Morgunblaðið - 20.01.2015, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 20.01.2015, Blaðsíða 28
28 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015 ✝ Elín GuðríðurÓlafsdóttir, fyrrv. borg- arfulltrúi, kennari og skólastjórnandi, fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1933. Hún lést á Land- spítalanum 2. jan- úar 2015. Foreldrar henn- ar voru Gréta Sig- urborg Guðjóns- dóttir verslunarmaður, f. 4.11. 1910 í Reykjavík, d. 22.5. 1993, og Ólafur Hafsteinn Einarsson kennari, f. 1.8. 1908 í Reykja- vík, d. 16.10. 1988. Systkini El- ínar eru Edda Sigrún lögmað- ur, f. 17.4. 1936, Katrín Margrét fulltrúi, f. 21.2. 1942, og Guðjón Eiríkur, fræðslu- stjóri og sérkennslufræðingur, f. 10.4. 1945. Maki Elínar var Matthías Haraldsson aðstoðarskólastjóri, f. 11.6. 1929, d. 5.2. 1990. For- eldrar hans voru Valgerður Ólafsdóttir húsmóðir, f. 18.9. 1900, d. 22.4. 1950, og Haraldur Frímannsson trésmiður, f. 5.9. 1896, d. 1.8. 1966. Börn Elínar og Matthíasar: 1) Valgerður, arkitekt og dagskrárgerð- armaður, f. 19.3. 1953. Dóttir Valgerðar og Ólafs Árnasonar er Tinna Ólafsdóttir, f. 19.8. 1976. Synir Tinnu og Hauks Kristjáns Stefánssonar eru Bryndís Dagmar, f. 10.8. 1988, Ásdís Elín, f. 16.4. 1992, og Stefán Matthías, f. 9.4. 1996. Elín lauk kennaraprófi frá Kennaraskóla Íslands árið 1954 og starfaði lengst af við kennslu og skólastjórnun við Langholtsskóla í Reykjavík. Hún var einn af stofnendum Kvennaframboðsins i Reykjavík 1982 og Kvennalistans 1983. Hún var borgarfulltrúi Kvenna- listans 1988-1992 en varaborg- arfulltrúi tvö ár á undan. Elín var virk í félagsstörfum og var m.a. formaður Kennarafélags Reykjavíkur 1974-1976, í stjórn Kennarasambands Íslands 1976-1989, í samninganefnd BSRB, viðræðunefnd og kjar- aráði KÍ 1976-1989. Hún var fyrsti formaður jafnrétt- isnefndar BSRB 1979. Elín var höfundur bókarinnar Nemand- inn í nærmynd – Skapandi nám í fjölbreyttu umhverfi, 2004. Hún var einn af höfundum rit- anna: Að byrja í skóla, kynning- arrit fyrir foreldra, 1986-1999; Upp úr hjólförunum, um jafna stöðu kynja í skólum, 1989, og Betri tíð – Til umhugsunar fyr- ir foreldra og aðra uppalendur um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna, 1994. Hún skrifaði fjölmargar greinar í blöð og tímarit um skólamál, jafnrétt- ismál, pólitík og kjaramál. Útför Elínar verður gerð frá Dómkirkjunni í dag, 20. janúar 2015, kl. 15. Þórðarsonar eru Ólafur Dagur, f. 18.9. 2000, og Eg- ill, f. 18.12. 2009. Fósturdóttir Val- gerðar er Solveig Erna Jónsdóttir, f. 20.7. 1972, synir Solveigar og Þor- steins Gunn- arssonar eru Jón Bjartur og Sólveig Edda. 2) Ólafur Már, kennari, f. 18.8. 1954, d. 25. 11. 2003. Sonur hans og Guðmundu Birnu Guðbjörns- dóttur er Matthías Már, f. 3.10. 1982. Sonur Matthíasar og Fríðu Jónsdóttur er Kristján Jón Dýri, f. 16.8. 2014. 3) Sig- urborg, konrektor og líffræð- ingur, f. 13.12. 1955. Synir Sig- urborgar og Ómars Skúlasonar kennara eru Skúli Matthías, f. 26.6. 1986, og Ólafur Einar, f. 20.9. 1991. 4) Haraldur, heim- speki- og guðfræðingur, f. 13.12. 1956. Synir Haraldar og Kaisu Matthíasson eru Orri Matthías, f. 13.5. 