Morgunblaðið - 20.01.2015, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 20.01.2015, Blaðsíða 17
17 MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015 Ljósmynd/Nikolaj Bock-norden.orgLjósmynd/Johannes Jansson-norden.orgLjósmynd/Nikolaj Bock-norden.org Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Gyða Valdís Guðmunds- dóttir hjúkrunarfræð- ingur flutti til Kaup- mannahafnar í lok árs 2009 og síðan aftur til Íslands þrem- ur árum síðar. Þar ytra starfaði hún á sjúkrahúsinu í Herlev [skammt frá Kaupmannahöfn] og á Ríkissjúkra- húsinu í Kaupmannahöfn. „Það voru mikil viðbrigði að flytja aftur til Íslands. Núna hef ég verið ein með börnin mín bæði í Kaupmannahöfn og hér heima og það er mikill munur þar á,“ segir Gyða. „Vegna þess að ég var ein- stæð þar fékk ég mikinn afslátt af leikskóla- og skóladagheimilis- gjöldum. Þar sem ég vann vakta- vinnu var börnunum boðin vist á sól- arhringsleikskóla, þar sem börnin geta komið hvenær sem er sólar- hringsins, en ég var ekki tilbúin að þiggja það.“ Launin eru þriðjungur Gyða segir mikinn mun á því hvernig hlúð sé að fjölskyldum í Danmörku og hér. „Og allt annað að lifa af laununum sínum. Í Dan- mörku rak ég heila fjölskyldu með hjúkrunarlaununum mínum og barnabótum. Ég er í nákvæmlega sama starfi hér og ég var úti, en launin hérna eru líklega um þriðj- ungur til helmingur af því sem var í Danmörku. Miklu hærra hlutfall af tekjum mínum fer í nauðsynjavörur hér en þar og ég gæti aldrei náð endum saman nema vegna þess að ég fer reglulega til Noregs og vinn þar.“ Gyða er með norskt hjúkrunar- leyfi og flýgur reglulega til Noregs á vegum danskrar vinnumiðlunar. „Þetta eru stuttar ferðir, allt frá langri helgi og upp í viku. Þannig get ég náð endum saman,“ segir Gyða sem segist fá allt að hálf mán- aðarlaun fyrir að vinna í nokkra daga á norskum spítölum. Í Dan- mörku starfaði hún á hátækni- sjúkrahúsi fyrir bráðveik börn og starfar yfirleitt á barnasjúkra- húsum í Noregi. Hún segir ferðir sínar þangað ekki síður til að við- halda fagþekkingu sinni. Atvinnuöryggið hvarf Gyða útskrifaðist sem hjúkrunar- fræðingur árið 2008 og segir marga sem voru með henni í náminu starfa erlendis. „Það breyttist líka svo mikið strax árið 2009. Starfsum- hverfið varð annað, innkaup breytt- ust mikið og farið var að kaupa ódýrari vöru, yfirvinnufyrirkomu- laginu var breytt og hjúkrunar- fræðingar fengu ekki fastráðningu á íslensku sjúkrahúsunum. Þetta at- vinnuöryggi sem hefur alltaf fylgt minni stétt var horfið. Ég er með þannig menntun að ég get unnið hvar sem er í heiminum.“ Fyrstu misserin eftir hrun var talsvert fjallað um það í fjölmiðlum að Íslendingar yrðu fyrir aðkasti í Danmörku vegna þjóðernis, en Gyða segist ekki hafa upplifað neitt slíkt. Hún hafi t.d. ekki verið með fullt vald á tungumálinu þegar hún hóf þar störf, en vinnufélagar henn- ar hafi verið boðnir og búnir að hjálpa henni. „Eldri konurnar sem ég vann með sögðu stundum að ég talaði gammel dansk. Mér fannst auðvelt að aðlagast samfélaginu og það var að mörgu leyti erfiðara að flytja aftur heim en út. Þegar mað- ur er á leiðinni út undirbýr maður sig svo vel en síður þegar flutt er til baka. Það breyttist margt á þessum þremur árum sem ég bjó úti, það tók svolítinn tíma að átta sig á því. Ef börnunum mínum liði ekki svona vel hérna heima myndi ég skoða það í alvöru að flytja aftur út. Ég hugsa sérstaklega um það þegar ég fæ launaseðilinn um mánaðamótin,“ segir Gyða. Morgunblaðið/Þórður Hjúkrunarfræðingur Gyða Valdís starfaði í Danmörku og fer reglulega til Noregs til starfa vegna hærri launa og til að viðhalda fagþekkingu. Flýgur reglulega til starfa í Noregi Anna Lilja Þórisdóttir annalilja@mbl.is Lilja Dís Snæbjörns- dóttir hjúkrunarfræð- ingur hefur verið búsett á Kaupmannahafnar- svæðinu í rúm fjögur ár. Í upphafi búsetu starfaði hún sem sjúkraliði á lokaðri deild fyrir heilabilaða ein- staklinga, bætti síðan við sig hjúkr- unarnámi og starfar nú á bráða- deild fyrir heilablóðfallssjúklinga á sjúkrahúsinu í Herlev. Hún flutti út með fyrrverandi kærasta sínum sem er íslenskur. Þau höfðu safnað sér fyrir utanför- inni um hríð og þegar gengi ís- lensku krónunnar tók að falla varð heldur minna úr sparnaðinum. „Við vissum að það væri dýrt að flytja út, en við sáum peningana bókstaflega gufa upp. Það var ömurlegt.