Morgunblaðið - 20.01.2015, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 20.01.2015, Blaðsíða 32
32 MINNINGAR MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015 Sumarhús Sumarhús – Gestahús – Breytingar Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stærðum. Tökum að okkur stækkun og breytingar á eldri húsum. Smíðum gestahús – margar útfærslur. Sjáum um almennt viðhald á sumarhúsum og sólpöllum. Setjum niður heita potta og smíðum palla og skjólveggi. Áratugareynsla – endilega kynnið ykkur málið. Trésmiðja Heimis, Þorlákshöfn, sími 892-3742 og 483-3693, www.tresmidjan.is Ýmislegt GLÆSILEGUR VEL FYLLTUR BH Fæst í stærðum 70-85 B,C á kr. 6.770, buxur á kr. 2.650. Laugavegi 178, sími 551 3366. Opið mán.-fös. 10–18, laugardaga 10–14. Þú mætir – við mælum og aðstoðum. www.misty.is – vertu vinur Klapparstíg 44 • Sími 562 3614 Síðan 1956 Mikið úrval • Margir litir Áður Nú 70x50 5.500 4.125 70x100 9.995 7.495 70x150 15.900 11.925 Plastmottur 25% afsláttur út janúar Húsviðhald Húsaviðgerðir www.husco.is Sími 555 1947 Gsm 894 0217 TILBOÐ Mjúkir og þægilegir dömuskór úr leðri. Stakar stærðir. TILBOÐSVERÐ: 3.500.- TILBOÐ Vandaðir dömukuldaskór úr mjúku leðri, fóðraðir og með góðan sóla. Stakar stærðir. TILBOÐSVERÐ: 5.500.- Komdu og líttu á úrvalið hjá okkur! Sími 551 2070. Smáauglýsingar Byggingavörur Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, pallaefni, parket, útihurðir o.fl. Gæði á góðu verði. Nýkomnar Eurotec A2 harð- viðarskrúfur. Penofin harðviðarolía. Indus ehf., Óseyrarbraut 2, Hf. Upplýsingar hjá Magnúsi í símum 6600230 og 5611122. Mætur kollega er fallinn frá. Sverrir hóf sinn feril og ílengdist í Vestmannaeyjum allt til eldsumbrota þar. Hann var frumkvöðull í hugsun, brautryðj- andi og baráttumaður um flúor- væðingu á tíma þegar tann- skemmdir voru slíkar að við algert ofurefli virtist að etja fyrir tannlækna. Við sem störfum að tannlækningum í dag, getum vart sett okkur í spor þeirra undan- fara okkar sem þurftu að vinna myrkranna á milli eða þar til eng- inn var eftir á biðstofunni, þegar ekki var í fleiri hús að venda, eins og reyndin var í Vestmannaeyj- um. Tannpína, þetta nánast út- dauða fyrirbæri, setti svip sinn á líf margra hér áður og létt að ímynda sér hve oft margur sjó- maðurinn varð að fá skjóta lausn á milli mislangra túra. Það voru enda fyrstu kynni annars undir- ritaðs, sem þá var ungur háseti á bát í Eyjum. En Sverrir skildi ekki bara eft- ir mark sitt í tönnum Eyjabúa. Þar hóf hann ástarsamband sitt við golfíþróttina sem varð hans viðhald það sem eftir lifði ævi Sverrir Einarsson ✝ Sverrir Ein-arsson fæddist 20. nóvember 1927. Hann lést 7. janúar 2015. Útför hans fór fram 16. janúar 2015. hans og Eyjabúar samtíma honum minnast vafalaust margra ánægju- stunda með honum á golfvellinum í Herj- ólfsdal sem hann átti drjúgan þátt í að byggja upp. Fyrir okkur sem upplifum tannlækn- ingar sem vort dag- lega brauð, var Sverrir okkar krydd á það brauð. Hann innleiddi golf inn í hópinn okkar sem vildum eiga annað líf til hliðar við amstrið. Líf þeirra, sem þátt tóku í þeim félagsskap, sem fékk viðurnefnið