1995, og Elías Henrik, f. 15.7. 1997. 5) Brynja Dagmar, viðskiptafræðingur og kennari, f. 18.11. 1960. Sonur hennar og Sveins Viðars Guð- mundssonar er Snorri Arnar Sveinsson, f. 12.5. 1988. 6) Ása Björk, kennari, f. 16.7. 1962. Börn Ásu Bjarkar og Jóns Þá ert þú farin frá okkur, elsku amma. Og við sem uxum úr grasi undir verndarvæng þínum höld- um rígfast í minningarnar. Þú varst okkur svo góð, hlustaðir á okkur, sýndir okkur svo mikla þol- inmæði. Ég man þegar ég sat sem barn í bílnum hjá þér á ferðalög- um um landið, hvernig þú leyfðir mér að tala og hjálpaðir mér að skilja eigin innri þankagang. Þeg- ar tók að dimma í sálinni á ungl- ingsárum átti ég alltaf skjól hjá þér. Seinna varð mér ljóst hversu gott lag þú hafðir á að hlúa að þroska barna, gefa þeim tækifæri til að læra á heiminn á sinn hátt, en standa samt við bakið á þeim og hjálpa þeim upp sem hrösuðu á leiðinni. Þú gafst allt af sjálfri þér til barna og nemenda, og gerðir alla hluti mögulega með ást. Ást var þitt vopn og þinn skjöldur. Samlíðan með þeim minnstu í okkar samfélagi gaf þér kraft. Við sem áttum þig að, hvort heldur sem kennara, fulltrúa, móður eða ömmu, erum þér þakk- lát og munum eiga ást þína í hjarta okkar. Skúli Matthías Ómarsson. Elín systir mín er farin og mig langar til þess að minnast þess- arar góðu systur minnar með nokkrum orðum. Elín fæddist í Reykjavík 28. nóvember 1933, elst barna Ólafs Hafsteins Einarsson- ar kennara og Grétu Sigurborgar Guðjónsdóttur húsmóður og verslunarmanns. Ég fæddist þremur árum síðar og fyrstu minningar föðursystra minna um okkur systurnar voru að Elín sparkaði reið í barnavagninn þar sem ég lá og vildi ekkert með þetta nýja barn hafa. Árið 1942 fæddist Katrín systir okkar og Guðjón bróðir okkar, sem lengi var beðið eftir, árið 1945. Margar góðar stundir áttum við saman á Ljósvallagötunni og það var mikill kærleikur á milli okkar systra þótt báðar værum við skapstórar. Elín, sú elsta í hópnum, var strax ábyrgðarfull og stjórnsöm og ég fór mínu fram. Ég man eftir balli í MR þar sem pilsið hennar Deddu var það eina sem mér fannst ég geta farið í. Ég fékk það ekki bara lánað heldur náði í skæri og klippti neðan af því og fór á ballið dálítið óróleg yfir því hvað biði mín þegar systir mín fengi pilsið aftur en ekki nægilega hrædd til að hætta við skemmd- arverkið. Elín gekk í Kennaraskólann og starfaði í áratugi sem kennari og skólastjóri. Hún var farsæll kenn- ari og barnabörn mín sem voru nemendur í skólanum hennar, Langholtsskóla, voru stolt af þess- ari glæsilegu frænku sinni sem gott var að leita til þegar mikið lá við. Hún var einn af stofnendum Kvennaframboðsins, sat í borgar- stjórn og tók virkan þátt í þjóð- málum. Hún hafði sterkar skoð- anir á málefnum líðandi stundar og við vorum ekki alltaf sammála. En undir þær skoðanir hennar að menntun og jafnrétti kynjanna væri undirstaða framfara gat ég svo sannarlega tekið. Elín var gift Matthíasi Har- aldssyni, kennara og skólastjóra, en hann er látinn. Þau Matthías höfðu verið skólasystkin í Kenn- araskólanum og unnu saman lengi. Þau