkvöldi. Ein-
ar fór fyrir hópi manna, sem auk
hans samanstóð af Tim Garrett frá
Ástralíu, Hugh Dougall frá Kanada
og William Morrison frá Bretlandi,
á pólinn eftir erfiða 57 daga göngu.
„Síðasti dagur gekk nokkuð hratt
og vel. Það var fínasta skyggni, sem
var kostur,“ sagði Einar þegar
Morgunblaðið náði tali af honum.
Hann var ákaflega þreyttur en jafn-
framt ánægður.
Síðustu dagar voru hópnum afar
erfiðir en Einar lýsti laugardeg-
inum eins og hann hefði dregið
birgðasleðann á eftir sér í sykri.
Skyggni var lítið og gönguskíðin
runnu lítið áfram.
„Snjórinn hérna verður stamur
og það er ofboðslega þungt að
draga. Frostið er gríðarlegt og það
er erfitt að draga í þannig að-
stæðum. Það var 26-30 stiga frost
og maður lúsaðist einhverja 2½-3
kílómetra á klukkustund.“
Eigum skilið einn bjór
Alls gengu þeir félagar 1.130 kíló-
metra. „Þetta var erfitt hérna á há-
sléttunni, kalt og rysjótt veður,“
sagði Einar í samtalinu í gærkvöldi
en þeir félagarnir voru þá að hvíla
lúin bein inni í 20 stiga heitu tjaldi
með olíukyndingu. Sagði hann þá
tilfinningu yndislega eftir að hafa
upplifað kulda undanfarna daga.
„Nú ætlum við að fá okkur einn
bjór og hann er sko verðskuldaður.
Svo ætlum við að fá okkur eitthvað
gott að borða. Njóta þess að vera
inni í hitanum.“
Hann vonast til að koma heim til
Íslands 29. janúar og getur vart
beðið þess að faðma fjölskyldu sína
sem studdi hann vel frá byrjun en
Einar var fjarri fjölskyldu og vinum
um jól og áramót. „Ég verð að fá að
þakka fjölskyldunni og auðvitað öll-
um sem hafa stutt mig í gegnum
þessa ferð. Stuðningurinn var alveg
magnaður,“ sagði pólfarinn Einar
Finnsson.
Gott að vera kominn inn úr kuldanum
Einar Finnsson leiddi leiðangur á suðurpólinn Á áfangastað í gærkvöldi
Morgunblaðið/Kristinn
Pólfari Einar Finnsson skömmu áð-
ur en hann fór í hið langa ferðalag.
Rannsókn á andláti manns sem hné
niður í íbúð við Hverfisgötu í
Reykjavík síðastliðinn föstudags-
morgun verður haldið áfram hjá
lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Samkvæmt upplýsingum frá yfir-
manni rannsóknardeildar liggur
ekki fyrir hvernig andlát mannsins
bar að, þ.e. hvort það hafi verið
með saknæmum hætti. Fjórir karl-
ar og ein kona voru handtekin á
vettvangi en sleppt skömmu síðar.
Andlát mannsins
enn til rannsóknar
Agnes Bragadóttir
agnes@mbl.is
Alþingi kemur á ný saman í dag, að
afloknu jólaleyfi. Einar K. Guð-
finnsson, forseti Alþingis, segir að
samkvæmt
starfsáætlun sé
ráðgert að þingið
starfi til mánaða-
móta maí-júní.
Einar telur að
stór mál á vor-
þinginu, sem ekki
eru enn komin
fram á þingi,
verði fiskveiði-
stjórnunarfrum-
varp Sigurðar Inga Jóhannssonar
sjávarútvegsráðherra og þings-
ályktunartillaga framsóknarmanna
eða Gunnars Braga Sveinssonar ut-
anríkisráðherra um að draga ESB-
aðildarumsókn Íslands til baka.
Stjórnarráð og náttúrupassi
„Að öllum líkindum mun þingið
koma saman á ný í tengslum við 100
ára afmæli kosningaréttar kvenna á
Íslandi. Það yrði þá hinn 19. júní,
þótt það hafi ekki verið endanlega
ákveðið, en ég vona að það verði
niðurstaðan,“ sagði Einar í samtali
við Morgunblaðið í gær.
Aðspurður hver hann teldi að
yrðu stóru málin á vorþinginu sagði
Einar: „Það eru auðvitað þau mál
sem þegar hafa verið lögð fram. Í
þessari viku verður haldið áfram
umræðu um stjórnarráðsfrumvarp
sem forsætisráðherra hefur flutt og
hefur í umræðunni oft verið kennt
við málefni Fiskistofu. Þá verður
frumvarp viðskipta- og iðnaðarráð-
herra um náttúrupassann rætt í
næstu viku, svo ég nefni annað
dæmi.
Síðan hafa auðvitað verið nefnd
til sögunnar fiskveiðistjórnunarmál-
in og ESB-málin, en þau þingmál
eru hins vegar ekki komin fram.“
Forseti Alþingis segir að næstu
tvær vikurnar verði undirlagðar af
þeim þingmálum sem búið var að
leggja fram í desember, annars veg-
ar af hálfu ríkisstjórnar og síðan
mál sem búið var að afgreiða út úr
þingnefndum fyrir áramótin og ekki
tókst að ljúka fyrir jól og hins vegar
mál frá einstökum þingmönnum
jafnframt.
Brellur greiða ekki fyrir
Boðað hefur verið að þingsálykt-
unartillaga frá Gunnari Braga
Sveinssyni utanríkisráðherra um að
draga til baka aðildarumsókn Ís-
lands að ESB verði lögð fram á Al-
þingi innan tíðar. Einar var spurður
hvort ekki myndi fara mikill tími
þingsins í þá umræðu og hvort ekki
væri vænlegast að taka hana á dag-
skrá þegar þinglok nálguðust,
vegna þess að þingmenn vildu ekki
sitja langt fram á sumar að ræða
tillöguna:
„Það held ég ekki. Ég held að
þingmenn muni ekki láta það
standa í vegi fyrir sér, ef ætlunin er
að afgreiða tiltekið mál, þótt það
taki langan tíma og gangi inn í sum-
arið.
Sem þingforseti legg ég auðvitað
áherslu á að við virðum starfsáætl-
un þingsins. Ég hef boðað það að
stór og erfið mál eigi menn að
leggja fram nógu tímanlega til þess
að þau geti fengið vandaða umfjöll-
un og þá umræðu sem þingmenn
vilja að fari fram.
Ég held að einhverjar brellur,
eins og sú að leggja málið seint
fram, muni ekki hafa nein áhrif eða
greiða fyrir afgreiðslu málsins,“
sagði Einar K. Guðfinnsson, forseti
Alþingis.
Virðum starfsáætlun þingsins
Einar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, telur að meðal stórra mála á vorþingi verði fiskveiðistjórn-
unarfrumvarp sjávarútvegsráðherra og þingsályktunartillaga um afturköllun ESB-aðildarumsóknar
Morgunblaðið/Kristinn
Þingstörf Alþingi kemur saman á ný í dag, að afloknu jólaleyfi. Búist er við að
þinglok verði í kringum mánaðamót maí og júní. Áætlað er að Alþingi komi
saman 19. júní á ný, til að minnast 100 ára afmælis kosningaréttar kvenna.
Einar K.
Guðfinnsson