Morgunblaðið - 20.01.2015, Blaðsíða 6
Ingileif Friðriksdóttir
if@mbl.is
„Ég hef enga reynslu sjálfur en hef
samt sem áður trú á þessu,“ segir
Bjarni Hilmar Jónsson, annar eig-
enda netverslunarinnar BSV, sem
fór nýlega að bjóða upp á svokall-
aðan hrotubana. Um er að ræða
hring sem settur er á litla fingur fyr-
ir svefninn, og ætlaður er til þess að
stöðva eða minnka hrotur.
Bjarni segist hafa lesið töluvert
um hringinn, sem byggður er á æva-
fornri kínverskri speki, áður en
hann ákvað að flytja hann inn. Sam-
bærilegir hringar eru seldir víða í
Evrópu og Bandaríkjunum, og virð-
ast fjölmargir notendur þeirra fara
fögrum orðum um virknina, þrátt
fyrir að sumir séu á öðru máli.
Lítill hnúður þrýstir á taugar
Hringurinn, sem er gerður úr áli
og krómhúðaður, fæst í þremur
stærðum. Lítill hnúður innan á hon-
um á að sögn Bjarna að þrýsta á
taugar og verði það til þess að hrot-
ur minnki. „Eins og vitað er er mikið
af taugum í fingrunum og þessi
hnúður þrýstir á ákveðna taugaenda
sem stöðva eða að minnsta kosti
minnka hrotur, samkvæmt því sem
ég hef lesið,“ segir Bjarni.
Þá á hringurinn að hjálpa vöðvum
í hálsinum, draga úr bólgum í ennis-
og nefholi og draga úr slímmyndun í
nefi að sögn framleiðenda.
„Ég er ekki að blekkja fólk“
„Ef ég á að vera alveg hreinskilinn
án þess að vera óheiðarlegur þá get
ég ekki ábyrgst það að ekki sé að-
eins um sálfræðilega virkni að
ræða,“ segir Bjarni, en bætir við að
ef fólk finni fyrir einhverri jákvæðri
virkni yfirhöfuð sé markmiðinu náð,
hvort sem hún sé sálfræðileg eða líf-
fræðileg. „En fólk sem hrýtur mikið
er tilbúið að gera nánast hvað sem er
til að losna við þetta.“
Hann segist hafa séð hringinn til
sölu á Ebay í Bandaríkjunum og
Bretlandi, og því haft trú á virkni
hans. „Ég renndi svolítið blint í sjó-
inn með því að taka þetta inn og
bjóða þetta en ég tel mig ekki vera
að blekkja fólk.“
150 keypt hringinn hér á landi
Netverslunin er sú fyrsta sem vit-
að er til að bjóði upp á hringinn hér á
landi, en yfir 150 manns hafa nú þeg-
ar fest kaup á vörunni. Verðið er
3.980 krónur, en mestur hluti söl-
unnar fór fram í gegnum Hópkaup,
sem buðu hringinn á 40% afslætti,
eða á 2.390 krónur.
„Það var hlegið að mér hjá Hóp-
kaupum fyrst og af fólki í kringum
mig en þetta seldist upp á mettíma,“
segir Bjarni. „Ég hélt það myndu
kannski seljast um 30-40 stykki en
svo seldust upp öll 150 stykkin á
mettíma,“ bætir hann við og segir
auk þess nokkur stykki hafa selst í
gegnum netverslun hans.
Endurgreitt ef
vara virkar ekki
Að sögn Bjarna verða hringarnir
sendir út til kaupenda í dag, og er
því ekki komin nein reynsla á þá hér
á landi ennþá. Þá segir hann nokkra
hafa spurt hvort varan verði end-
urgreidd ef hún virkar ekki sem
skyldi, „og ég sagði að sjálfsögðu
já,“ segir hann.
Samkvæmt frétt á vef breska mið-
ilsins Daily Mail hafa allt að 85%
notenda hringsins þar í landi sagt
hann virka. Hringurinn, sem á ensku
nefnist Good Night Anti-Snoring
Ring, er seldur í apótekum og
heilsuverslunum um landið, og virð-
ist vera orðin algeng lausn þeirra
sem hrjóta mikið, þó hver dæmi fyr-
ir sig um virkni hans.