áttu barnaláni að fagna, börnin sex: Valgerður, Ólafur Már (d. 2003), Sigurborg, Haraldur, Brynja Dagmar og Ása Björk. Það var því oft líf og fjör í bláa húsinu þeirra við Efstasund. Syst- ir mín var bæði listræn og bókelsk og heimilið bar þess merki. Mér finnst gott að hugsa til hennar þar, garðurinn í dálítilli órækt, bókahillunar yfirfullar, kertaljós á borðinu og Dedda mín að festa á blað hugleiðingar um hvernig mennta megi æsku þessa lands betur. Með ást og hlýhug, Edda Sigrún Ólafsdóttir. Hún lifir í okkur. Elín, systir mín, sem ég kallaði stundum „stóru“ og hún kallaði mig „litlu“. Elín, sem ég leit upp til og kenndi mér og okkur öllum svo margt. Elín, sem skapaði ævintýraheim alls staðar í kringum sig með sín- um einstaka og listræna smekk, hvort heldur var á heimili sínu, í skólastofunni, í klæðaburði og í hverju sem var. Hverjum hefði dottið í hug að stilla upp gömlum tréstiga í stigaopi milli hæða, fylla hann með flottum bókum sem héngu á kilinum, gömlum dúkkum og ýmsu öðru? Engum nema henni. Hún orti þetta ljóð sem segir svo margt um hæfileika hennar, dulúð, glettni og gáska: Tvær hríslur, tært fljót og fjall, tímalaust fljót og fjall í fagurbleiku, vorfögru landslagi. Tvær hamingjusamar hríslur halla sér hvor að annarri. Hlið við hlið standa þær og hvíslast á: Hvernig líst þér á mig? Tvær hríslur halla sér enn betur hvor að annarri og horfa saman á fjallið, horfast síðan í augu og fallast í faðma. (Elín G. Ólafsdóttir) Ég þakka henni af alúð fyrir allt það sem hún miðlaði okkur – fróðleik um listir, menn og mál- efni. Takk fyrir allar minningarn- ar, elsku „stóra“, sem eru svo endalaust dýrmætar og verða aldrei frá okkur teknar. Ég mun alltaf elska einstöku systur mína af öllu hjarta. Katrín M. Ólafsdóttir (Dadý). Elsku systir mín, Elín G. Ólafs- dóttir, er látin eftir erfiða baráttu við illvíga sjúkdóma. Það er hugg- un harmi gegn að nú er hún laus við þraut og pínu sem sannarlega var mikil síðustu misserin. Elín tók erfiðleikum og sársauka veik- indanna af ótrúlegri þrautseigju og æðruleysi. Það var öllum ljóst að efst í huga hennar var að aðrir þyrftu ekki að hafa af sér áhyggj- ur, fyrirhöfn eða mæðu. Elín systir mín hefur ætíð verið mín helsta stoð og stytta, mín „skjaldborg“ í lífinu. Hún hefur reynst mér sem önnur móðir. Í mínum huga er minningin um Elínu fyrst og fremst mannvinur- inn og eldhuginn sem aldrei unni sér hvíldar né lét undan ef berjast þurfti fyrir rétti þeirra sem á að- stoð og hjálp þurftu að halda. Heimspekingurinn Sören Kier- kegaard segir á einum stað: „Þeir sem heyra boðskap þinn munu ekki hlusta á það sem þú segir fyrr en þeir finna að þér er ekki sama um þá.