Morgunblaðið - 20.01.2015, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 20.01.2015, Blaðsíða 12
12 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015 Ingileif Friðriksdóttir if@mbl.is Vilji er fyrir því hjá borgarráði að byggja upp markaðstorg á Bern- höftstorfu sem gæti staðið allt árið. Svæðið býður upp á fleiri möguleika fyrir torgsölu en Austurstræti að sögn S. Bjarnar Blöndal, formanns borgarráðs, en ráðið samþykkti á dögunum endurskoðun á samþykkt um götu- og torgsölu í Reykjavík. „Í meira en ár hefur það verið hugmyndin að færa torgsöluna í átt- ina að Bernhöftstorfunni og búa þar til markaðstorg sem þess vegna gæti staðið allt árið,“ segir Björn. Hann segir tillöguna þó ekki hafa hlotið góðan hljómgrunn síðasta sumar hjá ákveðnum aðilum sem stundað höfðu torgsölu í Austur- stræti, og því hafi verið ákveðið að bíða með breytingar. „Nú er hins vegar búið að hafa samráð við þá sem hafa mest stund- að torgsöluna og það er nokkuð góð sátt við flesta þeirra um að stefna á Bernhöftstorfuna,“ segir hann, en bætir við að fyrst verði tekið eins konar milliskref nú í sumar, svo þeir götusalar sem hafa verið í Austurstræti verði færðir lengra inn á Lækjartorg. Björn segir borg- ina sjá virði í því að færa götusöluna lengra inn á torgið, þar sem meira líf muni skapast þar í kjölfarið. Það verði því skoðað á næstunni hvernig hægt verði að útbúa markaðstorgið. Þá verður Bernhöftstorfan jafnframt í boði í sumar fyrir þá sem þar vilja vera. Björn segir torf- una mun skjólsælla svæði, hlýlegri stað og bjóða upp á aðra og fleiri möguleika en Austurstrætið. Þá verður markaðssala einnig á Ing- ólfstorgi og á Geirsgötu. Gert er ráð fyrir því að ein- hvern tíma muni taka að byggja Bernhöftstorfuna upp sem mark- aðstorg, og fari eftir því hvernig til takist í sumar. „Þetta er þess eðlis að ég held að það þurfi að leyfa þessu að þróast,“ segir Björn að lokum. Efla götu- og torg- sölu í Reykjavík Morgunblaðið/Golli Bernhöftstorfa Stefnt er að enn frekari uppbyggingu á torginu, sem fékk hlutverk sem markaðstorg sl. sumar.  Bernhöftstorfa að markaðstorgi sem stendur allt árið Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Öllum starfsmönnum gamla þjón- ustuversins við ferðaþjónustu fatl- aðra var sagt upp störfum þegar nýtt kerfi var sett á laggirnar um áramótin. Þrír af þessum starfs- mönnum eru bundnir hjólastól, tveir eru konur, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Strætó hvatti starfsmennina til að sækja um á nýj- um stað en aðeins einn sótti um nýtt starf en það var ekki í þjónustu- verinu. Þremenningarnir voru í hálfu starfi, höfðu unnið í þjónustuverinu í nokkur ár og líkaði mjög vel. Starfið hentaði þeim einnig enda voru þau sjálf notendur ferðaþjónustu fatl- aðra og kunnu því betur en flestir á kerfið. Konurnar voru allar í hálfu starfi en þol og annað kom í veg fyrir 100% vinnu. Til að fá vinnu á nýja staðnum hefðu konurnar þurft að vinna fullan vinnudag – nokkuð sem hentaði þeim ekki. Óhjákvæmilegt Samkvæmt svörum Strætó við fyrirspurn Morgunblaðsins var þetta sagt nauðsynleg aðgerð. „Til að hægt væri að gera þær breytingar á þjónustunni sem þjón- ustulýsingin segir til um var óhjá- kvæmilegt að segja upp öllum starfsmönnum í ferðaþjónustu fatl- aðra í Reykjavík. Hluti af þessum breytingum fólst í lengri þjónustu- tíma. Rétt er að ítreka að allir starfs- menn ferðaþjónustunnar voru hvatt- ir til að sækja um nýjar stöður í þjónustuveri og önnur störf hjá Strætó,“ segir meðal annars í svarinu. Margir óreyndir Nýtt þjónustuver var tekið í notk- un seint á árinu 2014 og margt nýtt fólk ráðið. Fyrir utan nýtt fólk í þjónustuverinu var nýja kerfið tekið upp og samið við nýja bílstjóra því umfangið jókst til muna frá því að Strætó yfirtók akstur í öllum sveit- arfélögum höfuðborgarsvæðisins nema Kópavogi um áramót en Strætó hefur rekið akstursþjónustu fatlaðs fólks síðan 2001. Mikil óánægja er meðal fatlaðra með upp- hafskaflann að þessari nýju samein- ingu enda hafa þeir oft verið sóttir seint eða alls ekki og það tekur oft langan tíma að koma þeim á áfanga- stað. Mikið álag hefur verið á nýja þjón- ustuverinu og á föstudaginn bárust 710 símtöl í hið nýja kerfi. Fór strætó 1.122 ferðir og voru eknir 8.136 kílómetrar með farþega. Alls mætti farþegi ekki 29 sinnum þenn- an dag, ferð var afþökkuð á staðnum 15 sinnum og sex villuskráningar eru skráðar í hið nýja kerfi. Missi farþegi af ferð falla allar aðrar ferðir hans niður Ef farþegi ferðaþjónustunnar mætir ekki í fyrstu ferð dagsins og hefur ekki hringt eða sent póst til að afbóka falla allar ferðir hans niður. Þykir mörgum þetta ansi hörð að- gerð gagnvart fötluðum sem misst hafa af viðburðum, sjúkraþjálfun og jafnvel salernisferðum fyrir vikið. Í svari Strætó um hvort aðgerðin sé ekki svolítið hörð segir: „Þetta er gert til að draga úr fjölda ferða þar sem farþegi mætir ekki. Rétt er að ítreka að ef farþegi lætur vita að hann vilji halda öðrum ferðum inni, þrátt fyrir að mæta ekki í einstaka ferð án þess að afbóka, þá er það að sjálfsögðu ekkert mál. Þetta á ein- göngu við ef farþegi hefur ekki sam- band.“ Þremur fötluðum sagt upp hjá Strætó  Ferðaþjónusta fatlaðra tók upp nýtt kerfi um áramót  Öllum starfsmönnum gamla símaversins sagt upp  Óhjákvæmileg aðgerð, segir Strætó  Allir starfsmenn voru hvattir til að sækja um á nýjum stað Morgunblaðið/Kristinn Erfið fæðing Ferðaþjónusta fatlaðra var endurskipulögð um áramótin og hefur gengið erfiðlega að láta hana virka rétt. HLAÐBORÐ FYRIR FUNDinn EÐA AFMÆLIð. 565 6000 / somi.is Við bjóðum upp á ferska og ljúffenga veislubakka og bjóðum ókeypis heim- sending á höfuðborgarsvæðinu ef pantaðir eru fjórir bakkar eða fleiri. Pantaðu í síma 565 6000 eða á somi.is.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.