Selur hring sem á að stoppa hrotur
Hrotubaninn seldist upp á mettíma Yfir 150 manns hér á landi hafa fest kaup á vörunni sem á að
stöðva eða minnka hrotur „Ég tel mig ekki vera að blekkja fólk,“ segir innflytjandi hringanna
Ljósmynd/Af vefsíðu BSV netverslunarinnar
Hrotubaninn Á innanverðum hringnum er lítill hnúður sem á að sögn
Bjarna að þrýsta á taugar og það að verða til þess að hrotur minnki.
6 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015
Í TROMSÖ
Baldur Arnarson
baldur@mbl.is
Verðhrunið á olíu að undanförnu var
sem rauður þráður á fyrsta degi ráð-
stefnunnar Arctic Frontiers í
Tromsö í gær. Stjórnmálamenn,
fræðimenn og fulltrúar olíurisa véku
að því í erindum sínum. Verðhrunið
geti bæði haft efnahagsleg og heims-
pólitísk áhrif.
Hversu langvinn þessi áhrif verða
treysti enginn sér til að spá fyrir um.
Það sjónarmið kom fram í hring-
borðsumræðum á óformlegri opnun
ráðstefnunnar sl. sunnudag, sem
sagt var frá á mbl.is í gær, að vegna
olíuhrunsins sé olíu- og gasvinnsla á
erfiðum svæðum á norðurskauts-
svæðinu ekki lengur arðbær.
Meðal ræðumanna þá var Jens
Ulltveit-Moe, forstjóri fjárfestinga-
sjóðsins Umoe, sem sagði að leyfi til
olíu- og gasvinnslu í Barentshafi
væru „leyfi til að tapa fjármunum“.
Sum leirsteinsverkefni
eru ekki lengur arðbær
Spurður um það sjónarmið að olíu-
hrunið hafi gjörbreytt fýsileika olíu-
vinnslu á erfiðum svæðum við Noreg
sagði Børge Brende, utanrík-
isráðherra Noregs, að mikil lækkun
olíuverðs hefði margvíslegar afleið-
ingar.
„Verð á olíu sveiflast til og frá.
Eins og við höfum séð að undanförnu
getur það auðveldlega lækkað. Það
getur líka auðveldlega hækkað aftur.
Mörg verkefni um vinnslu olíu úr
leirsteini eru ekki lengur hagkvæm
[vegna mikillar lækkunar olíuverðs].
Ef fallið verður frá þeim á næstu ár-
um mun það hafa áhrif. Eins og ég
gat um í ræðu minni tel ég að eft-
irspurn eftir orku muni aukast í
framtíðinni. Það er staðreynd að 1,3
milljarðar manna hafa ekki aðgang
að raforku.
Þá má geta þess að um 2 milljarðar
manna búa við takmarkaðan aðgang
að raforku og án raforku verður eng-
in efnahagsleg þróun. Þörfin fyrir
raforku mun því aukast á næstu ára-
tugum ... Hvað varðar fjárfestingu í
framtíðinni er það undir fjárfestum
komið en ekki Noregi sem ríki að
taka þá áhættu. Það er undir olíu- og
gasiðnaðinum komið,“ sagði Brende í
samtali við Morgunblaðið.
Liggur í orðum hans að lögmál
framboðs og eftirspurnar muni með
tímanum leiða til hærra olíuverðs.
Tim Dodson, aðstoðarforstjóri
Statoil, var einnig meðal ræðu-
manna. Hann sagði aðspurður að
mikil lækkun olíuverðs gæti leitt til
þess að hætt yrði við nýjar fjárfest-
ingar á svæðum þar sem olíuleit er
dýr.