“ Ævistarf Elínar var kennsla og skólastjórn, henni þótti vænt um nemendur sína og samstarfsfólk allt og þess vegna var á hana hlustað. Hún lagði allt kapp á að leita nýrra leiða til að gera kennsl- una líflegri, áhugaverðari og ár- angursríkari, samdi námsefni og kennslubækur og leiðbeindi öðr- um kennurum um mögulegar leið- ir og áherslur. Ég undraðist oft og dáðist að þessum óslökkvandi áhuga og elju og endalausu leit við að bæta og glæða kennslu og skólastarf í skólum landsins. Samferðafólk hennar í stjórn- málunum og kvennabaráttu mat hana mikils og virti skoðanir hennar og stefnufestu, hvar í flokki sem það stóð. Um afrek og vegtyllur sem El- ínu hlotnuðust á ævinni, vegna starfa að skólamálum, stjórnmál- um og kvennabaráttu, læt ég öðr- um eftir að tíunda. Elín hafði mikil áhrif á menn og málefni og mun áhrifa góðra verka hennar og framgöngu gæta langt inn í ókomna tíð. Hún lagði sig fram um að gera heiminn ögn betri og verður því að sönnu hluti hans áfram. Systir mín var verndari minn, fyrirmynd og vinur sem aldrei for- dæmdi, talaði niður til eða baktal- aði nokkurn mann. Ég get aldrei nógsamlega þakkað að hafa fengið að eiga hana að allt mitt líf, læra af henni og fá að hafa hana með mér áfram í minningunni til æviloka. Guðjón E. Ólafsson. Mig langar að minnast Elínar G. Ólafsdóttur, fyrrverandi borg- arfulltrúa Kvennalistans, í örfáum orðum. Ég kynntist henni fyrst í Kvennalistanum og það gustaði skemmtilega af henni. En það var ekki bara þaðan sem ég man eftir henni. Kjarabarátta kennara kemur upp í hugann og svo fylgd- ist ég með henni úr fjarlægð þegar Kvennaframboðið bauð fram í fyrsta sinn til borgarstjórnar en þá var ég sjálf erlendis. Hún var líka í Samtökum kvenna á vinnu- markaði og fleiri grasrótarsam- tökum þótt ekki verði þau talin hér. Þarna fór einfaldlega kona sem munaði um, ákveðin og skemmtileg í senn og einhvern veginn aldrei nokkur lognmolla þar sem hún var. Við störfuðum náið saman í borgarmálahópi Kvennalistans, en hún var borgarfulltrúinn okkar og ég hennar varaborgarfulltrúi. Þetta var árið 1990, en áður var hún varaborgarfulltrúi Ingibjarg- ar Sólrúnar og tók við af henni. Já við skiptumst á konurnar að manna framvarðarsveitina bæði í sveitarstjórnum og á þingi. Og mikið lifandis skelfing var oft gaman, mikið hlegið já og jafnvel grenjað. Við áttum líka dásamleg- ar rimmur, sem gerði okkur bara nánari ef eitthvað var, við vorum ekki hræddar við að takast á og vera ekki alltaf sammála. Fyrir vikið eignuðumst við náið sam- band, heiðarlegt og umfram allt gott og gjöfult. Við lögðumst stundum í upprifjun á þessum tíma, þá gátum við nú ekki annað en séð spaugilegu hliðarnar á gömlum ágreiningi. Elín átti það til að hafa ýmis orðatiltæki á hrað- bergi þegar henni líkaði eitthvað, eitthvað kom á óvart, nú eða þá að henni mislíkaði. Eitt þeirra var: „Ég á ekki fóður undir fat.“ Einn þeirra skemmtilegu hópa sem við Elín vorum saman í köll- uðum við „Bæjarins bestu“. Í þessum hópi voru allar konur, þvert á flokka, sem voru í borg- arstjórn Reykjavíkur á þessum árum. Sá hópur hittist og náði vel saman, og þá var nú oft „kátt í höllinni“ hjá okkur konunum og Elín var þar hrókur alls fagnaðar. Stundum var farið heim til henn- ar, riggað upp í skyndi einhverju ætilegu, spjallað frameftir og mál- efnin tekin góðum tökum. Þar var gott að vera, hlýja og faðmur góð- ur handa okkur öllum. Um leið og ég votta stórum og glæsilegum ættboga Elínar sam- úð mína vil ég þakka Elínu fyrir samfylgdina, lærdóminn, vinskap- inn og stuðninginn. Blessuð