“ Lilja Dís er 29 ára og segir að aldrei hafi staðið til að búa svona lengi í Danmörku, en núna hefur hún komið sér vel fyrir á Vesterbro með dönskum kærasta sínum og segir engin áform um að flytja aftur til Íslands. „Stundum langar mig til að flytja til Íslands, en fjölskylda mín og vinir segja að ég eigi ekkert erindi þangað; ég sé orðin alltof dönsk.“ Beðin um að útskýra það nánar segir Lilja Dís: „Ég held að ég sé orðin alltof afslöppuð, ég finn fyr- ir svo mikilli keppni og hraða þegar ég fer í heimsókn til Íslands.“ Margir Íslendingar vinna á sjúkrahúsinu Auk Lilju Dísar starfa þrír Íslend- ingar á sömu deild og hún; annar hjúkrunarfræðingur, læknir og hjúkrunarnemi. Að auki segir hún allnokkra Íslendinga að störfum í ýmsum starfsgreinum á sjúkrahús- inu, þeirra á meðal læknar og hjúkr- unarfræðingar. „Ég veit að sumt af þessu fólki náði endum engan veg- inn saman á Íslandi,“ segir hún. Talsverður munur er á kjörum hjúkrunarfræðinga í Danmörku og á Íslandi að sögn Lilju Dísar sem segir að vel sé hægt að lifa af dag- vinnulaunum hjúkrunarfræðinga í Danmörku, það sé vart hægt á Ís- landi. „Grunnlaunin mín eru 27.000 danskar krónur (um 560.000 ís- lenskar krónur) fyrir skatt. Ætli ég fái ekki um 21.000 (um 436.000 ís- lenskar krónur) útborgaðar. Full vinnuvika hjá mér er 32 tímar á viku, samanborið við 40 tíma á Ís- landi.“ Ekki í láglaunastarfi Hún segir að nokkrir af þeim hjúkrunarfræðinemum sem hún þekkir hafi ákveðið að starfa á Norðurlöndunum að námi loknu. „Sumir fara í námið með það í huga að flytja til Noregs. Íslenskir hjúkr- unarfræðingar eru vel menntaðir og þess vegna eftirsóttir.“ Lilja var á leigumarkaði á Íslandi eins og í Danmörku og segir ólíku saman að jafna. „Fyrir það fyrsta ráða flestir sem eru í vinnu við að leigja, hafa í sig og á og hafa afgang til að njóta lífsins. Ég hef aldrei upp- lifað það hérna að ég sé í láglauna- starfi, eins og hjúkrunarfræðing- arnir á Íslandi.“ Lilja Dís Hún segir hjúkrunarfræð- inga ekki láglaunastétt í Danmörku. Hærri laun og styttri vinnuvika Ingveldur Geirsdóttir ingveldur@mbl.is Íslenskum hjúkrunarfræðingum í Noregi fjölgaði um 50% á þremur árum, frá 2010 til 2013. Árið 2010 bjó 91 íslenskur hjúkrunarfræð- ingur í Noregi en í apríl 2013 voru þeir orðnir 137 og um mitt árið 150. Auk þessa hóps fóru árið 2013 meira en 100 íslenskir hjúkrunar- fræðingar reglulega til Noregs að vinna, þá í ákveðinn tíma í einu á milli þess sem þeir unnu á Íslandi. Ólafur G. Skúlason, formaður Fé- lags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh), gerir ráð fyrir að sá hópur hafi stækkað síðan. Í ársbyrjun 2013 höfðu 427 ís- lenskir hjúkrunarfræðingar fengið starfsleyfi í Noregi frá ársbyrjun 2008. Það þýðir að 12% starfandi hjúkrunarfræðinga eru með leyfi þar í landi á þeim tíma en síðan þá hefur þeim fjölgað. T.d. var áætlað að árið 2013 myndu a.m.k. 130 hjúkrunarfræðingar sækja um leyfi. Í nýlegri könnun sem Fíh gerði meðal félagsmanna kom í ljós að rúm 30% félagsmanna sem svöruðu könnuninni hafa íhugað alvarlega að flytjast utan á næstu tveimur árum. Meðal hjúkrunarfræðinga á aldrinum 24-35 ára voru það tæp 63% sem höfðu íhugað þetta sama. Félagið hefur annars ekki heild- artölu yfir þá félagsmenn sem hafa farið utan að vinna þar sem þeir eru þá ekki á kjarasamningi Fíh. Ólafur segir að eftirspurn hafi aukist eftir íslenskum hjúkrunar- fræðingum í Svíþjóð. „Við höfum mjög góða menntun hér á landi og eru hjúkrunarfræðingar frá Íslandi taldir faglegir, klárir og duglegir erlendis. Það er einfalt fyrir þá að öðlast leyfi í öðrum löndum og þeir fá auðveldlega starf.“ Eins og stendur næst ekki að manna allar stöður hjúkrunarfræð- inga á Íslandi. „Nýliðun hefur ekki verið nægjanleg auk þess sem stór- ir árgangar hjúkrunarfræðinga mega nú senn hefja töku lífeyris og hefur það áhrif á þessa stöðu. Við þurfum nú að finna leiðir til að fá fleiri inn í hjúkrunarstarfið og halda þeim í vinnu sem fyrir eru og verður það verkefni félagsins á næstunni,“ segir Ólafur. Íslenskum hjúkrunarfræð- ingum fjölgar hratt í Noregi  Ungir hjúkrunarfræðingar íhuga alvarlega að flytja utan Morgunblaðið/Golli Hjúkrunarfræðingar Eftirspurn eftir þeim hefur aukist í Svíþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.