Hann sagði Statoil ekki hafa áhuga
á Noregshluta Drekasvæðisins
Ian Storey, félagi við rannsókn-
arstofnunina Institute of Southeast
Asian Studies í Singapúr, sagði í
ræðu sinni að refsiaðgerðir Vestur-
landa gegn Rússum hefðu haft þau
áhrif að viðskiptaveldin
í Suðaustur-Asíu, þ.e. Kína, Japan
og Suður-Kórea, hefðu sýnt aukinn
áhuga á að koma að olíuleit og
vinnslu á norðurskautssvæðinu.
Refsiaðgerðirnar hafa haft
gífurleg áhrif í Rússlandi
Refsiaðgerðirnar hafi haft gífurleg
áhrif í Rússlandi og jafnvel haft meiri
áhrif en Vesturlöndin reiknuðu með.
Verðhrun á olíu hafi veikt rússneska
hagkerfið og skert svigrúm Rússa til
að auka áhrif sín á alþjóðavettvangi í
gegnum olíugróða.
Storey segir aðspurður að refsiað-
gerðirnar hafi styrkt samstarf Rússa
og Kínverja í orkumálum. Hann telur
ekki að verðhrun á olíu að und-
anförnu muni draga úr áhuga Kín-
verja á olíuleit og vinnslu á norð-
urskautssvæðinu. Kínverjar hafi nóg
fjármagn og hugsi orkumálin til
langs tíma, 20-30 ára, og leggi
áherslu á að minnka hlut innfluttrar
olíu frá Miðausturlöndum. Hvað
varðar norðausturleiðina, siglinga-
leiðina sem stytt getur siglingatím-
ann milli austurstrandar Kína og
Evrópu um tugi prósenta, telur Stor-
ey að borið hafi á ýkjum í fjölmiðlum.
Ekki sé nóg að horfa til tímasparn-
aðar. Dýrt sé að sigla þessa leið, auk
þess sem hún sé ekki fær stórum
gámaflutningaskipum.
Storey segir skipasmíði stóra at-
vinnugrein í Singapúr, líkt og í Suð-
ur-Kóreu. Áform fyrirtækja í Singa-
púr á að þróa og smíða olíuborpalla
fyrir norðurskautssvæðið séu í upp-
námi vegna olíuhrunsins.
Zha Daojiong, prófessor við Pek-
ing-háskóla, lét þess getið í erindi
sínu að rannsóknarskipið Snædrek-
inn hefði fengið óheppilegt nafn.
Nafngiftin fæli enda í sér ógn. Skipið
kom til Reykjavíkur 2012.
Olíuhrunið getur frestað vinnslu
Utanríkisráðherra Noregs segir fjárfesta munu skera úr um hvort farið verður í áhættusöm olíu-
verkefni Sérfræðingur segir verðhrun á olíu hafa styrkt samband Rússa og Kínverja í orkumálum
Sun Xiansheng, einn fram-
kvæmdastjóra kínverska olíu-
risans CNPC, sagði að olíuverð
kynni að haldast lágt á næstu
árum. Hins vegar væri útlit fyrir
að eftirspurn eftir olíu og gasi
verði orðin meiri en framboðið
árið 2020. Hún verði þá ígildi
8,07 milljarða tonna af olíu en
framboðið 8,05 milljarðar
tonna.
Hlutur jarðefnaeldsneytis í
orkuframboði heimsins muni á
tímabilinu 2015-2035 lækka ur
86,3% í 81,6%. CNPC er fjórða
stærsta fyrirtæki heims, sam-
kvæmt tímaritinu Fortune.
Sun vildi aðspurður ekki tjá
sig um hvort viðskiptaþvinganir
Vesturlanda gegn Rússum
kynnu að hafa áhrif á viðskipta-
samband Rússa og Kínverja.
Eftirspurnin
senn meiri
en framboðið
OLÍUVERÐIÐ
Ljósmynd/Pernille Ingebrigtsen/Arctic Frontiers 2015
Børge Brende Mikil lækkun olíuverðs mun hafa margvíslegar afleiðingar í för með sér.
Ljósmynd/Pernille Ingebrigtsen/Arctic Frontiers 2015
Ráðstefnan Albert prins af Mónakó var meðal ræðumanna í Trömsö.