sé minning Elínar G. Ólafsdóttur. Guðrún Ögmundsdóttir. Góðar minningar hrannast upp í hugann, nú þegar Elín G. Ólafs- dóttir, vinkona mín, er fallin frá. Hvílík manneskja; skemmtileg, réttsýn, listræn og skapandi hug- sjóna- og baráttukona. Óþreyt- andi vinnuþjarkur sem kom miklu í verk og gaf mikið af sér. Elín var frábær kennari og brautryðjandi í skólamálum enda fékk hún Ís- lensku menntaverðlaunin 2007. Ekki man ég nákvæmlega hvar leiðir okkar lágu fyrst saman – það hefur væntanlega verið á átt- unda áratug síðustu aldar. Ég kynntist starfi hennar og sam- starfsfólks hennar í Langholts- skóla þar sem þau höfðu gjör- breytt námsumhverfi og kennsluháttum; breytt hefð- bundnum, einsleitum kennslustof- um og skólagöngum í fjölbreytt, sveigjanlegt og lifandi umhverfi – starfið allt einkenndist af lífi og fjöri. Um og eftir 1980 gengumst við Elín, með fleira áhugafólki, fyrir nokkrum fjölsóttum kenn- aranámskeiðum um sveigjanlega kennsluhætti. Þar var Elín í ess- inu sínu, geislandi og hreif alla með sér. Ég varð líka þeirrar gæfu að- njótandi að fá að fylgjast með henni þegar hún var að skrifa bók- ina Nemandann í nærmynd, sem er einstakt verk þar sem hún leið- beinir kennurum um kennslu- hætti í anda einstaklingsmiðaðs náms og byggir þar á fjölþættri reynslu sinni. Bókin er skemmti- leg aflestrar og hagnýt – en það var líka eins og Elín væri með kennslufræðin í fingrunum. Hún kunni þau og hún skildi þau. Dýrmætast var mér samstarf okkar árið 2006 þegar hún vann að grein fyrir Netlu – veftímarit Kennaraháskóla Íslands um upp- haf kennslu sex ára barna í Reykjavík 1970-1971 en ég var þá ritstjóri tímaritsins. Greinin er gagnmerk heimild um þetta merkilega brautryðjendastarf. Ég kunni Elínu miklar þakkir fyrir þessa vönduðu grein, en hún vildi hafa sinn háttinn á – eins og í svo mörgu. Á þessum tíma var hún orðin illa leikin af Parkinson- veiki. Það var því óvænt, nokkru eftir birtingu greinarinnar, þegar ég var nýkominn í sumarbústað minn í Kjósinni, að knúið var dyra. Úti stóð Elín með trékassa í fang- inu, fullan af víni, kryddjurtum og konfekti sem hún rétti mér skjálf- andi höndum. Hún hafði lagt bíln- um sínum við bæinn Grjóteyri og gengið yfir tún, líklega um kíló- metra, með kassann í fanginu. El- ín vildi líka þakka fyrir sig! Svona var hún – skemmtilega óútreikn- anleg og gefandi manneskja. Það er ómetanlegt að hafa fengið að eiga hana að vini. Við Lilja send- um fjölskyldu hennar, ættingjum og vinum okkar dýpstu samúðar- kveðjur. Ingvar Sigurgeirsson. Vorið 1954 útskrifaðist frá Kennaraskólanum einstaklega glæstur hópur ungs fólks. Þar á meðal voru fremst í hópi jafningja ung hjón, Elín G. Ólafsdóttir og Matthías Haraldsson. Þau áttu þá þegar ársgamla dóttur og eignuð- ust fimm börn til viðbótar á næstu átta árum. Í hönd fóru annasöm ár, helguð brauðstriti, uppbygg- ingu heimilis og barnauppeldi. All- ir sem reynt hafa á eigin skinni vita hversu óhemjumikla vinnu slíkt fyrirtæki útheimtir. Af líkum má ráða að bróðurparturinn af öllu þessu hafi lent á herðum ungu konunnar, Elínar. Matthías var fljótt í meira en fullu