Tanngolf, varð ríkara og skemmtilegra. Sverrir lagði golfvelli heimsins að fótum sér og okkar og vina- böndin styrktust með fleiri og metnaðarfyllri uppákomum. Þeg- ar ferð okkar til Túnis bar upp á sama dag og Habib Bourgiba var steypt af stóli, fékk hópurinn við- urnefnið Háskaferðir. Þar var hlegið dátt og glaðst og Sverrir stanslaus gleðigjafi. Mælskulist hans reið ekki við einteyming. Það var ekki svo sjaldan að þörf var á tækifærisræðum og þá kom aðeins einn til greina, og oftar en ekki veltumst við um úr hlátri. En hann fór ekki bara með gam- anmál. Hann stóð oftar en ekki upp á fundum hjá okkur kolleg- um og hans innlegg var alltaf al- vöruþrungið þótt hann byggi yfir þeim frábæra eiginleika að geta matreitt það með húmor, því Sverrir var bæði skarpur og rétt- sýnn. Það er ekki slæmur kokkt- eill. Enda varð hann farsæll for- maður okkar tannlækna og nú þegar dagar hans eru taldir, vilj- um við þakka fyrir frábært fram- lag hans til okkar félagsskapar, bæði faglega en ekki síður sem ógleymanlegur persónuleiki og ekki síst góður vinur. Margréti konu hans og fjöl- skyldunni allri sendum við dýpstu samúðarkveðjur um leið og við þökkum samfylgdina. F.h. Tannlæknafélags Íslands, Heimir Sindrason Kristín Heimisdóttir Ég hef verið svo lánsamur að kynnast mörgum skemmtilegum mönnum og um suma þeirra má með sanni segja að þeir hafi verið einstaklega skemmtilegir. Sverr- ir Einarsson var án efa einn sá skemmtilegasti. Kynni okkur hófust þannig að á háskólaárun- um leigði ég í kjallaranum hjá honum og Deddu. Fljótlega tókst góður vinskapur með mér og þeim hjónum og fékk ég snemma sæmdarheitið „kjallarabúinn“. Á þessum árum naut ég þeirra for- réttinda að fá að sitja með Sverri og spjalla um heima og geima. Sama hvar borið var niður, Sverrir hafði alltaf eitthvað áhugavert að segja og sá kunni að segja sögur. Sögur frá Vest- mannaeyjum, sögur af tannlækn- um, sjálfum sér og kollegum, sög- ur af fólki og atburðum héðan og þaðan. Alltaf voru þessar sögur húmorískar og sniðugar, til þess fallnar að láta mann veltast um af hlátri. Reyndar var Sverri einkar lagið að gera grín að stjórnmála- mönnum og stímabraki þeirra. Án þess að hann setti sjálfan sig á háan hest, þá fann maður að hon- um fannst þeir margir hverjir ekki sérlega tilkomumiklir. Á því voru þó undantekningar. En það var glaðværð í gagnrýni hans, aldrei biturð eða pirringur, miklu fremur kátína afburðagreinds manns sem skemmtir sér yfir ruglingi og argaþrasi dægurmál- anna. Ég á margar mjög góðar minningar um Sverri Einarsson. Þegar ég læt hugann reika aftur til þessa tíma þá rifjast upp fyrir mér meðal annars að eitt sinn sátum við saman og horfðum á Fellini-mynd. Það var eitt af þessum skiptum þegar ég hef hlegið svo mikið að mig verkjaði sáran undan, en gat ekki hætt; myndin og athugasemdir Sverris um hana voru óborganlegar. Nú eða þegar Sverrir lenti í því að komast á ellilífeyrisaldurinn, langt um aldur fram, og fékk boð um að koma í hópferð með öðrum gamalmennum niður að Tjörn til að skoða endurnar, það sem við gátum skemmt okkur yfir þeim vel meinandi en galna texta. Á þeim árum sem ég bjó í