Morgunblaðið - 20.01.2015, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 20. JANÚAR 2015
HAFNARFJÖRÐUR
H
EI
MS
ÓKN Á HÖFUÐBO
R
G
A
R
S
V
Æ
Ð
IÐ
2015
Í Hafnarfirði búa rúmlega 27 þús-
und manns. Bærinn hefur vaxið
gríðarlega á undanförnum árum
eins og önnur sveitarfélög á höf-
uðborgarsvæðinu. Ný hverfi hafa
risið í Áslandi, á Völlum og í
Hellnahrauni.
Höfnin sem bæjarfélagið er
kennt við var ein stærsta versl-
unarhöfn landsins allt frá 16. öld.
Hefur mikil útgerð verið stunduð
þaðan.
Fyrsti togari Íslendinga, Coot,
var gerður út frá Hafnarfirði
1905-1908. Ketillinn úr honum
stendur við hringtorgið þar sem
mætast Reykjavíkurvegur, Strand-
gata og Vesturgata.
Á 18. öld var rætt um að gera
Hafnarfjörð að höfuðstað Íslands,
en slæm samgönguskilyrði þang-
að, lítil mótekja og lítið undirlendi
urðu helstu ástæður þess að
Reykjavík varð hlutskarpari.
Fyrsti vegurinn milli Hafnar-
fjarðar og Reykjavíkur var lagður
1898.
Hafnarfjörður heyrði undir
Álftaneshrepp framan af en eftir
skiptingu hans árið 1878 varð
bærinn hluti hins nýmyndaða
Garðahrepps. Hinn 1. júní 1908
fékk Hafnarfjörður kaupstaðar-
réttindi og varð þá að sjálfstæðu
bæjarfélagi. Íbúar voru þá orðnir
1.469 talsins.
Var lengi helsta
verslunarhöfnin
Í Hafnarfirði búa 27 þúsund manns
Skúli Halldórsson
sh@mbl.is
Fyrir skemmstu var nýr flughermir
tekinn í notkun í húsakynnum Ice-
landair í Hafnarfirði. Í samtali við
Morgunblaðið segir Hlynur Elísson,
framkvæmdastjóri fjármála- og
rekstrarsviðs Icelandair, að þetta
marki fyrsta skrefið í flutningi á
vissum hluta starfseminnar til Hafn-
arfjarðar.
„Sem stendur þá snýst starf-
semin einungis um þjálfun flug-
manna í herminum og fimm starfs-
menn, tæknimenn og stjórnendur,
sjá um þann rekstur. Hjá Icelandair
eru á fjórða hundrað flugmenn og í
stað þess að fara í reglubundna
þjálfun í Kaupmannahöfn og Lond-
on, þá fara þeir í Hafnarfjörðinn og
þjálfa sig þar undir stjórn rúmlega
20 þjálfunarflugstjóra félagsins,“
segir Hlynur og bætir við: „Þetta
hús sem nú er risið er fyrsti áfang-
inn að því sem við viljum kalla þjálf-
unar-, eða fræðslusetur því í hinum
helmingi hússins verður þjálfun fyr-
ir flugfreyjur, -þjóna og fleiri. Sjö
kennslustofur verða í húsnæðinu en
sú starfsemi hefur verið talsvert
dreifð undanfarin ár.“
Lóðin var úthlutuð félaginu
haustið 2013 og er hún 40 þúsund
fermetrar. Þannig er ljóst að lóðin er
langt frá því að vera fullnýtt.
„Við reynum að hugsa hlutina
dálítið langt fram í tímann og horf-
um þá gjarnan til næstu áratuga.
Það hefur verið mikill vöxtur í starf-
seminni nú í nokkur ár og mikill
metnaður til staðar þegar horft er til
framtíðar og við viljum gjarnan hafa
svigrúm til vaxtar.“
Aðstaða fyrir hundrað manns
Stefnt er að því að ljúka verkinu
í lok þessa árs. „Þá verður komin
Teikning/VA Arkitektar
Teikning Stefnt er að verklokum í lok þessa árs og mun húsið þá geta hýst hundrað starfsmenn flugfélagsins.
Icelandair byggir upp
starfsemi í Vallahverfi
Markar fyrsta skrefið í flutningi Sendir bylgjur út í atvinnulífið
„Því miður fara of margir ungar
upp í mávskjaft,“ segir Guðmundur
Fylkisson lögregluþjónn. Ræturnar
segja til sín; Guðmundur sem er Ís-
firðingur að upplagi dvaldist mörg
sumur í Ófeigsfirði á Ströndum og
að vitja um æðarvarpið var meðal
reglulegra starfa þar. Það vakti
áhuga hans á fuglalífi og þegar
okkar maður fluttist í Hafnarfjörð
urðu göngutúrar að Hamars-
kotsæknum hluti af hinu daglega
lífi. „Mér rann til rifja að sjá um-
hverfið þarna. Setti mig því í sam-
band við bæjaryfirvöld og óskaði
eftir því að mega taka þetta svæði í
fóstur sem reyndist auðsótt mál,“
segir Guðmundur.
Lækurinn í Hafnarfirði, eins og
þessi staður er gjarnan kallaður,
nær frá Strandgötu að Hörðuvöll-
um. Þar eru álftir, gæsir og stokk-
endur – svo og gestir eins og gul-
og toppendur. Og í þessari veröld
fuglanna er eins og annars staðar
stöðug barátta milli góðs og ills.
Morgunblaðið/Eggert
Fuglafeðgin Guðmundur Fylkisson og Katrín Tekla hér saman við Lækinn.
Barátta góðs og ills
Fóstrar fugla við Læk Guðmundur
Fylkisson er vinur álfta, gæsa og anda
Vagnhöfða 11 - 110 Reykjavík - www.ofnasmidja.is - sími 577 5177
hafðu það notalegt
vottun reynsla
ára
ábyrgð
gæði
miðstöðvarofnar