starfi við kennslu og eftirsóttur til félags- og trúnaðarstarfa í þágu stéttar sinnar. Allt þetta leystu þau af hendi með glæsibrag. Árin liðu og börnin uxu úr grasi. Elín tók að sinna kennslu eftir því sem tími og aðstæður leyfðu. Til að byrja með sneri hún sér að „tímakennslu“ og í fram- haldinu að kennslu yngri barna sem fastráðinn kennari. Þar reyndist hún hugmyndarík og áræðin í starfi og var eftirsóttur leiðbeinandi. Það var áhugavert og skemmtilegt að fylgjast með hvernig hjónin hægt og rólega skiptu með sér verkum á ný við breyttar aðstæður. Elín var virk við stofnun kvennaframboðsins og sat um árabil í borgarstjórn fyrir Kvennalistann og gegndi ýmsum opinberum trúnaðarstörfum. Það átti fyrir Elínu að liggja að sinna kennslu í öllum aldursflokkum grunnskólans. Kennsla lék í hönd- um hennar og um margra ára skeið hafði hún farsæla forystu um fjölbreytni og nýjungar sem athygli vöktu við kennslu yngri barna. Skrif hennar um kennslu- fræðileg efni voru eftirtektarverð. Eftir lát Matthíasar 1990 gegndi Elín starfi aðstoðarskóla- stjóra við Langholtsskóla þar sem hún hafði átt allan sinn kennslu- feril. Það var gott að vinna með Elínu, hún var bæði rösk og ráða- góð en umfram allt holl þeim sem hún vann fyrir og vann með. Afrekskona er fallin frá. Hafi Elín G. Ólafsdóttir heila þökk fyr- ir samfylgdina. Ástvinum hennar öllum sendi ég einlægar samúðar- kveðjur. Erling S. Tómasson. Nú er Guð búinn að taka Elínu til sín. Hver sem Guð nú er. Við stöndum eftir og störum. Sálin tóm. Það munaði svo óskaplega mikið um Elínu Gé. Og ég (ÓM) var svo gæfusamur að fá að njóta þeirrar vináttu, sem hún bar til fjölskyldu minnar frá örófi alda. Ég gat virt fyrir mér og dáðst að mögnuðum persónuleika hennar og ríkulegum hæfileikum, sem hún bjó yfir í atlögum sínum við þau viðfangsefni lífsins, sem þesi Guð rétti henni. Alúðinni, vand- virkninni (stundum smásmugu- hættinum), ákafanum og heilind- unum, hvort sem var í kennarastarfinu eða sem pólitíkus og femínisti eða bara í daglegu bjástri. Skarpskyggnin og spekin. Verða væntanlega margir nú til að tíunda það. Elín var tröllaukin. Hún hafði tröllatrú á því sem hún gerði. En umfram allt var hún tryggðatröll. Ræktarsemi hennar við okkur var einstök. Alltaf tók hún einlægan og virkan þátt í merkilegri atburðum okkar til- veru. Sígjöful, bæði að deila hug- myndum og speki en ekki síður á veraldlegri vísu. Stórlynd. Og fag- urkeri. Hvar sem hún kom skyldi hún tína saman smámuni úr nátt- úrunni, steina og grjót, blóm, strá, greinar og breyta híbýlum sínum í listaverk. Þeirra listaverka mest var heimili hennar. Þar varð mað- ur hins vegar að gæta sín mjög vel á því að hrósa engu sérstöku. Þá Elín G. Ólafsdóttir HINSTA KVEÐJA Í minningu kærrar vinkonu: Innilegar þakkir fyrir ára- tuga vináttu og samfylgd í gegnum þykkt og þunnt. Samúðarkveðjur til afkom- enda og ættmenna. Hinrik og Kolfinna Bjarnadóttir. Virðing, reynsla & þjónusta Allan sólarhringinn 571 8222 Svafar: 82o 3939 Hermann: 82o 3938 Ingibjörg: 82o 3937 www.kvedja.is svafar & hermann

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.