kjall- aranum hjá honum Sverri fannst mér einatt sem ég væri að tala við jafnaldra minn, þótt fjörutíu ár eða svo skildu okkur að. Og þann- ig man ég Sverri, opinn, skemmtilegan og gáfaðan, ein- staklega þægilegan og góðan mann. Elsku Dedda. Ég sam- hryggist ykkur, góður drengur er fallinn frá. Illugi Gunnarsson. Elsku Kristín Ósk, fallega snót með brosið blíða, þú komst við líf okkar með gleði og það við viljum þakka þér af öllu hjarta. Allar fallegu stjörnurnar og öll blómin sem við horfðum á saman gráta nú með okkur, því þú hvarfst okkur frá. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Sendum ættingjum og vinum okkar innilegustu samúðarkveðj- ur. Júlíana Kristín, Elín Eyrún og Halldóra. Elsku Kristín mín, það var mér sannur heiður að fá að kynnast þér. Nú sitja eftir dásamlegar minningar um virkilega góða og skemmtilega vinkonu. Þú varst alltaf tilbúin að hlusta þegar mað- ur þurfti að tuða smá, hringdir jafnvel daginn eftir til athuga hvort maður væri ekki í betra skapi þann daginn. Ég man sérstaklega eftir því hvað við skemmtum okkur oft á tíðum konunglega yfir klæðaburði og óförum annarra í ræktinni. Ég er mjög ánægð að hafa fengið að vera til staðar fyrir þig þegar þú misstir mömmu þína, að fá að ganga í gengum það með þér hjálpaði mér að skilja betur að- stæður þínar og líf þitt. Lífið varð dapurlegra en við skildum hvor aðra. Kristín mín, kveð þig með sökn- uði. Þín vinkona Anna St. Kristín Ósk Gunnarsdóttir ✝ Kristín ÓskGunnarsdóttir fæddist 24. febrúar 1983. Hún lést 1. janúar 2015. Útför Kristínar fór fram 16. janúar 2015. Sú harmafregn barst okkur að morgni hins 2. jan- úar sl. að hún Kristín væri dáin. Vantrú og sorg fylltu hjartað. Óraunverulegt. Kristín var fljót að læra, fjölhæf, eld- klár og hörkudugleg. Betri samstarfs- mann en hana ekki hægt að hugsa sér. Hún var sólargeisli, allt varð ein- faldlega bjartara þegar hún gekk í salinn. Hún var full af lífi, glöð og hjálpsöm. Ef ætti að lýsa henni í tveimur orðum ættu orðin „ynd- isleg manneskja“ vel við. Þannig munum við hana og við munum öll sakna hennar sárt, þó mestur sé missir ástvina hennar og fjöl- skyldu. Hugur okkar er hjá þeim á þessum erfiðu tímum. Ég treysti því að hún Kristín blómstri nú á öðru engi og strái þar áfram sólargeislum sínum. Góðu minningarnar lifa. Ég er þakklátur fyrir að hafa fengið að kynnast henni þó þau kynni hafi auðvitað orðið allt of stutt. Sá djúpi samhugur og sorg sem við höfum upplifað undanfarna daga verða okkur lærdómur, að meta enn betur bæði lífið og nær- veru hvors annars hverja mínútu, hverja stund. Ég vil fyrir hönd lækna og alls starfsfólks í Læknasetrinu kveðja Kristínu með þessum fátæklegu orðum og þakka fyrir árin sem við fengum að vera samferða henni bæði í starfi og leik. Það var verð- mætt að fá að kynnast henni. Fjölskyldunni færi ég, fyrir hönd okkar allra, innilegustu sam- úðarkveðjur. Blessuð sé minning Kristínar Óskar Gunnarsdóttur. Þórarinn Guðnason, formaður stjórnar Læknasetursins. Elsku fallega vinkona mín, hún Kristín, er farin frá okkur. Þetta hafa verið erfiðir dagar síðan ég fékk fréttirnar af andláti hennar og