Morgunblaðið - 20.01.2015, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015
Þingfundir hefjast í dag að loknujólaleyfi og sýnist sitt hverjum
um ágæti þess eins og gengur. Sum-
ir sjá eftir hverjum degi sem þing-
menn eru ekki í þingsal og geta ekki
á heilum sér tekið
þegar þingið er í
sumar- eða jólafríi.
Aðrir fagna hverjum
frídegi þingsins og
benda á að þá daga
sem þingið fundar
ekki geti það ekki
stimplað óþarfar
reglugerðir Evrópu-
sambandsins eða
samþykkt óþörf
sjálfsprottin laga-
frumvörp.
Og svo eru þaðþeir sem sakna
hinna ágætu þing-
manna og þeirrar gagnlegu þjóð-
málaumræðu sem ýmsir þeirra
standa fyrir. Í gær var hitað upp fyr-
ir slíkar umræður og rætt við helstu
þingmenn, svo sem Árna Pál Árna-
son og Helga Hrafn Gunnarsson.
Báðir ræddu hugðarefni sín, sásíðarnefndi beint lýðræði „með
einhverjum hætti“ og sá fyrrnefndi
möguleg yfirvofandi átök í þinginu.
Að sögn Árna Páls er það alfariðá valdi ríkisstjórnarinnar hvort
í þinginu verði átök eða ekki. Stjórn-
arandstaðan hafi ekkert með það að
gera.
Ríkisstjórnin þurfi aðeins að fylgjaþeirri einföldu reglu að flytja
einungis mál sem stjórnarandstaðan
sé sammála og taka undir þau mál
sem stjórnarandstaðan kunni að hafa
fram að færa. Þá verði allt með friði
og spekt í þinginu.
Að loknu jólafríi horfir því frið-samlega á þingi, að þessum
sjálfsögðu skilyrðum uppfylltum.
Helgi Hrafn
Gunnarsson
Horfir friðsamlega
að loknu jólafríi
STAKSTEINAR
Árni Páll
Árnason
Veður víða um heim 19.1., kl. 18.00
Reykjavík 4 rigning
Bolungarvík 4 skýjað
Akureyri 4 alskýjað
Nuuk -11 snjóél
Þórshöfn 0 skýjað
Ósló -2 snjókoma
Kaupmannahöfn 2 skýjað
Stokkhólmur 0 skýjað
Helsinki -1 snjókoma
Lúxemborg -2 þoka
Brussel 2 skýjað
Dublin 2 skýjað
Glasgow -2 upplýsingar bárust ekki
London 5 skýjað
París 2 alskýjað
Amsterdam 0 þoka
Hamborg 1 heiðskírt
Berlín 1 skýjað
Vín 3 skýjað
Moskva 0 alskýjað
Algarve 13 heiðskírt
Madríd 6 léttskýjað
Barcelona 7 súld
Mallorca 11 léttskýjað
Róm 12 léttskýjað
Aþena 15 léttskýjað
Winnipeg -7 alskýjað
Montreal 1 snjókoma
New York 4 alskýjað
Chicago 2 skýjað
Orlando 17 heiðskírt
Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar-
greinum Morgunblaðsins á slóðinni
http://mbl.is/mogginn/leidarar/
VEÐUR KL. 12 Í DAG
20. janúar Sólarupprás Sólsetur
REYKJAVÍK 10:43 16:35
ÍSAFJÖRÐUR 11:12 16:17
SIGLUFJÖRÐUR 10:56 15:59
DJÚPIVOGUR 10:19 15:59
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Í dag hefst nýr leiðangur vísinda-
manna til rannsókna á gosinu í Holu-
hrauni. Leiðangurinn er sérstaklega
ætlaður í ítarlegar gasmælingar.
„Það skiptir máli að vita hvaða gös
eru í þessu, hver samsetningin er og
í hversu miklu magni þau eru,“ segir
Ármann Höskuldsson eldfjallafræð-
ingur í samtali við Morgunblaðið.
„Við þurfum að mæla þetta reglu-
lega svo að mengunarlíkön Veður-
stofunnar séu raunhæf og taki mið af
réttum gögnum,“ segir Ármann og
bendir á að aðstæður á jörðu niðri
geri vísindamönnum erfitt fyrir.
„Við fljúgum yfir hraunið einu
sinni til tvisvar í mánuði til að sjá
þróunina. Fótgangandi yrði ferðin
torfær, því þó að hraunið sé á stærð
við Reykjavík þá er ólíku við að jafna
að öðru leyti. Það eru engar gang-
stéttir heldur ein-
ungis úfið hraun.“
Þá segir hann
flug yfir hraunið
nauðsynlegt til
rannsókna. „Þá
getum við metið
hvar rásirnar eru
í hrauninu og
hvaða hraunálm-
ur eru virkar,“
segir Ármann og bætir við að hraun-
ið sé farið að storkna að utanverðu.
„Hitinn helst frekar inni og getur
hraunið runnið hraðar þar sem kuld-
inn á þá ekki jafn greiða leið að því.“
Myndarlegur gígur hefur mynd-
ast þar sem hraunið kemur á yfir-
borðið og er gígurinn á bilinu 70 til
80 metrar á hæð að sögn Ármanns.
Hann segir að gos í Bárðarbungu
sé síst ólíklegra en áður. „Ekki á
meðan það eru svona mikil læti í
fjallinu. Enn er við öllu að búast.“
Aðstæður torvelda mælingar
Dr. Ármann
Höskuldsson
Hraunið getur runnið hraðar á ný Gos í Bárðarbungu síst ólíklegra en áður
„Starfið leggst af-
skaplega vel í
mig,“ segir Þór-
unn Egilsdóttir,
nýr þingflokks-
formaður Fram-
sóknarflokksins
og þingmaður
Norðaustur-
kjördæmis. Þetta
var ákveðið á
þingflokksfundi
Framsóknarflokksins í gær en Þór-
unn tekur við embættinu af Sigrúnu
Magnúsdóttur sem settist í stól um-
hverfisráðherra um áramótin. Þór-
unn var áður varaformaður þing-
flokksins.
Tími Þórunnar í embætti for-
manns verður þó fremur stuttur því
í sumar tekur Ásmundur Einar
Daðason við formennsku þingflokks-
ins. „Þingflokkurinn heldur áfram
að vinna í góðum takti, öll sem eitt.
Við stöndum keik og bjartsýn og
ætlum að halda áfram að vinna vel
og standa við kosningaloforð okkar,“
segir Þórunn. Ásmundur Einar er
nýr varaformaður þingflokksins og
Willum Þór Þórsson ritari.
Þórunn
kosin fram
á sumar
Formennskan fær-
ist svo til Ásmundar
Þórunn
Egilsdóttir
KÍKTU Í KEMI OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ!
HREINSI- OG SMUR-
EFNI, GÍROLÍUR,
SMUROLÍUR OG
RÚÐUVÖKVI
FYRIR ALLAR GERÐIR BIFREIÐA
Kemi • Tunguhálsi 10, 110 Reykjavík • www.kemi.is • Sími: 415 4000
Opið: Mánudag - fimmtudags: Frá kl. 8.00-17.30. Föstudaga: Frá kl. 8.00-17.00.