dagarnir hafa einkennst af sorg, spurningum, vanmætti og fleiri áður óþekktum tilfinningum. Það er ofboðsleg sorg sem fylgir svona dauðsfalli, allt öðruvísi sorg en ég hef áður upplifað. Ég syrgi svo margt. Ég syrgi brosin sem ég fæ aldrei að sjá, ég syrgi stórafmælin sem verða ekki fleiri, ég syrgi hlátrarsköllin sem ég mun aldrei njóta, ég syrgi ást- ina og rómantíkina sem hún mun aldrei upplifa, ég syrgi barnið sem ég sá hana aldrei eignast, ég syrgi árin sem við fáum ekki saman, ég syrgi námið sem hún náði ekki að klára, ég syrgi ferðirnar til út- landa sem við munum aldrei fara, ég syrgi símtölin sem við eigum aldrei eftir að eiga, ég syrgi lífið hennar sem var henni um megn. Elsku Kristín Ég veit að þér líður betur núna og ert hjá foreldrum þínum og hefur fundið frið. Guð geymi þig, elsku hjartans vinkona mín. Minning þín mun lifa með okkur það sem eftir er. Þín vinkona Kristjana (Kidda) Svarfdal. Þegar daginn er tekið að lengja, sólin hækkar á lofti og nýtt ár gengur í garð, vill maður horfa til framtíðar með bjartsýnina að vopni og gengur inn í nýtt ár fullur sannfæringar um að ekkert muni bjáta á og allt muni ganga manni í haginn, það var með því hugarfari sem ég fór inn í árið. Þess vegna var það mikið reiðarslag þegar mér barst það til eyrna að Kristín Ósk, þessi góða vinkona mín, sem ég var svo heppinn að fá að kynn- ast sumarið 2007 hefði kvatt þessa jarðvist alltof ung eða aðeins tæp- lega 32 ára að aldri. Af þeim skipt- um sem ég hef hitt Kristínu á þessum árum er þó ein helgi sem sérstaklega stendur upp úr, en það er verslunarmannahelgin 2012, en þá varð hún þess valdandi að ég kynntist þeim mæðgum Söndru og Katrínu Emblu sem hafa síðan þá bætt við litrófið í hversdeginum hjá mér svo um munar og síðasta sumar bættist svo gleðigjafinn Adam Vilbergur í fjölskylduna. Líf mitt væri örugg- lega litlausara í dag ef ég hefði ekki rekist á Kristínu þessa versl- unarmannahelgi. Hafðu ævarandi þökk fyrir þessi áhrif sem þú hafð- ir á líf mitt. Þar sem englarnir syngja sefur þú, sefur í djúpinu væra. Við hin sem lifum, lifum í trú að ljósið bjarta skæra veki þig með sól að morgni. (Bubbi Morthens.) Minning þín mun lifa í hjarta okkar Örvar Jóhannsson. Bílaþjónusta GÆÐABÓN Ármúla 17a Opið mán.-fös. 8-18. S. 568 4310 Það besta fyrir bílinn þinn Alþrif, djúphreinsun, mössun, teflon, blettun, bryngljái, leðurhreinsun. Óska eftir Staðgreiðum gull, demanta og úr Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! www.kaupumgull.is Opið alla daga 11–18. Kringlan – 3. hæð (Hagkaupsmegin) Upplýsingar í síma 661 7000. KAUPI GULL! Ég, Magnús Steinþórsson gullsmíða- meistari, kaupi gull, gullpeninga og gullskartgripi. Kaupi allt gull, nýlegt, gamalt og illa farið. Leitið til fagmanns og fáið góð ráð. Uppl. á demantar.is, í síma 699-8000 eða komið í Pósthússtræti 13 (við Austurvöll). Verið velkomin. Málarar Viðhalds- og málningarvinna Getum bætt við okkur inni- og útiverkefnum. Vönduð vinnubrögð góð umgengni. Tilboð/ tímavinna. Lítið Mál ehf. Sigurður GSM: 896 5758, malid@internet.is. Smáauglýsingar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.